Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 12
Landsmótin eru stolt okkar allra - segir Björn B. Jónsson formaður Ungmennafélags íslands Björn B. Jónsson, formaður UMFI, hefur í mörgu að snúast þessa dagana, m.a. þarf að ákveða hvar Landsmótið árið 2004 fer fram, en ísafjarðabær dró umsókn sína til baka fyrir skömmu eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Það þarf því að finna nýjan stað og Skapti Örn fór á stúfana og athugaði stöðu mála. Hvernig er staðan varðandi Landsmót 2004? „Staðan er sú að Vestfirðingar hafa skilað umboði til að halda Landsmót Ungmennafélaganna 2004. Stjórn UMFÍ ákvað á stjórnarfundi 9. febrúar að gefa sambandsaðilum frest til 15. mars n.k. til að sækja um mótið. Nokkrir aðilar sýndu strax áhuga þegar ljóst var að mótið yrði ekki á Vestfjörðum að fá mótið til sín og er það vel." Hvað klikkaði varðandi ísafjörð? „Ég lít ekki á að neitt hafi klikkað. ísafjarðarbær hafði fyrirvara varðandi uppbyggingu mannvirkja og það kom í ljós að þeir treystu sér ekki til að fara í þá upp- byggingu sem talin var nauðsynleg fyrir Landsmót á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta var mat þeirra sem halda um fjárhag Isafjarðarbæjar og ber að virða það. Það reyndist einfaldlega of dýrt fyrir þá að standa undir þeim kostnaði sem var reiknað með að mótið myndi kosta. Það má bæta því við að ég er ákaflega stoltur að þeim metnaði sem sveitarfélög hafa til að koma upp glæsilegum mannvirkjum fyrir Landsmót UMFÍ." Ef ekki Isafjörður hvaða aðrir staðir koma til greina? „Þeir sem hafa sótt um eru HSÞ, UMSK, UMSS, Ungmennafélagið Fjölnir og IBR. Sauðárkrókur, Húsavík, Reykjavík eða Kópavogur koma því allir til greina fyrir Landsmót árið 2004. Auk þeirra sem eru taldir upp að framan þá geta komið fleiri umsóknir, en eins og áður er sagt þá er frestur til 15. mars til að sækja um mótið." Hvenær kemur þetta allt saman í ljós? „Stjórn UMFÍ kemur saman 22. mars n.k. Þá verður tekin ákvörðun hvar 24. Lands- mót UMFÍ verður haldið." Kemur þessi vandræðagangur til með að hafa einhver áhrif á UMFÍ og Lands- mótið? „Það er tæplega hægt að tala um vandræðagang þegar fimm aðilar hafa óskað eftir að halda mótið. En það hafa komið upp svipuð tilfelli áður og hefur allt farið vel. Það er ekki skrítið að farið sé varlega þegar ákvörðun er tekin að halda stærsta mót landsins. Það tekur bæði á fjárhagslega og félagslega að halda slíkt mót sem er blanda af menningar- og íþróttaviðburðum. Ég er ekki sammála að þetta sé vandræðagangur á nokkurn hátt heldur snýst þetta um að halda glæsilegt mót við bestu aðstæður sem völ er á hverjum stað. Þannig hefur þetta verið og þannig verður það." Koma oft upp vandræði hvað lands- mótshald varðar? „Það er löng hefð fyrir Landsmótum UMFÍ, eða allt frá 1909. Mótin verða sífellt stærri og glæsilegri. Það er því ekki skrítið að upp geti komið sú staða að viðkomandi sveitarfélag treystir sér ekki í þá uppbyggingu sem til þarf. Það hefur komið upp sú staða áður að sambandsaðilar hafa skilað inn urnboði til að halda Landsmót en það hafa ekki komið upp vandræði vegna þess, frekar en nú." Hvað kostar svona atburður eins og Landsmót UMFÍ eru? „Það er erfitt að segja til um það. Það fer eftir því hvað menn vilja telja til kostnaðar. Mannvirkin eru eitthvað sem er til staðar eftir mótin og ekki byggð til einnar viku. Beinn rekstrar- kostnaður er 30 - 40 milljónir króna, en þátttökugjöld og styrktaraðilar hafa náð að dekka þann kostnað að mestu. í seinni tíð hefur verið hagnaður af Landsmótum UMFÍ. Rétt er að geta þess að kynningar- áhrif Landsmóta fyrir viðkomandi svæði eru talin mikil. Það má því gera ráð fyrir að ferðaþjónusta og slík starfsemi njóti góðs af Landsmótinu þegar til lengri tíma er litið." Hver er hlutur viðkomandi sveitarfélags og síðan UMFÍ í kostnaði við Landsmóts- hald? „Það er þannig að sambandsaðilar UMFI sækja um að halda Landsmót. Hlutverk viðkomandi sveitarfélags er að sjá um mannvirkjagerð og þá uppbygg- ingu sem nauðsynleg er. Síðan er það við- komandi héraðssamband sem stendur að mótinu sjálfu og er fjárhagslega ábyrgð í þeirra höndum. Aðkoma UMFÍ er á þann hátt að við eigum fulltrúa í landsmóts- nefnd. En kostnaður UMFÍ við mótið sjálft hefur ekki verið mikill en er að aukast og reikna má með að við munum m.a. koma meira að kynningu á mótinu í framtíðinni." Hvaða gildi hefur Landsmót UMFÍ fyrir hreyfinguna og íþróttalíf og æskulýðsmál í landinu? „Landsmótin eru stolt okkar og allra þeirra sem að þeim koma. Það er hægt að líkja Landsmótunum við menningar- viðburði sem er hluti af arfleifð okkar og metnaði ungmennafélaga. Þannig á það að vera og ég vonast til að æska framtíðar- innar eigi eftir að njóta Landsmótanna um ókomin ár." Ertu bjartsýnn á að vel til takist með Landsmót 2004? „Miða við þær undirtektir og áhuga sem Landsmóti 2004 er sýnt þá er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn. Aldrei fleiri hafa keppst um að fá að halda Landsmót. Eins og ég hef áður sagt þá er löng hefð fyrir mótunum og þau verða stærri og glæsilegri. Sífellt fleiri atburðir eru á mótunum sem hafa náð athygli þjóðarinnar. Ég er sannfærður um að Landsmótin eiga eftir að stækka enn og eflast og 24. Landsmót UMFÍ árið 2004 verður enn glæsilega en þau fyrri. Það er tæplega hægt að tala um vandræðagang þegar fimm aðilar hafa óskað eftir að halda mótið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.