Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2004, Side 6

Skinfaxi - 01.08.2004, Side 6
BIRKIR KRISTINSSON Birkir Kristinsson markvör&ur ÍBV og landsliðsmarkvörður til margra ára náði þeim merka áfanga í sumar að leika sinn 300. leik í efstu deild. Arangurinn var enn merkilegri því Birkir er búinn að halda markinu hreinu í 103 leikj- um. Birkir sem er uppalinn með yngri flokkum ÍBV lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki með Einherja á Vopnafirði 1983 og var fljótlega talinn í hópi bestu markvarða landsins og hefur verið það í 20 ár. Birkir starfar sem ráðgjafi hjá Islandsbanka, en slagorð bankans er einmitt með allt á hreinu. Það er því eðlilegt að við byrjum á þvi að spyrja Birki hvort hann sé með allt á hreinu? „Já ég er með allt á hreinu í bankanum og fjármálunum, og í boltanum er ég oftast meS allt á hreinu þó svo að það hafi komið fyrir að eitt og eitt skot hafi lekið inn." Færðu borgað hjá Islandsbanka fyrir að vera með allt á hreinu? „Eg fæ borgað frá Islandsbanka fyrir að halda hreinu hjá kúnnanum." Er Ragga búin að skora hjá þér? „Ég hef reyndar aldrei staðið í markinu á móti henni en ef það myndi gerast myndi ég örug- glega kikna í hnjánum," segir Birkir og brosir. Birkir Kristinsson byrjaði ungur að æfa íþróttir og æfði meðal annars fótbolta, handbolta og sund. Atján ára sneri hann sér alfarið að fót- bolta og er búinn að leika með meistaraflokki síðan 1983. Hvað finnst honum hafa breyst í boltanum. „Tímabilið er alltaf að lengjast. Áður fyrr byrj- uðu menn i janúar - febrúar en nú eru þetta að verða 10-11 mánuðir sem fara í tímabilið. Þetta er ansi langt tímabil miðað við að við erum áhugamenn og auðvitað vildi maður hafa keppnistímabilið lengra og undirbúnings- tímabilið styttra en aðstæður hafa ekki leyft það." Flug eða Herjólfur Eyjamenn eru sennilega það lið á íslandi sem þarf að ferðast mest í íslenskum fótbolta. Hvernig er þessum ferðum háttum hjá IBV? „Yfirleitt fljúgum við í leiki og þá beint til Reykjavíkur, en einnig kemur það fyrir að við fljúgum á Bakka og þurfum þá að keyra það- an. Það kemur líka fyrir að það sé ófært að flúgja og þá þurfum við að taka Herjólf, þannig að það kemur fyrir að við erum að eyða heilum sólarhring í einn leik." Me& allt Vilji og meófæddir hæfileikar Birkir er þekktur fyrir að leggja hart að sér við æfingar og mæta manna best á æfingar. Hvað telur hann að íþróttamaður þurfi að hafa til að bera til að ná í fremstu röð? „Hann þarf að hafa einbeittan vilja til að vera i fremstu röð. Vera tilbúinn að að leggja mikið á sig og fórna ýmsu til að ná árangri. Oft hafa íþróttamenn líka ákveðna meðfædda hæfileika en það er þó ekki alltaf trygging fyrir því að ná langt. Ég hef til dæmis alltaf þurft að leggja hart að mér og haft mikið fyrir því að reyna að ná árangri. Það hefur hjálpað mér mikið að vera í líkamlegu góðu formi en til þess hefur maður þurft að leggja hart að sér við æfingar," segir Birkir. En telur hann að allt streðið sem hann hefur lagt á sig hafi verið þess virði? „Engin spurning. Iþróttir hafa verið hluti af mínu lífi og gefið mér mikið. Bæði þessi tengsl hér á landi og erlendis og allur félags- skapurinn sem maður hefur notið ásamt öllu því góða fólki sem maður hefur kynnst í gegn- um bolfann. Þá finnst mér að þátttaka í íþrótt- um komi fólki til góða í vinnu sem og einnig í fjölskyldustarfi. Maður lærir að skipuleggja sig vel og það byggist upp metnaður til að ná árangri jafnt í starfi sem íþróttum. Ég hef fund- ið það að íþróttamenn sem hafa lagt mikið á sig við þjálfun, gera það einnig í vinnu og þeir hafa metnað fyrir hönd síns fyrirtækis." á hreinu Íþróttir góóur kostur Birkir segir að hvað varði börn og unglinga þá séu íþróttir góður kostur. „Það er svo margt sem maður lærir í gegnum íþróttirnar eins og aga og skipulagningu og heilbrigt líferni. Ég valdi íþróttir frekar en að vera á göturölti og í partíum. Þegar maður veit af krökkum í íþrótt- um þá líður manni vel því þá eru minni líkur að þau lendi í einhverju rugli og eins er sannað að þau standa sig betur í námi, auk þess sem þau eignast góða félaga í gegnum íþróttirnar." 1000 leikir Eftir 22 tímabil í meistarflokki, rúmlega 300 leiki í efstu deild og sennilega hátt í 1000 leiki ef allt er talið spyrjum við Birki hvað það er sem hafi knúið hann áfram allan þennan tíma? „Ákveðinn metnaður til að ná árangri. Maður vill oftast gera betur þannig að þetta er ein- hver fullkomnunarárátta. Þegar maður hefur kynnst því að vinna titla þá vill maður vinna fleiri og þegar maður er í þokkalegu líkamlegu formi þá vill maður ekki hætta. Ef ég hætti í fótbolta þá sný ég mér örugglega að einhverri annari íþrótt, hvort sem það verður golf eða glíma því ekki get ég hugsað mér að leggjast bara upp í sófa á besta aldri. Það hafa komið tímar þegar manni finnst hlutirnir engan veg- inn ganga og þá hefur það hvarflað að manni að hætta en þá hefur maður aldrei talið það UMFÍ - Þátttaka er lífsstíll 6

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.