Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.2004, Blaðsíða 8
GONGUM UM ISLAND Helgi Arngrímsson, göngufrömuður, starfsmaður Göngum um ísland, hefur á undanförnum fveimur árum safnað saman gönguleiðum í verkefnið. í vor hefur Helgi unnið að því að merkja allar 300 gönguleiðirnar í verkefninu. Göngum um ísland, lands- verkefni UMFÍ, er nú hafið þriðja sumarið í röð. Óhætt er að segja að verkefnið hafi hlotið góðar viðtökur á meðal landsmanna. Leiðabækur UMFÍ, hafa runnið út, tólf þúsund manns hafa skráð nöfn sín í gestabækur á fjöllum og vefur verkefnisins www.ganga.is, stefnir í að njóta mikilla vinsælda. Jóhann Tryggvason, formaður Ung- menna- og íþróttasambands Austurlands, er formaður verk- efnisstjórnar Göngum um ísland. „Markmiðið með Göngum um Island er að hvetja landsmenn til gönguferða í náttúru landsins og stuðla þannig að útivist, líkamsrækt og aukinni samveru fjölskyldu og vina," segir Jóhann. Verkefnið Göngum um Island hófst árið 2002. Unnið var að því að safna saman gönguleiðum um land allt en skilyrði fyrir inntöku gönguleiða í verkefnið var að þær væru stuttar, aðgengi- Göngum legar og í alfaraleið, þannig að það væri auðvelt fyrir almenning, að stoppa á ferð sinni um landið og fara í stutta gönguferð. Jóhann segir að Leiðabók UMFÍ, með upplýsingum um þessar gönguleiðir hafi notið mikilla vinsælda. „Fyrsta árið var bókin gefin út í 20.000 eintökum en kláraðist á nokkrum vikum. í fyrra var upplagið stækkað í 45.000 og þegar leið á sumarið var upplagið uppurið." Leiðabókinni er dreift ókeypis um land allt og fæst á upplýsingamiðstöðvum, sundlaug- um, íþróttahúsum og bensínstöðvum ESSO. Leiðabókin í ár er prentuð í 45.000 eintökum og má finna ýmsar nýjungar í henni. Til dæmis er að finna upplýsingar um fugla og skyndihjálp auk allra gönguleiðanna. „Þá verður í sumar efnt til Ijóðasam- keppni í tengslum við verkefnið sem og teiknimyndasamkeppni, en það hefur verið mikið um það að um Island Jóhann Tryggvason, formaður verkefnisstjórnar Göngum um ísiand. göngumenn hafi skrifað Ijóð eða teiknað myndir þegar þeir hafa verið komnir á toppinn." í haust verða síðan valin áhugaverðustu Ijóðin og myndirnar. Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun er ganga önnur vinsælasta afþreying landsmanna, næst á eftir því að fara í sund. Jóhann segir að í raun sé hægt að líta á gönguferðir, ekki síður sem íþrótt en afþreyingu og því megi jafnvel segja að ganga sé vinsælasta íþrótt landsmanna. „Miðað við þær undirtektir sem verkefnið hefur fengið, þá má áætla að það séu rúmlega 100.000 manns á landinu sem stundi göngu sér til heilsubótar." Jóhann segir að verkefnið Göngum um ísland sé í raun þríþætt. Annars vegar Göngum um Island þar sem verið er að hvetja almenning í stuttar gönguferðir og hins vegar Fjölskyldan á fjallið þar sem verið er að hvetja fólk í fjallgöngu og loks www.ganga.is sem er vefur verkefn- isins. Jóhann segir að í heildina sé þetta verkefni uppá tæpar sjö milljónir króna sem UMFÍ standi straum af. „Við höfum leitað til aðila um samstarf og stuðning og hefur það gengið vel. Það verður þó eitthvað sem stendur út af borðinu, aðallega kostnaður vegna ganga.is, en við erum vongóðir um, í Ijósi vinsælda vefsins að við náum að selja auglýsingar á hann," segir Jóhann Tryggvason formaður verk- efnisstjórnar Göngum um ísland. UMFÍ - Ræktun lýðs og lands 8

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.