Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 23
Forvarnaverkefnið Flott án fíknar
Guðrún Snorradóttir
verkefnisstjóri
Ungmennafélag fslands er farið af stað með
forvarnaverkefnið Flott án fíknar. Verkefnið er
eitt af mörgum verkefnum UMFl' til að skapa
heilbrigða unglingamenningu. Verkefnið Flott
án fíknar tekur til forvarna þriggja þátta, neyslu
tóbaks, áfengis og ólöglegra vímuefna. Verkefn-
inu er ætlað að stuðla að því að unglingar virði
landslög varðandi tóbak og áfengi. Með því draga
einstaklingar verulega úr áhættu á því að verða
fíklar síðar á ævinni. Hugmyndin er að styðja
þann stóra hóp unglinga sem er í góðum málum
og gera hann stærri og sterkari í afstöðu sinni
um heilbrigt líf.
Verkefnið Flott án fíknar hófst í
Lindaskóla í Kópavogi og hefur
verið í þróun þar í fjögur ár. Það var
í upphafi hugsað fyrir unglinga á
grunnskólaaldri en nú hefur einn
framhaldsskóli sýnt verkefninu
áhuga. Það krefst þess að hafa
umsjónarmann í hverri stofnun/
skóla fyrir sig og hafa nú þegar sex
grunnskólar stofnað klúbb. Verk-
efnið byggist á samingsbundnu
klúbbastarfi og viðburðadagskrá
þar sem klúbbmeðlimir hittast og
gera eitthvað skemmtilegt og
uppbyggilegt saman.
Unglingar sem óska eftir að
ganga í klúbbinn Flott án fíknar
gera eftirfarandi heit:
• Ég undirrituð/aður óska hér með
eftir að vera meðlimur í klúbbnum
og heiti því að vera án tóbaks og
allra vímuefna svo lengi sem ég
stunda nám við grunnskóla. Ég hef
kynnt mér reglur hópsins og rætt
við foreldra mína.
Reglur klúbbsins:
• Allir þeir sem eru reyk- og vímu-
efnalausir og ætla sér að láta það
ógert að fikta við slíkt meðan þeir
eru í grunnskóla geta sótt um inn-
göngu í klúbbinn.
• Klúbbmeðlimir kynna klúbbinn
fyrirforeldrum, fá undirritun þeirra
og skrifa sjálfir undir umsókn/
samning sem þeir síðan koma með
til umsjónarmanns klúbbsins sem
einnig skrifar undir og geymir
samninginn.
• Klúbbmeðlimir fá boð um ýmsa
skemmtun og/eða afþreyingu
nokkrum sinnum á ári sem verður
ódýr eða ókeypis.
• Verði nemandi uppvís að því að
gerast brotlegur við samninginn
missir hann af næstu þremur
tilboðum.
• Verði nemandi uppvís að endur-
teknu broti við samninginn verður
litið svo á að hann ætli sér ekki
lengur að vera með í klúbbnum.
Áætlað er að kynna verkefnið
fyrir öllum grunnskólum landsins
á næstu þremur árum og hefja
samstarf við einn framhaldsskóla
um stofnun klúbbs. Leitað verður
eftir samstarfi við aðra aðila sem
sinna unglingum til að hægt verði
að fylgja þeim eftir allt árið. Unnið
verður að heimasíðu fyrir verkefnið
og komið upp fræðslustarfi fyrir
klúbbstjóra.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 23