Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 25
Þjóbartilþríf með UMFÍ og Pohasjó&i:
Ldtum areipar
Ungmennafélag Islands og Poka-
sjóður eru að fara af stað með
umhverfisverkefni.Verkefnið felst
í því að vekja landsmenn til um-
hugsunar um gildi þess að ganga
vel um umhverfið og eru þeir
hvattir til að taka þátt í verkefninu
með því að fara út og tína rusl,
í merkta ruslapoka sem þeir fá
senda heim.Verkefninu er ætlað
að vera bæði forvarnarstarf sem
og framkvæmdarátak
• f
Verkefnið er auglýst svohljóð-
andi; Þjóðartilþrif með Ungmenna-
félagi Islands og Pokasjóði."Látum
greipar sópa umhverfið".
Stefnt er að því að senda
pokana inn á öll heimili í landinu í
lok júní. Afrifa verður á pokanum,
hana á að fylla út og síðan senda
inn og þú gætir átt von á glæsi-
legum vinningi. Dregið verður úr
innsendum afrifum i'beinni útsend-
ingu á Rás 2 í sumar.
Umhverfisverkefnið verður
auglýst í fjölmiðlum, bæði áður en
pokarnir detta inn um lúguna og
eins verður verkefninu fýlgt vel eft-
ir með umfjöllun og auglýsingum í
allt sumar
„Markmiðið með þessu
umhverfisátaki er að fá landsmenn
til að vera meðvitari um umhverfi
sitt. Þessa dagana erum við að
senda stóra ruslapoka til allra
landsmanna. Um er að ræða
þartil gerða merkta poka með
slagorðunum: „Tökum höndum
saman", „Þjóðartilþríf‘, „Þjóðin
þrífurtil" og „Látum greipar sópa
Ásdís Sigurðardóttir verkefnisstjóri.
um umhverfið. Þessari sendingu
til landsmanna fýlgja leiðbeiningar
um notkun," segir Ásdi's
Sigurðardóttir verkefnisstjóri.
Frá opnun þjónustumiðstöðvar UMFÍ á Sauðárkróki. Sæmundur Runól/sson,
framkvæmdastjóri UMFÍ, til vinstri sést hér á tali við heimamenn.
Þjónustumiðstöð UMFÍ á Sauðár-
króki var opnuð formlega í vor
Margt gesta var við opnunina
og hélt Björn Bjarndal Jónsson,
formaður UMFI, stutta tölu af þvi'
tilefni. Þjónustumiðstöðin er glæsi-
leg i' alla staði og mikil lyftistöng
fyrir hreyfinguna á svæðinu.
Um síðustu áramót voru
tveir landsfulltrúar ráðnir með
aðsetur annars vegar á Sauðár-
króki og hins vegar í Reykjavík
Þeir eru Ómar Bragi Stefánsson
ogValdimar Gunnarsson og hefur
verkefnum verið skipt þannig á
milli þeirra að Ómar Bragi verður
með íþrótta-, umhverfis- og ung-
lingamál á sinni könnu enValdimar
verður með menningar- og
fræðslumálin. Fflutverk landsfulltrú-
anna verður í meginatriðum fólgið
í því að taka þátt í stefnumótun,
gera starfsáætlanir og fylgja þeim
eftir, auk þess að sjá um verkefna-
stjórnun í sínum málaflokkum.
„Það var mikill akkur fyrir
UMFÍ að færa starfsemi si'na út á
landsbyggðina þar sem uppruni
hneyfingarinnar er að mestu og
hún í sjálfu sér hvað sterkust.
Almenningur hefur tekið þessari
útvíkkun mjög vel. Með þessu er
UMFÍ að byggja upp ákveðið net
og vonandi verður framhald á.
í þessu starfi er maður mikið á
ferðinni vítt og breitt um landið.
Maður hefur ansi stóra málaflokka
á sínum herðum og erillinn sam-
fara þessu er töluverður Starfið er
fjölbreytt en jafnframt skemmti-
legt og það skiptir miklu máli,"
sagði Ómar Bragi Stefánsson,
landsfulltrúi UMFI, með aðsetur f
nýju þjónustumiðstöðinni á Sauð-
árkróki.
Ómar Bragi hefur frá unga
aldri verið tengdur ungmennafé-
lagshreyfingunni, lifað og hrærst
í henni og það hefur verið hans
líf og yndi eins og hann kemst
sjálfur að orði. Aðkoma Ómars
Braga í íþróttahreyfingunni er víða
en hann hefur setið í stjórn KSI í
nokkur ár
Ómar Bragi segist kynnast
mörgu góðu fólki í starfinu vi'ða
um land og það gefi honum
ákveðin tækifæri.
„Ég er mjög bjartsýnn á
framhaldið og verkefnin eru ærin.
Við erum að vinna að mörgum
áhugaverðum verkefnum sem
koma brátt í Ijós. Það er bjart yfir
ungmennahreyfingunni og gott
fólk sem maður vinnur með,“
sagði Ómar Bragi.
SKIHFAXI - gcíið út samílcytt síðan 1909