Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 24
höndum til að byrja með. Það voru aðvitað miklar
framfarir í upphafi enda maðurinn orðinn
fullorðinn þegar hann snéri sér að þessu. Þetta er
mikið um tækni í þessu og hann var fljótur að ná
sér á strik en þetta var mjög skemmtilegur tími og
þroskandi. Ég held að það sé fátt sem maður hefur
bætt sig meira í en að vinna með Jóni Arnari og fá
tækifæri til að vinna með honum," sagði Gísli og
lagði áherslu á orð sín.
Arangur Jóns Arnars engin tilviljun
Þeir félagar háðu margar keppnir á stórmótum og
er Gísla greinilega skemmt við að rifja upp
tímann með þeim mikla íþróttamanni sem Jón
Arnar er.
„Ólympíuleikarnir standa upp úr í minningunni,"
sagði Gísli. „Þó finnst mér öll stórmót hvert öðru
í keppni þar sem allir þeir bestu voru
saman komnir og mjög spennandi. Það
er ekki hægt að fá meira út úr þessu en
það," sagði Gísli.
Gísli beitti heldur óvenjulegum æf-
ingum með Jóni Arnari og þar var á
meðal hlaup í fjöru. Ekki fannst Gísla
það furðulegt heldur sagði að aðstæð-
urnar hafi boðið upp á þetta.
„Þetta var bara eins og aðstæður gáfu
tilefni til og við nýttum það sem við
höfðum. Ég hafði mikla reynslu af því
sjálfur hvað var hægt að gera og hvað
ekki og ég tel að með þessu höfum við
stytt okkur leið alveg gífurlega mikið,"
sagði Gísli.
Ertu ekki að meðhöndla einhverja
gullmola líkt og Jón Arnar?
„Það eru alltaf einhverjir gullmolar að
æfa og sumir sem maður sér ekki strax
hvað verður úr en ég held að það séu
engir í líkingu við Jón Arnar og ég held
að það sé langt í það að við fáum slíkan
íþróttamann fram á sjónarsviðið hér á
íslandi. En eins og ég sagði þá eru
alltaf einhverjir gullmolar að æfa en
bara öðruvísi molar," sagði Gísli.
Þegar talið barst að framtíðinni hvað
frjálsíþróttir varðar hér á landi sagðist
Gísli vera mjög bjartsýnn.
„ Stór hluti af frjálsíþróttahreyfingunni
fær ekkert fyrir sinn snúð í samanburði
við aðrar íþróttagreinar sem hafa
Það eru alltaf einhverjir gullmolar að æfa og sumir sem maður sér ekki
strax hvað verður úr en ég held að það séu engir í líkingu við Jón Arnar
og ég held að það sé langt í það að við fáum slíkan íþróttamann fram á
sjónarsviðið hér á íslandi.
líkt en Ólympíuleikarnir eru stórkostleg upplifun.
Þá er Heimsmeistaramótið í Búdapest mér minni-
stætt, þar var mikil stemmning og náði Jón Arnar
mjög góðum árangri þar í tugþrautinni," sagði
Gísli og hélt upprifjuninni áfram. „Það eru líka
forréttindi að fá að taka þátt í svona verkefnum
með mann í fremstu röð í sinni íþróttagrein. Síðan
er það mikils virði fyrir þjálfara að sjá og finna það
að ná árangri á borð við það sem Jón Arnar náði
var engin tilviljun. Þá var það frábært að taka þátt
Hefði getað náð meira út úr
líkamanum
Hvað olli því að ykkar samstarfi
lauk? „Það var einfaldlega það að Jón
Arnar flutti í Kópavoginn," sagði Gísli
og þegar hann var spurður að því
hvort að hann hefði getað náð meira út
úr Jóni Arnari sem íþróttamanni var
svarið einfalt. „Ur líkamanum já."
skarað verulega framúr hvað einstak-
linga varðar. Þannig að ég held að
leiðin geti ekki legið nema upp á við
hjá okkur," sagði Gísli.
Heldur þú að við íslendingar eigum
eftir að eignast gullverðlaunahafa á
Ólympíuleikum innan tíu ára?
„Ég er alveg sannfærður um það að við
eigum eftir að eiga íþróttamenn í frem-
stu röð á næstu árum. Það er svolítið
mikið pressað á að vinna alltaf verð-
laun á stórmótum en ég er alveg viss
um að það eigi eftir að rætast. Við
sjáum bara hvað er að gerast í sundinu.
Ég sé það fyrir mér að við íslendingar
eigum eftir að fá fólk inná heimslista
yfir 20 bestu í heimi," sagði Gísli og
bætti því við að ef að það á að gerast
þurfi meiri peninga inn í íþróttinar í
landinu. „Staðan er erfið fjárhagslega
ég tel að ráðamenn þjóðarinnar þurfi
og eigi að veita verulegu fé til íþrótta-
mála."
Aðspurður um hve lengi Gísli ætlaði
sér að vera viðriðinn frjálsfþróttir sagði
hann að ef hann næði sér af þessari
flesnu ætlaði hann sér að vera í þessu í
fimmtíu ár í viðbót og að lokum hvatti
hann æsku þessa lands að byrja að iðka
frjálsar íþróttir.