Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 30
ÞRASTALUNDUR---------------------------
Ávarp Hafsteins Þorvaldssonar við
vígslu Þrastalundar, 12. júní 2004
Stjórn ungmennafélags íslands,
góðir gestir!
I dag fagnar UMFI mestu fram-
kvæmd í sögu samtakanna frá upp-
hafi, þegar tekin er í notkun Þrasta-
lundur III. Glæsileg bygging og reisu-
leg. Við þessi tímamót verður ekki
Hjá því komist að að rifja upp nokkra
þætti í uppbyggingu Þrastaskógar.
Gjöfin mikla
Athafnamaðurinn Tryggvi Gunnarsson gaf
UMFI Þrasfaskóg á 76. afmælisdegi sínum
18. október 1911. Fyrir þessa rausnarlegur
gjöf var hann gerður að fyrsta
heiðursfélaga UMFÍ. Guðbrandur
Magnússon sem þá var formaður UMFI
hafði á orði að þetta væri stærsta
viðurkenning sem ungmennafélögin hefðu
hlotið.
Guðmundur Davíðsson
Það má með sanni segja að næsti formaður
UMFÍ Guðmundur Davíðsson sem kosinn
var árið 1912, hafi verið réttur maður á
réttum stað á réttum tíma. Guðmundur var
mikill skógræktarmaður og áhugamaður
um landvernd og alls náttúrfars. Hann gaf
líka landsvæðinu nafn, með svofelldum
rökstuðningi: „Þrastaskóg skulum við kalla
hann ungmennafélagsskóginn í Ond-
verðarnesi." Það er líka fróðlegt að rifja upp
hugmyndir Guðmundar frá þessum fyrstu
frumbýlisárum í skóginum og þá möguleika
sem hann taldi blasa við að hægt yrði að
framkvæma í Þrastaskógi í tímans rás. Má
þar nefna húsbyggingu tengda ferða-
þjónustu, skógræktanámskeið, sem hann
raunar stóð fyrir á þeim tíma, bátsferðir til
skemmtunar á Alftavatni, veiði og margt
fleira. Það er líka gaman að geta þess til
fróðleiks, að Guðmundur Davíðsson mun
fyrstur manna hafa vakið athygli á því að
gera Þingvallasvæðið að þjóðgarði og friða
þar jurtir og dýr og að halda þjóðgarðinum
við eins og náttúran vildi frá honum ganga
undir skynsamlegri vernd mannshandar-
innar.
Framkvæmdir mismiklar frá
ári til árs
Framkvæmdir og ræktun í Þrastaskógi hafa
alla tíð verið með nokkrum hléum, en
jafnan hefur þetta starf risið upp á ný og þá
ósjaldan tengt ákveðnum forystumönnum
samtakanna og sérstökum áhuga-
mannahópum. Þá minnist ég þess líka að
hvatningargreinar í málgagni samtakanna
Skinfaxa hafa oft orðið undanfari slíkra
framkvæmdatimabila, sem fylgt hefur verið
eftir með samþykktum sambandsþinga
UMFÍ. Þrastaskógsnefndir hafa verið kosnar
til að fylgja samþykktunum eftir.
Aðalsteinn Sigmundsson
Upp úr 1921 kemur til sögunnar mikill
baráttumaður fyrir málefnum ungmenna-
félagshreyfingarinnar, með Þrastaskóg sem
sitt aðaláhugamál, Aðalsteinn Sigmunds-
son skólastjóri á Eyrabakka. Síðar
skógarvörður í Þrastaskógi 1924-1935,
formaður UMFÍ 1930-1938 og ritstjóri
Skinfaxa 1930 - 1941. Ekki vinnst tími til
þess hér og nú að greina frá öllu því mikla
starfi sem þessi dugmikli forystumaður
lagði samtökunum til í sinni stjórnartíð en
Aðalsteinn Sigmundsson lést af slysförum
um aldur fram 1942. Samtökin hafa reist
honum minnisvarða, hér á landareign sinni
í Þrastaskógi. Minnisvarðinn var gerður af
Ríkharði Jónssyni, þeim mikla listamanni og
stendur fyrir miðjum leikvanginum inni í
skóginum, ofan við Tryggvatré og var af-
hjúpaður 15. september 1957.
Þórður Pálsson
Sumarið 1935 kemur til starfa nýr
skógarvörður í Þrastaskógi, Þórður Pálsson
frá Eyrabakka, aðeins 14 ára gamall. Hann
hafði þá í sex ár verið aðstoðardrengur
Aðalsteins Sigmundssonar við störf í
skóginum og mun síðan hafa meira og
minna gengt þessu starfi til ársins 1973.
Þórður var því umsjónarmaður Þrasta-
skógar meira og minna í 44 ár. Ohætt er
að fullyrða að enginn einstaklingur í 93 ára
sögu skógarins á þar sambærilegan
ræktunarferil að baki enda hlaut Þórður
heiðursviðurkenningu frá Skógræktarfélagi
Islands á sínum tíma, fyrir frábæra verk-
stjórn og skógræktarstörf í Þrastaskógi.
Leikvangurinn
Leikvangurinn í Þrastaskógi á líka sína
sögu. Aðalhvatamaður að gerð hans var
Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins
og kaus hann að kalla svæðið leikvang
fremur en íþróttavöll. Leikvanginn teiknaði
Gísli Halldórsson, arkitekt og fyrrverandi
forseta íþróttasambands Islands. Vinna við
leikvanginn hófst sumarið 1961 og stóð í 9
ár, lauk á haustdögum 1970. Umsjón með
framkvæmdum fyrst í stað hafði Þórður
Pálsson, skógarvörður, en um seinni hluta
framkvæmdanna og lokaáfangann sá
Hafsteinn Þorvaldsson um, fyrrverandi
formaður UMFI og vann hann sömuleiðis
við gerð leikvangsins í nokkur sumur.
Verkstjóri við lokaframkvæmdirnar var
Ólafur Tr. Ólafsson, garðyrkjubóndi að
Stuðlum í Ölfusi. Frá þessum tíma hafa
farið fram ýmsar lagfæringar á
leikvanginum og við hann. Vegur verið
lagfærður að svæðinu og bílastæði aukin.
Hreinlætisaðstöðu komið upp og skýli fyrir
gæslumann. Gangstígar lagðir og merktir
og myndarlegur stígur lagður upp að
minnisvarða Aðalsteins.
UMFÍ - Þátttaka er Iífsstí11
30