Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 23
FORMAÐUR TINDASTOLS Jóhann Tryggvason, formaður ÚÍA, Páll Ragnarsson og Einar Kristján Jónsson, formaður Umf. Vesturhlíðar í heimsókn á Vesturfarasetrinu á samráðsfundi UMFI í vor. Landsmót fyrir dyrum Páll telur að Landsmótin hafi mikið gildi fyrir íbúa dreifbýlisins og telur að ungmennafélagshreyfingin hafi það líka og þess vegna eigi hún að fá að starfa áfram á þeim grundvelli sem hún hefur starfað á. „Lands- mótin eru kannski toppurinn á starfi ungmennafélaganna þar sem þau koma saman og standa að þessum stóru íþróttamótum sem Landsmótin eru." Páll segir að Landsmótið nú leggist vel í hann. „Þetta mót sem og önnur byggist að miklu leiti á veðri. Ef við stöndum saman um að hafa þetta gott mót þá verður þetta gott mót. Ef menn vilja standa í einhverju þrasi, þá gera menn það. Miðað við ungmennafélagsandann sem hefur ríkt á þessum mótum þá kvíði ég engu." Ungmennafélagsandinn? Páll er spurður að því hvað hann telji að ungmennafélagsandinn standi fyrir. „Það er náttúrulega að vinna að hag æsku þessa lands og landsins sjálfs, og leysa málin með samstilltu átaki. Þetta snýst um að vera með, taka þátt og gefa af sér til samfélagsins og þá um leið til þjóðarinnar, því ég held að það fari saman." Ekki er laust við að það færist roði í kinn og Páli hitni í hamsi þegar hann fer að tala um ung- mennafélagsandann. „Ungmenna- félagshreyfingin á að fá að starfa í friði á þeim vettvangi sem hún starfar á í dag. Ég er þess fullviss að ef ungmennafélagshreyfingin leggst undir einhverja elítu í Reykjavík þá muni landsbyggðin gleymast. Við eigum ekki og megum ekki láta vaða yfir okkur í þessu máli og koma fram af einhverri minnimáttarkennd og eigum að gæta þess að ungmenna- félagshreyfingin sé ekki lögð undir vald einhverra sjálfskipaðra snillinga Reykjavíkurveldisins." Páll segir að það sé Ijóst að áhugi íþróttabanda- laganna að komast inn í UMFI sé eingöngu til þess að ná þar völdum og sölsa þar með undir sig þeim peningum sem eru til skiptanna úr lottóinu. „Ég held að ungmenna- Páll Ragnarsson, formaður Umf. Tindastóls, fararstjóri í skoðunarferð á samráðsfundi, á leiðinni yfirum, eins og Skagfirðingar segja stundum. samböndin vilji ekki þessa breytingu. Ég veit ekki af hverju þau telja sig skulda íþróttabandalögunum eitt- hvað. Það er svo margt annað sem er misskipt í íþrótta- og ungmenna- félagshreyfingunni. Ef við berum saman ferðakostnað, kostnað við íþróttaiðkun, möguleika og tækifæri til að leika með úrvalshópum, aðgang að fjármagni svo eitthvað sé nefnd. Þó við fáum eitthvað meira úr lóttósjóðum þá eru það smámunir miðað við annan kostnað og héraðssamböndin þurfa ekki að líta svo á að þau séu að ræna einhverju frá íþróttabandalögunum. Þetta er bara leiðrétting á þeirri skekkju sem fyrir er í hreyfingunni." Páll segir að gagnvart þessari stefnu ISI og íþróttabandalaganna þá eigi ung- mennafélögin hreinlega að setja hnefann í borðið og segja nei takk. Páll segir að þetta séu lög frá Alþingi um lottóskiptinguna og það sé ekkert meira um það að semja við ISI. „Ég skora á forráðamenn héraðs- og ungmennasambanda að standa saman gegn ásókn ISI og IBR um yfirtöku á Ungmennafélagi Islands. Ég held að UMFÍ geti borið höfuðið hátt vegna sinnar starfsemi og tel að dreifbýlið þurfi á henni að halda. Fyrst að Landsmót UMFI er að fara í hönd þá vil ég skora á ungmennafélaga að fjölmenna á Landsmótið og standa saman í fjölbreyttri keppni, og halda heim að loknu móti, ánægðir og glaðir, ákveðnir að vinna að framgangi síns ungmennafélags og sinnar heimabyggðar," segir Páll Ragnars- son formaður Ungmennafélags Tindastóls. 23 SKINFAXI - tímarit um íþróttir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.