Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 7
FORMAÐUR UMFI saman í bundnu sem og óbundnu móli. Þetta hefur líka verið gert með vísnakvöldum, hagyrðingakvöldum, ræðumennsku og öðrum leiðum sem hafa verið framkvæmanleg ó hverjum tíma. Sama er hægt að segja um hið andlega líf. Það hefur verið gert á margan hátt m.a. með kvöldvökum, s káId a kvöId u m, leiklist, dansi, þorrablótum og 1 7. júní skemmtunum svo eitthvað sé nefnt. Ungmennafélag íslands hefur unnið ötullega að því, allt frá stofnun, að skapa sameiginleg- an arf menningar. Nokkur dæmi þessu til stað- festingar eru allar þær hefðir og siðir sem hafa skapast í starfinu eins og á héraðsmótum, þingum og Lands- mótum. Þessir siðir, margir hverjir, eru sprottnir úr menn- ingu fyrri tíma og þannig hefur um leið verið stuðlað að varðveislu menningar sem er okkar sameiginlegi arfur. Menning, eins og leiklist, söngur og hljóðfæraleikur, bókmenntir og aðrar listir eru vissulega mikil og verðmæt menning, en menning finnst líka í stóru og smáu í hverdagsleikanum án þess að við tökum eftir því oft á tíðum. Það er kannski þess vegna sem hún hefur oft varðveist svona vel, því fólk hefur ekkert verið að setja sig í stellingar og kallað það menningu. Mörg dæmi um þetta má finna m.a. til sveita og innan margra ungmenna- félaga. Hluti af menningu hvers lands er matarmenning. Kleinur og kjötsúpa, slátur og súrmeti, soðkökur og klattar, allt er þetta hluti af matarmenningu þjóðarinnar og hefði hugsanlega látið í lægra haldi fyrir nýtísku réttum hvers tíma og matarhefðin varla varðveist nema til sveita. í dag þykja þetta spennandi þjóðarréttir sem við erum stolt af að hafa á boðstólum veitingahúsa á þorranum og jafnvel oftar, m.a. vegna eftirspurnar frá ferðafólki sem vill kynnast þjóðlegum matarvenjum og réttum. Ymis verkmenning og verkþekking hefur einnig varðveist meðal fólks bæði til sjávar og sveita. Má þar nefna handverk ýmiskonar t.d. vinnslu ullarinnar og einnig gamla byggingarlist eins og vegghleðslu o.fl. Ef vel er að gáð þá eru einmitt ullarvinnsla, eins og þæfing og ýmisskonar stein og/eða vegg- hleðslur mjög vinsælar í dag. Nýtískuleg hönnun byggð á þekkingu og verkmenningu sem varðveist hefur í hinum dreifðu byggðum landsins m.a. af ung- mennafélögum. Hér má einnig nefna rímnakveðskap, þjóðbúninga og þjóðdansa, svo fátt eitt er talið. Allt þetta er hluti af menningu þjóðar- innar sem hefur varðveist í gegnum tíðina, þótti „sveitó og púkó", en þó, sem betur fer, staðið af sér tískustrauma hvers tíma og því haldið áfram að vera til. Á landsmótum gerum við ýmsum þessara menningarfyrirbæra hátt undir höfði þó alltaf megi gera betur. Jurtagreining, pönnukökubakstur, kveðskapur, stafsetningarkeppni, dráttarvélaakst- ur, trjáplöntun, og starfshlaupið skemmtilega, eru dæmi um menn- ingarviðburði á Landsmótum sem njóta alltaf vinsælda, bæði keppenda og áhorfenda, þó að stundum hafi þessar greinar þótt dálítið hall- ærislegar. Hér hef ég að mestu haldið mig við gamla ís- lenska menn- ingu, en þar með er sagan ekki öll. Menning er eitt- hvað sem stöð- ugt er í þróum og sjálfsagt að taka á móti nýjungum á hverjum tíma. Sumt festist í sessi en annað ekki, eins og gengur, og er það fólksins á hverjum tíma að hafa áhrif á þá þróun. Ágætu ungmennafélagar, menn- ing er svo stórt hugtak að ekki verður hægt að gera því skil í stuttri grein eins og þessari. Þetta eru aðeins punktar settir á blað til að örva umræðuna og vekja okkur til umhugsunar um hvaða menningar- starf fer fram í okkar félagi eða næsta umhverfi. Menning er hluti af ungmennafélagshugsjóninni og okkur ber skylda til að halda fast í gamlar hefðir og vera opin fyrir nýjum. Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFÍ. 7 SKINFAXI - tímarit um menningu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.