Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.05.2005, Blaðsíða 17
Guðmundur Elíosson, eisandi Víkurshólo: Á eftir oii verðd stdðnum til framdráttor Guðmundur Elíasson hefur komið að rekstri Vikurskála síðan 1988, .fyrst undir hatti kaupfélagsins til 2003 en eftir það fyrir eigin reikn- ing, Hann segir það gríðarlega vítamínssprautu fyrir samfélagið Vík að fá að halda unglingalands- mót. Það sé einnig ekki nokkur spurning að mikill akkur sé fyrir veitingamenn að fá þetta tækifæri og þeir ætli að standa sig eins og frekast er unnt. „Við sjáum fram á mikla umferð og ef fram fer sem horfir verður mikill mannfjöldi hér sam- an kominn um verslunarmanna- helgina. Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur í allt vor og yfir venjulega helgi fer hér í gegn fjöldi fólks.Við erum hér á besta stað við þjóðveginn og merkjum töluverða aukningu á fjölda ferða- manna frá ári til árs.Varðandi ung- lingalandsmótið verður maður var við mikla samheldni fólksins hér í Vík og heimamenn eru staðráðn- ir í því að vinna þetta verkefni saman svo öllum verði sómi að. Við erum í stakk búin að taka á móti þeim hópi gesta sem talað hefur verið um enda aðstæður allar hinar ákjósanlegustu," sagði Guðmundur Hann segir engan vafa á því að Unglingalandsmótið verði mikil lyftistöng fyrirVik. „Nú þegar er mikil vinna að baki í vallargerð og öðrum íþrótta- mannvirkjum sem sómi er að. Þó ég sé ekki alveg með það á hreinu » þá held ég að menn megi allt eins búast við hátt í ti'u þúsund gestum á mótið og því þarf að vanda til verks eins og kostur er“ - Hvernig ertu sjálfur undirbúinn fyrir svona fjölda gesta? ,,Við reynum að búa okkur undir það eins vel og við getum í vörum og mannafla. Eg bæti við verulegum fjölda fólks og ég neikna með að tjalda hér við hliðina svo að fólk geti sest þar og haft afdrep.Við getum annað tölu- vert miklu hér en við búum yfir nokkurri reynslu fráVíkurhátíðum sem haldnar voru í kringum 1990. Við erum með matseðil sem við einföldum eitthvað þannig að við getum veitt snögga en umfram allt góða þjónustu.Við erum einnig með sjoppu og allt í kringum það og vi'si að ferðamannaverslun.Við kappkostum að vera með það helsta sem gestir mótsins þurfa. Opnunartíminn fer að sjálfsögðu eftir þörfinni en stefnan er að veita þeim gestum sem hingað koma góða þjónustu." - Hlakkar þú ekki til þessa tíma sem fram undan er? „Mikil ósköp, ég hlakka mikið til, annars stæði maður ekki í þessu. Að öllu óbreyttu sér maður fram á mesta fólksstreymi hér í gegn frá upphafi meðan á Unglinga- landsmótinu stendur Ég trúi því að þetta mót eigi eftir að verða staðnum til framdráttar og við skulum vona að allar góðar vættir gefi að hér verði sól og bli'ða eins og vorið er búið að vera," sagði Guðmundur Elíasson, eigandi Vikurskála, hress í bragði. Sérgreinastjórar 8.unglingalandsmóts UMFI íVíh Sérgreinastjórar 8. unglingalandsmóts UMFI eru átta talsins og munu þeir skipuleggja hverja keppnisgrein fyrir sig og stýra henni. Þetta er frábært teymi fólks sem tekið hefur að sér þetta viðamikla starf og engin vafi er á að þau munu sinna því af kostgæfni. Greinarnar; sem keppt er í að þessu sinni, eru átta og eru sérgreinastjórarnir jafnmargir Kári Jónsson mun sjá um frjálsar i'þróttir; Lárus Kjartansson um glímuna, Guðrún Pétursdóttir um golf, Hermann Árnason um hestaíþróttinViktor Steingrímsson um knatt- spymu, Björn Ægir Hjörleifsson um körfubolta, Helgi Ámason um skák og Svanur Ingvarsson um sundið. Guðmundur Elíasson, eigandi Víkurskála íVík öniggur rekstur töívukerfa Þú þarft ekki tölvudeild Þú færö fulla þjónustu hjá ANZA ANZA sér um öll tölvumál fyrir fjölda fslenskra fyrirtækja. Þaö er sérgrein okkar. ANZA sér um tölvukerfiö þitt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. ANZA fer aldrei í sumarfrí og er aldrei fjarverandi vegna veikinda. Kynntu þér málið meö þvl að hafa samband viö ANZA í síma 522 5000 eða anza@anza.is ANZA • Ármúla 31 • 108Reykjavík • Sími 522 5000 ■ Fax 522 5099 ■ www.anza.is Rekstur ANZA er i samræmi við vottaö öryggiskerfi sem byggist á staölinum ISO 17799 um stjórnun upplýsingaöryggis. Hornsteinn ANZA er starfsfólk með framúrskarandi þekkingu og hæfni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.