Skinfaxi - 01.08.2004, Qupperneq 14
ÞÓREY EDDA
Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkv-
ari, vann sig inn i hug og hjörtu
islendinga þegar hún nóði fróbærum
órangri ó Olympiuleikunum i Aþenu
þar sem hún hafnaði i 5. sæti i stang-
arstökkskeppninni. Sumir segja að
hún hafi bjargað Olympiuleikunum
fyrir landann þegar stoltir íslending-
ar sótu spenntir og fylgdust með.
Þórey Edda er búin að vera i hópi
okkar allra fremstu íþróttamanna
um nokkurra óra skeið. Árangur
hennar ó Olympiuleikunum staðfesti
að hún er i hópi bestu stangarstökk-
vara i heimi. Þórey Edda byrjaði ung
að æfa iþróttir og mó segja að íþrót-
tir hafi spilað stórt hlutverk i hennar
lifi allar götur siðan.
Hvernig var á Olympíuleikunum?
- Alveg æðislegt, þetta er upplifun sem engan
veginn er hægt að lýsa.
Hvernig fannst þér keppnin í stöng-
inni þróast, varstu spennt á meban
keppni stóð eða fyrir keppnina,
ánægb meb árangurinn?
- Keppnin þróaðist í raun ó þann hótt sem ég
bjóst við. Að sjólfsögðu var ég spennt bæði
fyrir og í keppnini sjólfri. Að keppa í úrslitum
Besti árangur á ferlinum
á Ólympíuleikum er tækifæri sem gefst ekki oft,
jafnvel aldrei aftur. Að þessu sinni átti ég svar
við spennunni og gat með góðu sjálfstrausti
farið á mínar stærstu stangir. A svona stórmóti
streymir adrenalínið út í líkamann og gefur
manni auka kraft og þar með nær maður meiri
hraða og fær meira út úr stöngunum. Eg er
mjög ánægð með árangurinn og vann marga
persónulega sigra.
Þórey Edda er með heimasiðu,
www.thorey.net, þar sem hún er
mjög dugleg að blogga. Strax að
lokinni stangarstökkskeppninni skrif-
aði hún á heimasíðuna:
„Ég var ótrúlega „róleg" allan daginn. Alla-
vega í rólegri kantinum. Upphitunin gekk líka
vel og svo fór ég 4,20 í fyrstu tilraun. Ég lenti
svo í smá vandræðum á 4,40 en stangirnar
urðu svo mjúkar en það reddadist í þriðju
tilraun. I 4,55 fór ég á stöng sem ég hef aldrei
ráðið við áður, en hún var að bogna ansi vel.
Einnig var gripið það hæsta eða í 4,40. Ég fór
yfir í annarri tilraun og tryggði mér 5. sætið.
Ég tók svo tvö stökk á 4,65 en í því fyrra ætlaði
ég að vinna svo vel aftur á bak og upp í loftið
að ég gleymdi að fara inn í hana fyrst og lenti
því í stokknum. I þriðju tilraun ákvað ég að
reyna við 4,70 sem hefði gefið mér þriðja
sætið. Það tókst ekki en ég var samt mjög
ánægð með mína 4,55 og 5. sætiil!!!
Besti árangur Þóreyjar Eddu á ferlinum var
staðreynd og mikil bæting frá Ólympíuleikun-
um í Sydney þar sem hún stökk 4 metra og
endaði í 22. sæti. Þórey segir að hún hafi
fengið mikla reynslu á stórmótum í gegnum ár-
in og það hafi hjálpað henni mikið á Olympíu-
leikunum, sérstaklega í 3. tilraununum, þegar
allt var undir.
„Einnig að vita af þessum stuðningi að
heiman, hann var hreint ótrílegur. Ég er búin
að fá hátt í 150 email í gegnum þessa síðu og
þið vitið ekki hversu mikla þýðingu það hefur
fyrir mig. Ég skulda ykkur öllum stórf TAKK!!!!
Ég ætla svo að setjast niður og skoða þau
betur en nú er klukkan orðin 03:30 um nótt
(kom af vellinum fyrir 2 tímum og fór beint i
mat og svo í tölvuna). Kannski ég reyni að
leggjast á koddann minn og sofna með bros á
vor.)" (Skrifað að kvöldi keppnidags í úrslitum
í stönginni.)
Hvernig fannst þér Aþena?
- Aþena finnst mér vera mjög skemmtileg
borg. Það var mjög gaman að taka þátt í
Ólympíuleikum í þeirri borg þar sem þeir voru
fyrst haldnir. Borgin á sér langa sögu á íþrótta-
sviðinu og maður upplifði söguna og menn-
inguna mjög sterkt. Ég gekk að Akrapolis en
þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina. Mað-
ur sér gamla íþróttaleikvanga og aðrar mjög
fornar minjar. Veðrið var að sjálfsögðu mjög
gott en hitinn var ekkert að pirra mig. Mér
líður svo ótrúlega vel í hita. Annars var ég ekki
mikið úti við nema á keppninni sjálfri og hún
fór fram um kvöld þegar hitastigið var fullkom-
ið. Herbergin voru loftkæld svo mér varð sjal-
dan of heitt. Grikkir eru eflaust mjög fínt fólk
en ég kynntisf þó ekki mörgum. Ég varð vör við
örlítið skipulagsleysi en Grikkirnir virtust ekki
sjá ástæðu yfir því að stressa sig á einhverjum
smáhlutum. Mér fannst leikarnir þó fara mjög
vel fram og heppnast vel í alla staði.
Hvab ertu búin ab vera lengi í
stönginni?
Ég byrjaði að æfa stöngina haustið '96 en þá
um vorið hafði ég endað minn 10 ára fim-
leikaferil. Fyrsta árið mitt í stönginni tók ég í
UMFÍ - Þátttaka er lífsstíll
14