Skinfaxi - 01.08.2004, Side 13
JÓNSI - í SVÖRTUM FÖTUM
það sem ég er aö fara aS gera. Mér finnst
mjög gott aö taka með mér nesti fyrir daginn,
t.d. ávexti, jógúrt, eða lasagna frá kvöldinu
áður. Þetta er líka bara ódýrt, og heimilismatur
er þannig bæði ódýr og góður kostur. Jónsi
segist í raun og veru eiga erfitt með að halda
sér i réttri þyngd. Það sé vandamál sem hann
þurfi að hugsa um á hverjum degi. Eitt sinn
hafi hann misst sex kiló yfir eina helgi og eftir
það hafi sérfræðingar ráðlagt honum að
hugsa vel um mataræðið. „Ég borða til að lifa,
en ég lifi ekki fyrir það að borða," segir Jónsi.
„Satt að segja finnst mér ekki gott að borða
jafn mikið og ég þarf en ég geri það af því að
ég þarf á þessari orku að halda.
Regluleg hreyfing mikilvæg
Jónsi segir að allir þurfi að hugsa um heilsuna
og þar sé í raun bara tvennt sem þurfi að
hugsa um. Það er borða hollan og góðan mat
og hreyfa sig reglulega. Ekkert flóknara en
það. „Eg er í ræktinni hér í World Class í Laug-
um þar sem ég er að lyfta eftir prógrammi frá
Arnari Grant og eins reyni ég að teygja mikið.
um með fjölskyldunni en annars sé hann nokk-
uð spenntur fyrir hönnun af öllu tagi, annars
eigi tónlistin hug hans allan.
Offituvandamál á íslandi
Hvað finnst Jónsa um offituvandamálið sem
sífellt er að stækka í hinum vestræna heimi,
meðal annars á Islandi?
„Ja, það er ekkert bara offita sem er vanda-
mál. Það er fyrst og fremst það að fólk hugsar
ekkert út í mataræði og hreyfir sig of lítið. Feit-
ara fólk í góðu formi er i miklu betri málum en
grannt fólk sem hreyfir sig ekkert og borðar
óhollan mat. En það er samt einhvern veginn
eins og meðalvegurinn sé að hverfa. Annað-
hvort er fólk í því að reikna út hvað það má
borða mikið af þessu og hinu eða það sekkur
sér í sukk. Eg finn mikið til með fólki sem á við
þessi vandamál að stríða. Eg held að fólk sé
að kaupa of mikið af tilbúnu fæði sem er
reyndar ekkert skrítið, það eru allir að flýta sér,
en það er svo miklu auðveldara að nálgast
virkilega óhollan skyndibitamat heldur en holl-
an. Það er líka alveg skiljanlegt að fólk gleymi
og setja mér markmið og strax á öðrum eða
þriðja degi vaknaði ég allt annar maður, alveg
eldhress og að drepast úr strengjum," segir
Jónsi og hlær.
Á móti reykingum...
„Eg reyki ekki. Mér finnst vond lykt af fólki sem
reykir og ég reyki ekki vegna þess að ég veit
að þá á ég eftir að lifa verra lífi. Svo veit ég að
ég verð ógeðslega krumpinn í framan ef ég
reyki og hárið á mér verður ógeðslegt og þá
nennir enginn að horfa á mig skemmta, fyrir
utan að ég get ekki sungið ef ég myndi
reykja," segir Jónsi og grettir sig allan í fram-
an á meðan hann talar um reykingar og hefur
greinilega sterkar skoðanir á tóbaksnotkun.
...og áfengi líka
„Afengi er mjög vandmeðfarið og viðsjárvert
að umgangast áfengi og sjálfur er ég mjög
hófsamur á notkun þess. Eg til dæmis missi
alltaf röddina ef ég fæ mér í glas. Afengi á að
umgangast með varúð og nota sem gleðigjafa
sérstaklega í tengslum við matargerð og
bragðskin í raunverulegum skilningi þess orðs.
Ahrifunum af áfengi sækist ég ekki eftir og er
ekki spenntur fyrir þeim."
Einelti aumingjaskapur
„Einelti er aumingjaskapur þeirra sem leggja
aðra i einelti. Þeir sjá ekki fegurðina, húmorinn
eða karakter þeirra sem þeir eru að leggja í
einelti. Eg held að það sé ágæt lækning fyrir
þá sem leggja aðra í einelti sé að hafa meiri
húmor fyrir sjálfum sér. Eg hef sefið beggja
megin borðsins og veit hvað þetta er ömurlegur
leikur. Það skiptir miklu máli að missa aldrei
trúna á eigið ágæti og láta ekki einelti koma í
veg fyrir að maður geti verið hress."
Popparinn hefur ekki veriS
hræddur við aS rífa sig úr aS
ofan á sviSinu, enda í
góSu formi.
lifi ekki til að borða...
Síðan er ég í þriggja tíma brennslu þegar ég
er að skemmta á böllum og 2 tíma brennslu
þegar ég er að leika i söngleikjum. Og það
getur verið frá 2 - 8 sinnum í viku sem ég er í
svona brennslu þannig að það eitt og sér er
mjög mikil hreyfing. Fyrir rúmu ári síðan var
ég 11 kg léttari en ég er í dag. Þá vorum við
að setja upp Grease og ég var ansi teygður og
tættur. Það liggur i augum uppi að ég þarf að
eyða miklum tima og orku i að byggja mig
upp en þetta sýndi mér lika að það þarf ekki
nema smá vinnu og hugarfarsbreytingu og þá
sér maður strax ótrúlegan mun.
Hvað varðar önnur áhugamál en tónlist þá
segir Jónsi að honum líði langbest í rólegheit-
kjarna málsins, borða nóg af ávexfum og
grænmeti, hollan mat og hreyfa sig. Þetta er
eitthvað sem vill gleymast enda kostar það
skipulagningu og smá tíma. En það verða allir
að hreyfa sig og borða sæmilega holla fæðu,
annars lenda menn bara í vandræðum. Svo
eru margir sem halda að það sé leiðinlegt að
hreyfa sig, og ég var einn af þeim, en það er
það bara alls ekki. Þetta eru hlutir sem fara að
gefa eitthvað um leið og maður byrjar. Eg hef
til dæmis verið „hamborgara og franskar
strákur" daginn út og daginn inn og veit hver
munurinn er. Þá gekk mér verr í skóla, var
slappur og sljór og fattaði ekki gildi góðrar
hreyfingar. Það var síðan fyrir fæpum tveimur
árum að ég fór að æfa með skipulögðum hætti
Söngleikur, plata og kirtlataka
„Það sem er framundan hjá mér er að frum-
sýna söngleikinn „Með næstum allt á hreinu",
leggja lokahönd á Svörtufataplötu sem kemur
út í nóvember, fara í stutta ferð með konunni
minni til Danmerkur, spila lög og árita þegar
platan kemur út, halda gleðileg jól með fjöl-
skyldunni, fara í kirtlatöku i janúar, koma í
Laugar og æfa 5 sinnum í viku og eyða tíma
með Svarta liðinu. Svo vona ég bara að fólk
líti á björtu hliðarnar i lífinu, það er bara svo
miklu skemmfilegra. Svo mæli ég með þvi að
fólk noti tannþráð og fari i háskóla," sagði Jón
Jósep að lokum, fullkomlega klár í átök dags-
ins.
13
SKINFAXI - timarit um menningu