Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 24
LANDSMÓT UMFÍ
Ungmennasamband Skagafjarð-
ar er mótshaldari 24. Landsmóts
UMFÍ. Undirbúningur fyrir Lands-
mótið hefur nú varað á þriðja ár
hjó Skagf irðingum. Um 170
milljónum hefur verið varið til
uppbygginga íþróttamannvirkja
á Sauðárkróki. Um 200 manns
sitja í ýmsum undirbúnings-
nefndum fyrir landsmót og
áætlað er að 300 manns starfi í
sjálfboðavinnu við Landsmótið á
Sauðárkróki. Haraldur Þór
Jóhannsson, formaður Ung-
mennasambands Skagafjarðar,
situr bæði í Landsmótsnefnd og
Unglingalandsmótsnefnd sem
hefur yfirumsjón með undir-
búningi og framkvæmd mót-
anna.
„Hér í Skagafirði er öflugt grasrótar-
starf. Hér er mjög virkt foreldrastarf
og það er það sem leggur grunninn
að fjölbreyttu starfi Ungmennasam-
bands Skagafjarðar. Eg hef löngum
sagt það að öflugt unglingastarf
hefur borið uppi meistaraflokks-
starfið í hinum ýmsu keppnis-
greinum," segir Haraldur Þór.
„íþróttir eru og eiga að vera fyrir
alla. Maður þarf ekki að vera afreks-
maður til að stunda íþróttir en
auðvitað koma þeir alltaf upp úr
hópnum. Eg tel að það mætti leggja
meiri áherslu á almenningsíþróttir í
starfinu. í raun má skipta starfi
ungmenna- og héraðssambanda í
tvennt, afreksíþróttir og almennings-
íþróttir. Við hjá UMSS reynum að
sinna báðum þessum þáttum, en þó
ekki síður almenningsíþróttum og
breiðri þátttöku almennings.
Sérstaða landsmótanna er sú hvað
mótið höfðar til breiðs hóps með
þátttöku bæði áhugamanna og
afreksmanna."
Haraldur segir að nú síðustu vikur
og daga fyrir Landsmót sé vissulega í
mörg horn að líta. „Undirbúningur
fyrir svona stóra viðburði er viða-
mikill og má nefna atriði eins og
aðstöðu, dagskrá, afþreyingu og
skemmtun, verslun og þjónustu,
kynningu, löggæslu, fjáröflun,
Landsmót höföar bæði til
almennings og afreksíþróttamanna
niðurröðun keppnisgreina, heima-
síðu, og margt fleira. Við teljum að
þessi mál séu í góðum farvegi nú
skömmu fyrir mót og í raun er okkur
ekkert að vanbúnaði og erum bara
að telja niður dagana í mótið," segir
Haraldur Þór. „Fjárhagsáætlun
mótanna hljóðar upp á tæpar sextíu
milljónir og erum við nokkuð
vongóðir að við náum endum
saman. Þá hefur mikið fjármagn
verið sett í uppbyggingu
íþróttamannvirkja og erum við
Skagfirðingar mjög stoltir af einni
bestu íþróttaaðstöðu sem finna má á
landinu í dag."
Segja má að í raun sé búið að
byggja nýjan íþróttaleikvang, á
Sauðárkróki. Skipt hefur verið um
gras á knattspyrnuvöllum, bæði
keppnisvelli og æfingasvæði, lagðar
hlaupabrautir af bestu gerð
umhverfis grasvöllinn, áhorfenda-
aðstaða endurskipulögð, áhalda-
geymslur byggðar inn í áhorfenda-
aðstöðuna og svæðið í heild snyrt og
lagfært. „Króksvöllur er í dag mjög
svipmikill og fallegur íþróttaleik-
vangur, með frábærri aðstöðu fyrir
íþróttamenn. UMSS hefur löngum
átt marga af bestu frjáIsíþrótta-
mönnum landsins og má þar t.d.
nefna Sunnu Gestsdóttur, Jón Arnar
Magnússon og þá bræður Svein og
Björn Margeirssyni. „Við teljum að í
dag eigum við ekki bara marga mjög
góða íþróttamenn heldur er nú hér á
Sauðárkróki ein besta aðstaða til
frjálsíþróttaiðkunar sem finna má í
Evrópu," segir Haraldur Þór.
„Þegar sem mestu vandræðin voru
í undirbúningi fyrir Olympíuleikana í
Aþenu, vorum við að spá í að hringja
í þá og bjóða þeim að halda
Ólympíuleikana í Skagafirði. Við
teljum að þessi góða aðstaða og
Landsmótið virki mjög hvetjandi á
félög og almenning og fleiri muni í
framhaldinu stunda íþróttir hér í
Skagafirði."
UMFI - Þátttaka er lífsstíll
24