Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 28
OPNUN ÞRASTALUNDAR Byggingarnefnd Þrastalundar, verktakar, styrktaraðilar ásamt Hafsteini Þorvaldssyni og Ragnhildi Ingvarsdóttur. Nýr Þrastalundur formlega tekinn í notkun Nýr og glæsilegur Þrastalundur, rúmlega 400 fm. veitingastaður í Þrastaskógi var vígður laugardaginn 12. júní. Húsið kemur í stað eldra húsnæðis, sem var orðið 40 ára. Þrastalundur er í eigu Ungmennafélags íslands. Framkvæmdir við Þrastalund hófust í nóvember sl. þannig að óhætt er að segja að fram- kvæmdir hafi gengið mjög vel fyrir sig. Byggingar- verktakinn TAP á Selfossi hefur annast framkvæmdir auk fjölda undirverktaka. UMFI leigir út reksturinn í Unnar Steinn Bjarndal formaður Ungmennaráðs UMFÍ og Fanný Axels- dóttir. Þrastalundi og í vetur var undirritaður samningur við Snorra Sigurfinnsson veit- ingamann á Selfossi um reksturinn. Hann leigir UMFÍ - Allir með ------------ F.v. Ásdís Helga Bjarnadóttir UMSB, Einar Haraldsson Keflavík, Hringur Hreinsson UMSE, öll í stjórn UMFÍ ásamt Sigurbirni Gunnarssyni fyrrverandi gjaldkera UMFÍ og Markúsi ívarssyni í stjórn HSK. jafnframt Þrastaskóg og af því tilefni var rifjuð upp 6. gr. reglna um Þrastaskóg frá 1933, en þar segir að umsjónarmaður skógarins skuli einnig vera eftirlits- maður Þrastalundar fyrir hönd UMFÍ. Björn Bjarndal Jónsson, formaður Ungmennafélags íslands sagði við vígsluna að í Þrastaskógi hefði blómstrað veitingastarf- semi í áratugi, ekki síst vegna þess hve Þrasta- skógur liggi vel við umferð. Hann benti á að Þrasta- lundur hefði útsýni sem fáir staðir gætu státað af, yfir skóginn og Sogið. „Vatnið, skógurinn, hraunið, fjallið og kyrrðin ásamt mörgu öðru gera Þrastaskóg að unaðsreit fyrir alla þá sem unna náttúru landsins." Sagði Björn að með tilkomu nýja hússins opnuðust ný tækifæri og aðrir möguleikar í starfs- semi í tengslum við útiveru í skóginum, við umhverfis- mál og menningu. Þegar hafi verið opnuð mynd- listasýning í nýja húsinu Björn B. Jónsson formaður UMFÍ. eftir Jón Inga Sigur- mundsson, sem mun standa yfir næstu vikur. Hann sagði að uppbygg- ingin muni skila nýjum áherslum í starfi UMFÍ og verða öllum Ungmenna- félögum hvatning. Böðvar Pálsson sveitarstjórnarmaður í Grímsnes- og Grafningshreppi og Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. 28

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.