Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2006, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.08.2006, Qupperneq 11
íþróttadagur á Selfossi: Kappar stinga saman nefjum. Frá vinstrí Þórir Haraldsson núverandi formað- ur Umf. Selfoss, Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, Koibeinn I. Kristinsson heiðursfélagi og Hafsteinn Þorvatdsson formaður Umf. Selfoss 1962. Frá keppni í farsímakasti á Selfossvelli, en hún mun hafa veríð sú fyrsta sinnar tegunar sem haldin erhérá landi. Umf. Selfoss minntist tímamóta Ungmennafélag Selfoss hélt íþróttadag á Selfossvelli laugardag- inn 9. september síðastliðinn. Var hann haldinn til að minnast þess að félagið á 70 ára afmæli á árinu. Tilgangurinn var að koma saman, ungir sem aldnir, og eiga góða stund hluta úr degi. Nokkr- ir fyrrverandi formenn félagsins mættu ásamt heiðursfélaga og áttu gott spjall. Veður hefði mátt vera betra en engu að síður var farið í leiki, knattspyrnu, knattþrautir og m.a. keppt í farsímakasti þar sem Guðmundur Þórarinsson bar sigur úr býtum. Einnig kepptu þrjú lið í stígvélasparki sem fólst í því að koma stígvéli langleiðina yfir knattspyrnuvöll í nokkurs konar boðhlaupi. Eftir jafna og spenn- andi keppni flaug stígvél frá liði Björns B. Jónssonar, formanns UMFl, fyrst í mark. Með Birni í liði voru þau Thelma Sif Kristjáns- dóttir og Sindri Pálmason. Á eftir var sest niður við kaffi og kökur í félagsheimilinu Tíbrá. Allir fengu sérstakt afmælismerki í barminn. f tengslum við íþróttadaginn gaf félagið út blað í stóru broti um vetrarstarfið og var því dreift i öll hús á Selfossi. Þar var sagt frá starfi og æfingatímum allra deilda félagsins en þær eru: fim- leikadeild, júdódeild, handknattleiksdeild, sunddeild, körfuknatt- leiksdeild, frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild. Hollustukarfa í hollustukörfunni er matur í samræmi við ráðlegging- ar Manneldisráðs um mat- aræði og næringarefni. Hérfærð þú nánari upp- lýsingar um það hvað er í hollustukörfunni. • 500 g af grænmeti, ávöxt- um og safa á dag fyrir full- orðna, þar af a.m.k. 200 g af grænmeti, 200 g af ávöxt- um auk kartaflna. Hýði eða stönglar sem fara forgörðum teljast ekki með í 500 g. • Tvö glös, diskar eða dósir af mjólk eða mjólkurmat á dag. Gert er ráð fyrir fitulitlum og lítið sykruðum vörum að mestu leyti. Ostur kemur í stað mjólkurvara að hluta til. 25 g af osti jafngilda einu glasi eða diski af mjólkurvör- um. • Fisk- og kjötmáltíðir eru hvor um sig tvisvar til þrisvar í viku (10 sinnum í mánuði) en grænmetis-, bauna eða pastamáltíðir tvisvar í viku. Gert er ráð fyrir 100-150 g af kjöti, fiski, eggjum eða baunum á dag, álegg þar með talið. • Brauð, morgunkorn, pasta og hrísgrjón er gefið upp í skömmtum í hollustukörfu. Einn skammtur er annaðh- vort meðalstór brauðsneið, 1,5 dl af morgunkorni, 1 dl af soðnum hrísgrjónum eða pasta eða 1 stk kex (15 g). Hvorki meira né minna en 9 skammtar lenda í hollustu- körfu dag hvern og þar er meira af grófu brauði en fínu. • Fita er höfð í hófi og meira um olíu eða mjúka fitu í stað- inn fyrir harða fitu á borð við smjörlíki eða smjör. • Það er lítið af sykri, kökum, sætindum, ís og gosdrykkj- um í hollustukörfunni. Þeir sem borða þessar vörur að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Eitt algengt súkkulaðistykki er t.d. á við þrjár lítið smurðar brauð- sneiðar í hitaeiningum og barnastærð af ís er með jafn- margar hitaeiningar og þrjú glös af léttmjólk.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.