Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 28
Þroskandi að taka þátt í starfi hreyfingarinnar - segir Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK UMFI gerði á dögunum sam- ning við fimm Héraðssam- bönd vegna þjónustumið- stöðva á landsbyggðinni. Héraðssamböndin eru HSK, HSV, UMSB, UÍA og UMSE. Skinfaxa lék forvitni á að vita meira um þennan samning og hafði því samband við Engil- bert Olgeirsson framkvæm- dastjóra HSK en Engilbert stóð í ströngu við að und- irbúa Héraðsþing HSK sem fram fór á Flúðum ekki alls fyrir löngu. Samningur til að auka upplýsingastreymi Ef þú segir mér aðeins frá Héraðsþinginu, hvernig gengur undir- búningurinn? „Hann gengur bara vel. 51 félag og tvö sérráð hafa rétt á að senda 116 fulltrúa á þingið og ég á von á að um hundrað manns sæki þingið. A þinginu verða lagðir fram reikningar og við gefum út glæsilega ársskýrslu þar sem greint er frá starfi sambandsins í máli og myndum. Síðan eru lagðar fram tillögur frá stjórn og öðrum. En ég á von á rólegu og góðu þingi." Hvaða upplýsingar eru þetta? „Hvað varðar upplýsingar frá UMFÍ get ég nefnt Unglinga- landsmót UMFÍ. Við komum til með að hjálpa UMFI við að kynna mótið hér innan héraðs. Síðan munum við kynna fundi, námskeið og þau verk- efni sem UMFI er að vinna að hverju srnni í sam- ráði og samstarfi við starfsmenn þjónustumið- stöðvar UMFÍ." í hverju felst þitt starf sem framkvæmdarstjóri HSK? „Starfið er mjög fjölbreytt, en segja má að skipta megi starfinu í fjóra hluta, þe. starfsemi og rekstur skrifstofunnar, þjónustu, samkskipti við hreyfinguna og upplýsinga- streymi. Stór þáttur í minni vinnu er að starfa með stjórn, nefndum og ráðum við að skipuleggja starfið og hefur mótahald á vegum HSK þar verið stærsti þátturinn, en árlega höldum við um 60 héraðsmót í fjölmörgum greinum. Utgáfu og kynningarmál hafa einnig verið vaxandi þáttur í mínu starfi. Fundarhöld og fjármálahlið starfsins í samstarfi með gjaldkera eru einnig stórir þættir í starfinu, en eins og ég sagði áðan er starfið mjög fjölbreytt og ég gæti haldið lengi áfram upptalningu á þeim verkefnum sem ég þarf að sinna í mínu starfi." Út á hvað gengur þessi þjónustusamningur í aðalatriðum? „Hvað Héraðs- samböndin varðar þá er þetta hugsað þannig að við tökum að okkur ákveðin verkefni sem UMFI hefur verið með. Þó höfum við verið að uppfylla nokkur atriði sem standa í þessum samningi eins og til dæmis upplýsingaskyldu gagnvart UMFÍ og félögunum. Hvað þetta atriði varðar þá erum við með heimasíðu þar sem slóðin er www.hsk.is, heilsíðu í Sunnlenska fréttablaðinu í hverri viku og vikulegan þátt í Utvarpi Suðurlands þar sem þessar upp- lýsingar koma fram." Hver eru helstu verkefni UMFÍ á þjónustusvæði HSK? „Helstu verkefni UMFÍ á sambandssvæðinu eru um leið helstu verkefni UMFÍ á landsvísu. Stærstu verkefni UMFÍ á undanförnum árum hafa verið Landsmót UMFI og höfum við Skarphéðins- menn lagt mikla vinnu í undirbúning og þátttöku, sem hefur skilað glæstum sigrum. Á þessu ári er það svo Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Stykkishólmi um verslunarmannahelgina. Vonast er til að þátttaka af okkar svæði verði góð, en HSK hefur lagt áherslu á að mótið sé fyrir alla fjölskylduna." Hvernig hafið þið ákveðið að koma fram sem talsmenn UMFÍ á ykkar þjónustusvæði? „Ýmsar hugmyndir voru ræddar á síðasta stjórnarfundi hjá okkur, en við eigum eftir að marka okkur ákveðna stefnu í því. Eg geri ráð fyrir að fulltrúar þeirra sambanda, sem gerðu samning við UMFÍ, muni hittast fljótlega og ræða þessi mál. Árna Þorgils-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.