Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 28
Guðlaugur Jónsson UMFT
Ásgeir Sveinsson UMFB
Varastjórn:
Anna St. Einarsdóttir IH
Halldór Leifson GP
Viðar Ástvaldsson GBB
Guðný Sigurðardóttur IFB, fráfarandi formanni og IngibjörguValgeirs-
dóttur fráfarandi gjaldkera IH vou þökkuð vel unnin störf.
Búið er að ráða framkvæmdastjóra f/rir sumarið, Danfel Simon
Galvez.
Vel heppnað ársþing hjá UDN
Ársþing UDN var haldið í apríl, ágætismæting var og
gekk þingið mjög vel. Mikið var rætt um lög og reglur
sambandsins og nokkrar tillögur samþykktar sem
varða breytingar á þeim. Einnig var samþykkt að vinna
í því að sameina öll getraunanúmer aðildarfélaga í eitt.
Stjórn UDN er þannig skipuð: Einar Jón Geirsson formaður, Guðrún
jóhannsdóttir ritari og ný inn í stjórn kom Guðrún Guðmundsdóttir
gjaldkeri. Jóhanni Pálmasyni í Hlíð, formanni Glímufélags Dalamanna, var
veitt starfsmerki UMFI.Jóhann hefur árum saman verið drifkrafturinn á
bak við glímuáhugann á sambandssvæðinu og á hann heiður skilið fyrir
framtak sitt í þeim efnum.
Guðjóni Þorsteinssyni veitt starfsmerki UMFÍ
Guðjóni M. Þorsteinssyni, fýrrum formanni Körfu-
knattleiksfélags Isafjarðar var veitt starfsmerki
Ungmennafélags Islands fyrir gott starf í þágu
íþrótta-, uppeldis- og forvarnamála á þingi Hér-
aðssambandsVestfirðinga. Þá fékk Björn Helgason, iþrótta- og æskulýðs-
fulltrúi Isafjarðarbæjan gullmerki HSV fyrir ómetanlegt starf í þágu íþrótta
á Isafirði. Þingið, sem haldið var á Hótel ísafirði, þótti takast vel.
Þar flutti Einar Haraldsson frá Iþrótta- og ungmennafélagi Keflavikur
erindi um rekstur deildaskipts iþróttafélags og sameiningu íþróttafélaga.
Keflvíkingar hafa góða reynslu af sameiningu íþróttafélaga og mikill áhugi
er fyrir slíku meðal stærstu íþróttafélaganna á ísafirði.
Töluvert vartekist á um stefnumótandi tillögur stjórnar HSV en þær
voru þó samþykktar á þinginu. Hermann Níelsson gekk úr stjórn enda
tekinn við formennsku i' Knattspyrnufélaginu Herði en Jón Páll Hreinsson
kom í hans stað.
Héraðsþing USVH haldið í Ásbyrgi
í byrjun aprfl var 64. héraðsþing USVH haldið í félagsheimil-
inu Ásbyrgi. Að þessu sinni var það Umf. Grettir sem sá um
þingið. Góð mæting var hjá fulltrúum félaganna en þó vantaði
alveg fulltrúa frá einu þeirra.Að venju komu gestirfrá UMFÍ
og ISI og sögðu þeir frá starfsemi samtaka sinna. Þeir sátu allt
þingið og fengu þannig góða mynd af starfsemi USVH.
Tveir félagar fengu starfsmerki UMFÍ og einn silfurpening ÍSÍ.Aðal-
heiður Böðvarsdóttir og Björn Ingi Þorgrímsson fengu viðurkenningu
UMFI og Gunnar Sveinsson, framkvæmdastjóri USVH, fékk viðurkenn-
ingu ISI.
Varaformaður og gjaldkeri voru endurkjörin í aðalstjórn USVH. í
varastjórn voru kjörin Aðalheiður Böðvarsdóttin Sigrún Þórðardóttir og
Þorleifur Karl Eggertsson. Okkar frábæru skoðunarmenn voru einnig
endurkjörnir Félagskonur í Umf. Gretti sáu um veitingar sem hefðu sómt
sér í hvaða veislu sem væri.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands
Árni endurkjörinn formaður UMSE
I Ársþing UMSE var haldið að Rimum þann 9. apríl s.l. Árni
Arnsteinsson var endurkjörinn formaður en með honum
í stjórn eru Starri Heiðmarsson varaformaður Karl Ingi
Atlason gjaldkeri, Helga Guðmundsdóttir rrtari og Jóhanna
Gunnlaugsdóttir meðstjórnandi.
Árna Arnsteinssyni var veitt starfsmerki UMFÍ og bað hann fyrir
kveðjur og bestu þakkir Omar Bragi Stefánsson landsfulltrúi og Hringur
Hreinsson, stjórnarmaður í UMFI, sátu þingið fyrir hönd UMFÍ.
Arnór kjörinn formaður HSÞ
Arnór Benónýsson var kjörinn formaður HSÞ á ársþingi
þess sem haldið var í apríl ÍÝdölum.Arnórtók við
formennskunni af Önnu Rúnu Mikaelsdóttur sem gegnt
hafði stöðunni í átta ár. Önnu Rúnu var veitt starfsmerki
UMFI og bað hún fyrir kveðjur og þakkir
Ný stjórn HSÞ var kjörin og skipa hana eftirtaldir einstaklingar: Arnór
Benónýsson formaður Ólafur Ólafsson, Kristjana Kristinsdóttir Bergljót
Jónsdóttir Súsanna Kristinsdóttir, Anna Gerður Guðmundsdóttir og Sig-
ri'ður Pálrún Stefánsdóttir Hreinn Hringsson sat þingið fyrir hönd UMFÍ.
Rögnvaldi var veitt starfsmerki UMFÍ
Ársþing UIÓ var haldið 18. maí i' félagshúsinu á Ólafs-
firði. Rögnvaldur Ingólfsson, sem hafði verið formaður í
sjö ár lét af störfum og við starfi hans tók Þorsteinn
Ásgeirsson. Hann hafði áður verið gjaldkeri. Hringur
Hreinsson stjórnarmaður i'UMFÍveitti Rögnvaldi starfs-
merki UMFI. Áslaug Loftsdóttir og Gunnar Ásgrímsson komu inn í stjórn
UIÓ en aðrir í stjórn eru Kristinn Kr Ragnarsson, jón Ární Konráðsson,
BjörgTraustadóttir og Þorvaldur Hreinsson.
Breytingar urðu á stjórn UMSB
Sambandsþing UMSB var haldið þann 31. mars síðastliðinn
í Grunnskólanum í Borgarnesi og var mæting mjög góð.
Greinilegt var að fundarmenn höfðu áhuga á starfi sambands-
ins og miklar umræður voru á fundinum. Mikið var rætt um
reglugerð um kjör iþróttamanns ársins í Borgarbyggð og það
hverjir ættu að eiga möguleiká á þeirri nafnbót.
Breytingar urðu á stjórn sambandsins. Þau Axel Vatnsdal og Helga
Karlsdóttir gáfu ekki lengur kost á sér í stjórn og tóku sæti þeirra Guð-
ri'ður Ebba Pálsdóttir og Júlíus Jónsson. Eru þeim Axel og Helgu þökkuð
störf si'n fyrir UMSB. I heild fór þingið vel fram og var almenn ánægja
með það.
Fjölni óskað til hamingju með glæsilegan árangur
Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis var haldinn f félagsheim-
ili félagsins í Dalhúsum þann 31. mars. Guðlaugur Þór Þórðar-
son, formaður Fjölnis, flutti skýrslu stjórnar: Björn B.Jónsson,
formaður UMFI, sat fundinn. Björn óskaði Fjölni til hamingju
með glæsilegan árangur og óskaði félaginu einnig til hamingju
með allt fólkið sem tæki þátt í starfinu sem sjálfboðaliðar
Guðlaugur Þór Þórðarson var endurkjörinn formaður félagsins með
lófaklappi. Birgir Gunnlaugsson er varaformaður og Guðmundur Árna-
son gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Snorri Snorrason, Sigrún Sigurðardótt-
ir; Sigurjón Friðjónsson og Sævar Hilmarsson.
Lions-bikar - Ástundunarbikarinn hlaut Þórir Hannesson.
Afreksmaður Fjölnis 2004 er Kristín Rós Hákonardóttir og risu menn
úr sætum og hylltu hana.
FJÖLNIS-MAÐUR ársins er Bjarney Sigurðardóttir