Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 21
vera orðið of gamalt í þetta. Það er líka staðreynd að keppnisíþróttir henta ekki öllum. Ég hef oft rekist á gamlar fimleika- stelpur sem sjá eftir því að hafa hætt og langar til að reyna aftur en þora það ekki eða þá að það er bara ekki neitt í boði fyrir þær. Við ætlum á Eins og áður sagði þá hafið þið náð góðum árangri á undanförnum árum. Hefur þetta smitað út frá sér í Garðabæ. Eru hópfimleikar vinsælir hjá Stjörnunni? „Já, þeir hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Það er þó slæmt hvað við erum lítið sýnilegar í félaginu okkar. Við fáum enga æfingatíma á kvöldin í íþróttahúsinu í Garðabæ og þurfum þar af leiðandi alltaf að æfa hjá Ármanni. En og við unnum Haustmót FSÍ með miklum yfirburðum. Eftir jól þá höfum við átt við dálítil meiðsl að stríða og misstum m.a út tvo sterka stökkvara snemma í janúar. Unnum þó Stjörnutromp í lok janúar. Urðum í öðru sæti á Bikarmóti FSÍ í febrú- ar og verð ég að viðurkenna að það var mjög sárt að tapa þeim titli. En nú er framundan Ég hef oft rekist á gamlar fimleikastelpur sem sjá eftir því að hafa hætt og langar til að reyna aftur en þora það ekki eða þá að það er bara ekki neitt í boði fyrir þær. Við ætlum á næsta ári að stofna hóp í Stjörnunni sem yrði fyrir eldri stelpur. næsta ári að stofna hóp í Stjörnunni sem yrði fyrir eldri stelpur, sem eru reyndar ekki gamlar og eiga sjálfsagt fullt inni og jafnvel einhverjar sem dreymt hafa um að fara í fimleika alla ævi en hafa aldrei látið verða af því. Svo ætlum við að vinna út frá þessu og reyna að fá alltaf fleiri og fleiri inn í íþróttina. Ég er rosalega hrifin af hópi sem er að æfa nú í Ármanni. Það eru eldri menn sem standa að honum, sumir gamlir fimleikamenn en aðrir sem hafa bara áhuga.“ Hópfimleikahópur Stjörnunnar vissulega höfum við fengið mikla athygli í bæn- um undanfarið enda árangurinn þannig að erfitt er að líta fram hjá honum.“ Hvað með hópfimleikana á landsvísu? Eru margir sem stunda þá og fer þeim fjölgandi? „Já, það hefur orðið gríðarleg aukning undanfarin ár. Mikið að félögum að koma upp út á landi og við fögnum því að sjálfsögðu. Einnig hefur aðstaðan hjá þeim félögunum verið að batna mikið og það hjálpar til.“ Hvernig hefur ykkur gengið í ár og hvað er framundan hjá ykkur? „Þurftirðu að spyrja að þessu - jæja reynum að láta þetta líta vel út! Keppnisárið byrjaði mjög vel íslandsmótið sem verður tveggjadaga mót haldið 22.-23. mars í Ásgarði Garðabæ og þar ætlum við okkur sigur. Svo er stefnt á Evrópumeistaramót í Frakklandi í haust.“ Þú ert á þriðja ári í lögfræði við Háskóla íslands og kennir fimleika hjá Stjörn- unni auk þess að æfa. Hvernig ferðu að að koma þessu öllu heim og saman þannig að það gangi upp? „Það er ekki alltaf auðvelt og þá sérstak- lega ekki um próftímann eins og flestir þeir sem umgangast mig hafa fengið að finna fyrir. En þetta eru allt hlutir sem mig langar til að gera og því læt ég þetta einfaldlega ganga upp.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.