Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 11
Sólheimaheiði er að miklum hluta úr basalti, frekar illa gróin nema hlíðamar að sunnanverðu. Undir heiðinni standa Sólheima- bæimir og skammt vestan við bæina rennur Irtil bergvatnsá er ber heitið Húsá. Áður fyrr voru miklu fleiri búendur á gjöfulum Sólheimajörðunum. Pétursey er fallegt fjall, 275 m hátt, með hamraflugum hið efra yfir blómskrúðugum brekk- um. Efnið er að mestu móberg, með nokkrum basaltinnskotum. Dyrhólaey, eða Portland eins og eyjan er oft nefnd af sjómönnum, er einstakur höfði, 110-120 m hár, með þverhníptu standbergi í sjó að vestan, en meira aflíðandi og grasbrekkur að norðan. Suður úr henni gengur klettatangi.Tóin, með gati f gegn, dyrunum sem eyjan ber nafn af. Skeiðflatarkirkja var reist nálægt síðustu aldamótum þegar Dyrhóla- og Sólheimakirkjur voru lagðar niður og sóknimar samein- aðar Loftsalahellir er f suðaustan- verðu Geftafjalli, allstór hellisskúti. Þessi hellir er hinn fomi þingstað- ur bænda í Mýndal en nálægt hon- um er þúst ein í brekku er nefnist Gálgaklettur. Reynishverfi, byggð vestan Reynisfjalls.Vegur liggur suður með öllu fjallinu og ef hann er ekinn til enda er komið að syðsta býli landsins, Görðum. Rétt vestan við Garða er eyðibýlið Hellur en þar bjó síra Jón Steingrímsson eldklerkur ásamt Þorsteini bróður sínum í tvo vetur Reynisfjall gnæfir yfir þorpið ÍVík. Upp á fjallið liggur 340 m brattur og erfiður vegur sem er fær fjórhjóladrifsbílum upp frá Vík. Þessi vegur var lagður í seinni heimsstyrjöldinni fyrir breska og bandaríska herinn og var í mörg ár rekin lóranstöð á fjallinu. Heiðarvatn er í Heiðardal sem er rétt fyrir norðan Vík. Nátt- úrufegurð er mikil i' Heiðardalnum og er mjög skemmtilegt að renna fyrir flsk í vatninu en hægt er að kaupa veiðileyfi á bæjunum í daln- um. Úr Heiðarvatni rennurVatnsá sem er ein af fallegustu laxveiðiám landsins en einnig má geta þess, svona til gamans, að Vatnsá er eina áin á Suðurlandi sem rennur í norður. Reynisdrangar eru altt að 66 metra háir drangar sem rísa úr sjó framan undir Reynisfjalli og sjást þeir mjög vel fráVík. Stærsti drangurinn er hinn þrítyppti Lang- samur sem minnir á þrímastrað skip. Áfastur honum er Landdrang- ur og sá þriðji er ýmist nefndur Háidrangur eða Skessudrangur Vík, kauptún byggt í landi Víkurbæja og áVíkursandi. íbúar eru nú um 330 og er aðalatvinnu- vegurinn þjónusta við bændur og ferðamenn ásamt ýmiss konar framleiðslu. Höfðabrekka er austasti bær fyrir vestan Mýrdalssand. Höfðabrekka er gamatt höfuðból, kirkjustaður og stórbýli til forna. í Kötluhlaupi árið 1660 tók bæinn af og var hann þá fluttur upp á heiðina og ekki fluttur niður aftur fyrr en 1964. Á 17. öld bjó fræg ætt á Höfðabrekku og ertalið að í eigu ættarinnar hafi verið virtasta handrit Eddukvæða; Konungsbók Sæmundar-Eddu. í dag er rekið myndarlegt hótel að Höfða- brekku. Höfðabrekkuheiði. Vegfar- endur á leið um Mýrdal ættu ekki að láta það fara fram hjá sér að aka inn Höfðabrekkuheiði en sú leið er fer fjórhjóladrifsbílum. Þetta var þjóðleiðin austur að Mýrdals- sandi f um það bil 20 ár, þangað til Jónsmessuhlaupið í Múlakvfsl árið 1955 rauf hana Ekki er hægt að lýsa öllu sem fyrir augu ber á þess- ari stórkostlegu leið. Sjón er sögu ríkari. Boðið er upp á jeppaferðir bæði fráVík og Höfðabrekku. Hjörleifshöfði, klettahöfði úr móbergi á suðvestanverðum Mýrdalssandi, 221 m hár. Hann hefur áður náð í sjó fram en nú nær sandurinn langt suður fyrir höfðann. í Landnámu segir að Hjörleifur Hróðmarsson.fóstbróð- ir Ingólfs Amarssonar; hafi numið land í Hjörlerfshöfða. Þrælar hans vógu hann og er sagt að haugur hans sé efst á höfðanum. Heimildir. Árbók Ferðafélags íslands, 1975. Guðmundur Pðll Ólafsson: Perlur í náttúru íslands. Mál og menn/ng Reykjavk 1990. Sunnlenskar byggð/r - Skaftárþing, VI. bindi. Búnaðarsamband Suðurlands, 1985. SKINFAXi - gefið út sflinjleyu líðfln 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.