Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.2006, Qupperneq 25

Skinfaxi - 01.08.2006, Qupperneq 25
Aukin sóknarfæri skapast við opnunina á ísafirði Ungmennaféiag íslands opnaði skrifstofu í Gamla apótekinu á ísafirði 7. október sl. og er það fyrsta skrifstofa félagsins þar sem starfar svæðisfulltrúi í fullu starfi. Með opnuninni er UIVIFÍ að stíga fyrsta skrefið í að opna skrifstofur með svæðisfulltrúum um allt land. Fyrir eru tveir landsfulltrúar sem vinna fyrir landið í heild, á Sauðárkróki og í Reykjavík, og er vinna hafin við að opna fleiri skrifstofur á landinu. Torfi Jóhannsson er svæðisstjóri á (safirði. Margt manna var við opnunina og voru þar m.a. nokkrir þingmenn kjördæmisins. Torfi Jóhannssson sagði í samtali við Skinfaxa að starfið legðist mjög vel í sig og hann væri fullur tilhlökkunnar. Starfið væri áhugavert og uppbyggj- andi fyrir svæðið í heild sinni. Hver dagur væri spennandi og hann liti björtum augum fram á veginn. Aðspurður hvort hann hefði komið nálægt starfi í ungmennafélagshreyfingunni sagði hann ekki svo vera. „Ég hef aftur á móti verið í stjórn íþróttafélaga en ekki unnið í beinum tengslum við ungmennafélagshreyfinguna." - Sérðu fleiri tækifæri með opnun skrifstofunnar hérá ísafirði? „Já, það geri ég. Fólk hér af svæðinu sér fleiri möguleika nýtast með tilkomu skrifstofunnar. UMFÍ erað bjóða upp á menntun og námskeið af ýmsu tagi sem fólk mun eflaust nýta sér í auknu mæli." - Hefur eitthvað komið þér á óvart istarfinu fram að þessu? „Ekki í sjálfu sér. Það er þó einna helst hvað tækifærin eru mörg og þau verðum við að nýta eins og kostur er. Með opnun þessarar skrifstofu opnast margir möguleikar fyrir UMF( og ef til vill enn fleiri fyrir fólkið hér á svæðinu að nota UMF( meira en það hefur gert áður," sagði Torfi Jóhanns- son, svæðisfulltrúi UMF( á (safirði, í samtali við Skinfaxa. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 25

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.