Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 29
Ungmennafélagi í nsrmynd Það ó vel vift mi| oð stjórna Aldo Pálsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri HSH í tæp þrjú ár. Hún segir að sér líki afar vel í þessu starfi og það eigi vel við hana að stjórna. „Starfið er erfitt en skemmtilegt og það skiptir mig mestu máli. Það eru spennandi tímar fram undan hjá okkur í starfseminni sem er öll að lifna við. Félögin hér áVesturlandi eru í enn meira mæli en áður að sameina krafta sína og það gerir okkur enn öflugri. Það verður í nógu að snúast í sumar og m.a. verður fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum í júlí. Aðstaðan hjá okkur er með ágætum og hér um slóðir eru starfandi fjórir golfklúbbar sem segir si'na sögu," segir Alda en þess má geta að félagar í HSH eru í dag yfir tvö þúsund. Fullt nafn: Alda Pálsdóttir Fæðingarstaður: Stykkishólmur; nafli alheimsins. Maki: Bárður Eyþórsson. Aldur: 31 árs. Starf: Framkvæmdastjóri HSH. Bifreið: Kia Carnival 2003. Uppáhaldsmatur: Fiskur mat- reiddur á ýmsa vegu. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Besti prentmiðillinn: Ég les mest Fréttablaðið og skoða mest Hús og híbýli. Annars er Skinfaxi á þokkalegri góðri siglingu. Besti Ijósvakamiðillinn: Fer eftir afþreyingu sem ég leita að í það og það skiptið. Uppáhaldssjónvarpsþættir: Hef lítið fylgst með þáttum í vetur þar sem aðeins var eitt sjónvarp á heimilinu, beintengt íþróttum. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigursteinn Másson. Besta íslenska bíómynd sem þú hefur séð: Stella í orlofi. Besta erlenda bíómynd sem þú hefur séð: Æ, ég sef yfirleitt yfir þeim. Besti leikari íslenskur: Stein- unn Ólína. PAPPIR HF • POKAR • R ' / minni eða stærri Kaplahrauni 13 • 220 Hfj,- S: 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is ULLUR upplögum! í Q® © i PAPPÍR Sérprentanii Alda Pálsdóttir, framkvæmdastjórí HSH. Besti leikari erlendur: Morg- an Freeman. Uppáhaldstegund tónlistar: Ég er nánast alæta á tónlist að undanskildu því þyngsta. Uppáhaldssöngvari: Tina Turner og Robbie Williams sem entertainer en íslenskur finnst mér Páll Óskar langflottastur Eftirminnilegasta augnablik- ið: Þegar ég brenndi mig á kaffinu hjá afa Fyrirmynd: Ég lærði mikið á því sem ömmur mi'nar höfðu fyrir mér Annars engar sérstakar fyrir- myndir - vil vera ég sjálf. Fleygustu orð: Þú skalt ekki aka undir áhrifum stýris. GJA. Áhugamál: Útivera, íþróttin félagsmál, vinin ferðalög, gróðun hönnun o.fl. o.fl. Hvers gætirðu síst verið án: Að fá að stjórna. Hvað tækirðu með þér á eyðieyju: Fjölskyldu, vini, sjúkra- tösku, mat og huggulegheit. Hvað er ómissandi: Góð heilsa. Fallegasti staður á íslandi: Stykkishólmur og Snæfellsnesið allt. Minnisstæðasta atvik frá landsmóti: Að fá ekki afhentan landsmótsbikarinn í körfu. Ef þú ynnir milljón í happ- drætti: Mundi ég eyða henni eins og öðrum peningum, á ekki í vandræðum með það. Hvað gleður þig mest: Að vera með skemmtilegu fólki. Hvaða íslenskur íþróttamað- ur stendur fremstur í dag: Eiður Smári. Besti íþróttamaður í heimi: Pass. Faliegasti karlmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka: Enginn fallegri en hann Bárður minn. Mottó í framtíðinni: Að brosa og bæta mig með hverjum deg- inum. Óvenjulegt skýjafar yfir Vík Rokský sem þessi myndast stöku sinnum yfir fjöllum (Ljósmynd jónas Erlendsson)._____________________________________ I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.