Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 30
Iþróttabraut við Mennta- skólann að Laugarvatni Spennandi nám Menntaskólinn að Laugarvatni er rótgróinn heimavistarskóli með rúmlega 120 nemendur þennan veturinn. Skólinn er ákaflega vel í sveit settur og er vinsæll ferðamannastaður yfir sumarmánuðina og friðsæl um- gjörð skólastarfs á veturna. A Laugarvatni er eitt fullkomn- asta íþróttahús landsins ásamt útisundlaug og glæsilegum íþróttavelli auk þess sem um- hverfið allt býður upp á óþrjót- andi möguleika til útivistar og íþróttaiðkunar. Frábær íþróttaaðstaða með vax- andi samstarfi við íþróttafræða- setur Kennaraháskóla Islands hér að Laugarvatni, skapar skólan- um mikla sérstöðu. Ungt fólk af landinu öllu dvelur hér við nám við eftirsóknarverðar aðstæður. Tengsl nemenda innbyrðis og einnig við kennara og annað starfsfólk eru náin og persónu- leg, og andrúmsloftið heimilis- legt. Hlutverk íþróttafræðináms er að koma til móts við þá unglinga sem áhuga hafa á frístundastörf- um og þar með leiðbeinenda- og þjálfarastörfum í íþróttum. Markmið íþróttafræðináms er að veita nemendum fræðilega og verklega undirstöðuþekkingu í kennslu og þjálfun íþrótta og hreyfináms fyrir böm og ung- linga. Námið nýtist einnig sem heppilegur undirbúningur fyrir háskólanám á sviði íþróttafræða hér á landi sem og erlendis. Iþróttabraut hefur verið starf- rækt við Menntaskólann að Laugarvatni í tvö ár og er í stöðugri þróun. Haustið 2001 hófu 23 nemendur nám á íþrótta- braut og hafa haft í ýmsu að snúast. Kennsla í verklegum greinum fór að mestu fram utanhúss fyrri part vetrar þar sem veðurblíða var með ein- dæmum góð. Þrátt fyrir stöku rigningu , rok og jafnvel frost létu nemendur það ekki á sig fá og bara klæddu sig í samræmi við það og héldu sínu striki. Mark- miðið er að nýta hina frábæru útiaðstöðu og umhverfi staðarins sem best til kennslu í verklegum greinum. A haustönn nýttu nemendur íþróttabrautarinnar eina helgi til náms og tóku námskeið í skyndi- hjálp á vegum Rauða kross ís- lands. Einnig hafa nemendur íþróttabrautarinnar eytt nokkr- um helgum í það að kynna sér svokallaða íþróttaskóla, sem eru fyrir börn frá 3ja til 6 ára aldurs og eru starfræktir víðs vegar um landið. Þar hafa nemendur kynnt sér starfsemi íþróttaskólanna og tekið virkan þátt í starfinu. Þetta er liður í námi þeirra og krefst þessi hluti mjög mikils af þeim þar sem þau þurfa að vinna þetta töluvert upp á eigin spýtur. Hápunkturinn í þessu var svo á þá leið að í sameiningu héldu nemendur s.k. íþróttadag í íþróttahúsi Laugarvatns og buðu leikskólum í nágrenni staðarins að koma og taka þátt. Iþróttadagurinn tókst mjög vel í alla staði og stóðu nemendur íþróttabrautarinnar sig með miklum sóma og mátti vart á milli sjá hvorir skemmtu sér betur, leikskólabömin eða nem- endurnir. A döfinni er dómaranámskeið í körfuknattleik og í framhaldi af því undirbúningur að grunn- skólamóti í körfuknattleik sem nemendur íþróttabrautarinnar munu sjá um. Hér að framan hefur nú verið stiklað á stóru en verkefnin fram- undan eru óþrjótandi. Þá er ótalið fjörugt og líflegt félagslíf sem er heil mikill og þroskandi þáttur í lífi og starfi nemenda. Frekari upplýsingar um skólann og uppbyggingu náms á íþrótta- braut er að finna á heimasíðu skólans www.ml.is Fh. ML Þuríður Helga Þorsteinsdóttir, brautarstjóri íþróttabrautar. Eldri borgarar skemmta sér Íþróttahátíð aldraðra „Leikdagur aldraðra" var haldinn á Öskudaginn 13. feb. sl. í íþróttahúsinu við Austurberg. Hátíðin tókst frábærlega vel og þangað mætti fjöldi manns til að skemmta sér saman og kynna sér hvað í boði er fyrir eldri borgara. Umhverfisverðlaun 2001 Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra afhenti Ferðamála- samtökum Vestfjarða umhverfisverðlaun Ungmenna- félags íslands og Umhverfissjóðs Verslunarinnar. Athöfnin fór fram 28. jan. Verðlaunin eru veitt fyrir markvissa miðlun á fróðleik um umhverfisvæna ferðaþjónustu, áherslu á útvist og umhverfisvernd við markaðsetningu Vestfjarða. Verð- launin verða afhent í ísafjarðarbæ. Þetta er í 6. sinn sem verðlaun þessi eru afhent en þau voru fyrst veitt 1996 og hafa verið veitt eftirfarandi aðilum: Hótel Geysi, Sorpu, Austur-Héraði, Laugarnesskóla, Hvanneyrarstað og núna ísafjarðarbæ. * Iþróttamenn sveitarfélaga Sunna Gestsdóttir, frjálsíþróttakona, var útnefnd íþrótta- maður Skagafjarðar. Helga Dögg Helgadóttir og ísak Halldórsson Nguyen, dansarar, voru útnefnd íþróttamenn Kópavogs. í kringum hver áramót er tilkynnt hverjir eru útnefndir íþróttamenn sveitarfélaga. Til fróðleiks m.a. nefna að Sunna Gestsdóttir, frjálsíþrótta- kona, var útnefnd íþróttamaður Skagafjarðar. Birgir Olgeirsson, kylfingur, var útnefndur íþróttamaður Bolungarvíkur. íris Sæmundsdóttir, knattspyrnukona, hefur verið út- nefnd íþróttamaður Vestmannaeyja. Örn Arnarson, sundmaður, var út- nefndur íþróttamaður Hafnarfjarðar. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sundkona, var útnefnd íþróttamaður Akraness. Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir, fimleikakona, var útnefnd íþróttamaður Garðabæjar. Helga Dögg Helgadóttir og ísak Halldórsson Nguyen, dansarar, voru útnefnd íþróttamenn Kópavogs. Vernharð Þor- leifsson, júdómaður, var út- nefndur íþróttamaður Akur- eyrar og Auður Aðalbjarnar- dóttir, frjálsíþróttakona, var útnefnd íþróttamaður Dal- víkurbyggðar. Gauti Jóhannes- son frjálsíþróttamaður var út- nefnduríþróttamaður Borgar- fjarðar. t i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.