Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2006, Page 15

Skinfaxi - 01.08.2006, Page 15
Unglingalandsmótið á Laugum: fyrirmyndarfélag Ungmenni af Vesturlandi gerðu góða ferð á Unglingalandsmót UMF( sem haldið var á Laug- um í Reykjadal 4.-6. ágúst. Lið frá HSH, UMSB, UDN og Akranesi voru meðal keppenda, alls hátt á annað hundrað krakkar. Árangur Vest- lendinga var ágætur og komust margir þeirra á verðlaunapalla. Sérstök háttvísiverðlaun, eða fyrirmyndarbikarinn, hlaut 47 manna lið HSH en viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi umgengni, háttvísi og prúða framgöngu. Að sögn Garðars Svanssonar, annars af farar- stjórum HSH-fólks, er hann afskaplega stoltur yfir þessari viðurkenningu. Sagði hann jafnframt að heimamenn í Þingeyjarsýslum geti verið stolt- ir yfir góðu móti sem gekk í alla staði vel og var hnökralaust í undirbúningi og framkvæmd allri. Á myndinni má sjá lið HSH með fyrirmyndar- bikar mótsins á Laugum. Árlegur íþróttadagur Sérgreinastjórar á Æskunnar á Svalbarðseyri Landsmótinu 2007 Laugardaginn 2. september hélt Umf. Æskan á Svalbarðsströnd sinn árlega íþróttadag á íþróttavellinum á Svalbarðseyri. Líkt og undanfarin tvö ár hélt Kvenfélag Svalbarðsstrandar samtímis markaðs- og uppskerudag þar sem uppskera haustsins var til sölu auk þess sem kaupa mátti kaffi og meðlæti. Dagurinn tókst með ágætum, þrátt fyrir leiðindaveður. Rúm- lega 50 ungmennafélagar kepptu í frjálsum íþróttum og voru yngstu keppendurnir þriggja ára en þeir elstu á sextugsaldri. Hér fyrir neðan má sjá mynd frá deginum. Búið er að fá sérgreinastjóra í allar aðalkeppnisgreinar 25. Landsmóts UMFÍ. I byrjun september komu þeir saman á fundi þarsem farið varyfir helstu mál varðandi undirbúning keppnis- greinanna. Á næstu vikum munu þeir fara yfir helstu mál varð- andi viðkomandi greinar, s.s. reglugerðir og aðstöðuþörf. Sérgreinastjórar mótsins eru: Blak: Vilborg Guðmundsdóttir Borðtennis: Snorri Páll Einarsson Bridds: Björgvin Már Kristinsson Dans: Hafsteinn Örn Guðmundsson Fimleikar: Kristján Erlendsson Frjálsar íþróttir: Magnús Jakobsson Glíma: Kristján Yngvason Golf: Jóhann Gunnar Stefánsson Handbolti: Þorsteinn Einarsson Hestaíþróttir: Bjamleifur Bjarnleifsson (þróttir fatlaðra: Þórður Hjaltested Knattspyrna: Atli Þórsson Körfubolti: Bjarni Gaukur Þórmundsson Siglingar: Kjartan Sigurgeirsson Skák: Páll Sigurðsson Skotfimi: Steindór Hrannar Grímarsson Sund: Úlfhildur Haraldsdóttir Starfsíþróttir: fþróttir eldri Kristján Sveinbjörnsson ungmennafélaga: Margrét Bjarnadóttir SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.