Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2004, Side 3

Skinfaxi - 01.08.2004, Side 3
SKINFAXI Slakur árangur eða óraunhæfar kröfur? Óhætt er aS segja aS sumariS 2004 hafi veriS sannkallaS íþróttasumar. Hver stórviS- burSurinn rak annan. Ólympíuleikarnir voru án efa hátíS sumarsins enda stórkostlegur íþrótta - og menningarviSburSur. ViS Islendingar áttum keppendur í nokkrum greinum og náSum frábærum eSa góSum árangri í þeim flestum. Kröfurnar til okkar fólks eru reyndar eins og svo oft of miklar. Vonir okkar um gull, eSa verSlaunasæti er fallegur og kannski rómantískur draum- ur, en eins og margir draumar, ekki mjög raunhæfur. ÞaS var ekki hægt aS ætlast til þess aS hand- boltalandsliSiS stigi á verSlaunapall. Til þess hefSi liSiS þurft aS leika undan mjög sterkum vindi í báS- um hálfleikum og slíkt gerist mjög sjaldan, aS minnsta kosti ekki innanhúss. Niunda sætiS, vissu- lega vonbrigSi, en miSaS viS allar forsendur ágætur árangur. MarkmiS fyrir keppnina um aS komast á pall gerSi (doS hins vegar aS verkum aS allir voru von- sviknir meS árangurinn eftir leikana. Jón Arnar, einn okkar besti íþróttamaSur um langt skeiS og frábær drengur, gerSi sitt besta en var óheppinn meS meiSsli. SíSan sitjum viS heima og horfum á, sjálfskipaSir sérfræSingar og gagnrýnum. Og í flestum tilfellum ekki líkleg til stórafreka, nema kannski aS stýra fjarstýringunni af mikilli snilld. En ekki vantar blekiS í pennann þeg- ar kemur aS því aS gagnrýna. Og stundum geist fram á ritvöllinn á harSastökki, þegar rólegt tölt ætti betur viS. Svo þannig mætti halda áfram aS telja, allt okkar fremsta íþróttafólk sem án efa gerSi sitt besta. Þórey Edda kom, sá og sigraSi og náSi frábærum árangri og fyllti landann af stolti, og von- andi heldur hún áfram aS bæta sig. Til þess verSum viS aS búa henni og okkar besta afreksfólki sambærilegar aSstæSur og keppinautar þeirra búa viS. Þar eigum viS enn langt í land. Örn Arnason Evrópu- meistari í sundi og kannski, ef hann hefSi gengiS heill til skógar, okkar helsta von um verSlaunasæti, mætti hálfur maSur til leiks eftir langvarandi meiSsli á öxl. Fyrir vikiS þurfti hann aS sitja undir ótrúlegum ásök- unum. Líklegast er aS þær stafi af öfund eSa vanþekkingu. Okkar fremstu íþróttamenn eiga betra skiliS en slík skrif, þegar þeir ganga í gegnum erf- iS meiSsli. Knattspyrnyfor- ustan vann stórsigur þegar Laugardals- völlur var troSfylltur og nýtt vallarmet slegiS á leik gegn Italíu. Stemningin fyllti okkar menn af krafti og þeir unnu frábæran sigur á stjörnum prýddu liSi Itala. Þetta getum viS á góSum degi, þegar allt gengur upp. En þessi sigur fleytir okkur ekki í úrslit á HM sem alla knattspyrnuáhuga- menn dreymir um. Iskaldur raunveru- leikinn er aS okkar bíSur næstneSsta sætiS i riSlinum. Allt umfram þaS yrSi góSur árangur. ÞaS væri ágæt tilbreyting aS ganga einu sinni til leiks án þess aS viS séum búin aS reikna okkur í úrslit. Senni- lega myndi þaS skila okkur betri árangri ef viS settum okkur raunhæfari markmiS. Alla- vega meiri ánægju og ekki eins þjakaSri þjóSarsál. Landsmótssumar skipaSi stóran sess í starfi ungmennafélaga og héraSssam- banda. UMSS og SkagfirSingar stóSu í stafni sem mótshaldarar og fengu mikinn byr og sigldu til hafnar sem hetjur. Lands- mótiS tókst frábærlega, framkvæmdin, aSsóknin og umfjöllunin og stimplaSi Lands- mótin sterkt inn í þjóSarsálina. Unglinga- landsmótiS hélt áfram sigurgöngu sinni og var gestum og keppendum til mikils sóma þessa mestu stuShelgi landsins. Frábær aS- sókn og keppendur og gestir til fyrirmyndar. Skinfaxi er aS þessu sinni forvarnarblaS. Þar fjalla Þórey Edda, Birkir Kristinsson og Jón Jósep til dæmis um hreyfingu, matar- æSi, þátttöku i íþróttum, áfengi, tóbak og einelti. Auk þess er fjallaS um Ungmenna- og tómstundabúSir UMFI aS Laugum, bar- áttuna gegn kynferSislegri misnoktun á bör- num og ýmsa möguleika í fræSslustarfi. Skinfaxa er dreift til allra nemenda í 8. bekk í landinu og auk þess í hefSbunda dreifingu og áskrift í 6000 eintökum. I næsta tölublaSi fjöllum viS enn frekar um starf ungmenna- félaga og héraSssambanda og því fjöl- breytta starfi sem þau standa fyrir. Páll GuSmundsson Ritstjóri: Páll GuSmundsson. Texti og viðtöl: Páll GuSmundsson. Ljósmyndir: Sigurjón Ragnar, Páll GuSmundsson og Óli Arnar Brynjarsson. Hönnun og umbrot: Örn GuSnason. Abyrgöarmabur: Björn. B. Jónsson, formaöur UMFI. Auglýsingar: ÞjónustumiSstöS UMFI - MarkaSsmenn. Prófarkalestur: Sigurlaug Asta Sigvaldadóttir og Þóra Kristinsdóttir. Prentun: Prentmet. Pökkun: As vinnustofa. Ritstjórn: Anna R. Möller, Sigurlaug Ragnarsdóttir, Birgir Gunnlaugsson, Ester Jónsdóttir. Þjónustumiðstöð UMFÍ Skrifstofa Skinfaxa Fellsmúla 26, 108 Reykjavík sími: 568 2929 netfang: palli@umfi.is heimasíSa: www.umfi.is Framkvæmdastjóri UMFÍ: Sæmundur Runólfsson. 3 SKINFAXI - tímarit um íþróttir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.