Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2006, Page 8

Skinfaxi - 01.08.2006, Page 8
Úrýmsumáttum: Stórsýningin 3L Expo var haldin í Egilshöllinni i Grafar- vogi dagana 7.-11. september og var fjöldi manns samankominn við opnunina. Á sýningunni fundu allir eitthvað við sitt hæfi því að sýningarrýmið var um 20 þúsund fermetrar. Ungmennafélag Islands var þátttakandi í sýningunni þar sem starfsemi hreyfingarinnar var kynnt fyrir gestum. Margir komu við í bás UMFl og fræddust um starfsemina. Yfi rskrift sýningarinnar var Vellíðan og heilsa. Um 30 þúsund gestir sóttu sýninguna sem þótti heppnast í alla staði mjög vel. Þeirfjölmörgu, sem komu við í sýningarbás UMFl, vildu fá að fræðast um margt í starfseminni, og varð þeim tiðrætt um Unglingalandsmótin sem hafa treyst sig í sessi. Þátttaka UMFl í sýningunni náði vonandi mark- miði sínu og víst er að fleiri er fróðari um hreyfinguna en áður. Margir litu inn í sýningarbás UMFÍ Velheppnað leikjanámskeið í Íþróttaakademíunni I byrjun september stóð Iþrótta- akademían í Reykjanesbæ, í sam- starfi við UMFf, fyrir námskeiði í nýjum leikjum fyrir starfsfólk leikskóla, skólaliða og íþrótta- kennara. Námskeiðið vakti mikla lukku og samtals sóttu það um 100 manns. Kennarinn, Britt Jensen, kemur frá Geriev Legepark í Danmörku og hún talaði um að það væri einstaklega skemmtilegt að kenna Islendingum vegna þess hversu áhugasamir og agaðir þeir væru. Britt kenndi hópunum marga leiki sem koma til með að nýtast vel í starfi og útskýrði vel við hvaða aðstæður leikirnir væru kjörnir, eins og t.d. þegar krakkar eru að kynnast eða virkja þarf einhverja sem verða útundan. 6. stjórnarfundur UMFÍvar haldinn á Hornafirði 6. stjórnarfundur Ung- mennafélags Islands var haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 1.-3. september. Fundurinn fórfram á hótelinu og lá fjöldi mála fyrir fundinum. Fram undan eru stórviðburðir hjá UMFl en á næsta ári heldur hreyfingin upp á 100 ára afmæli sitt. Landsmót UMFlverður haldið í Kópavogi dagana 5.-8. júlí og sem endranær verður Unglinga- landsmót UMFÍ haldið um verslunarmannahelgina og í þetta sinn á Hornafirði. 8 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.