Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.08.2006, Blaðsíða 29
Stórkostleg reynsla og mikill skóli Magni Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, sló rækilega í gegn í Rockstar Supernova nú á haustdögum. Eins og flestir líklega vita gekk þessi keppni út það hver yrði næsti söngvari hljómsveitarinnar Rockstar Supernova. Bein útsending var á þáttunum í sjónvarpi hér heima og fylgdust Islendingar grannt með sínum manni og þá alveg sérstaklega þegar leið á keppnina. Magni heillaði forsprakka hljómsveitarinnar og sjónvarpsáhorfendur um allan heim. Eftir því sem á keppnina leið æstust leikar til muna og fólk lá límt við sjónvarpstækin. Skipti engu þótt beinar útsendingar væru á nóttinni sökum tímamismunar á Islandi og í Los Angeles. Magni komst alla leið I úrslitaþáttinn þar sem fjórir söngvarar háðu keppni um sigurinn. Það fór svo að lokum að okkar maður hafnaði í fjórða sæti, sannarlega frábær árangur og var framganga Magna mikil landkynn- ing. Þær frábæru móttökur sem Magni fékk við heimkomuna fóru víst fram hjá fáum en nokkur þúsund manns voru samankomin í Smáralind þar sem sérstök móttökuhátíð var haldin. - En hvað segirMagni sjálfur um þátttöku sína íkeppninni? „Þetta var meiriháttar lífsreynsla sem á örugglega eftir að nýtast mér í framtíðinni. Hvert sem augum er litið var þetta hreint ævintýri út af fyrir sig. Keppnin var hörð en maður kynntist góðu fólki sem maður á eftir að verða í sambandi við áfram," sagði Magni. - Hvað erfram undan hjá Magna eftirþessa mögnuðu frammistöðu i Bandaríkjunum? „Það er ýmislegt í farvatninu sem ekki er hægt að upplýsa alveg strax um en margt á eftir að skýrast í þeim efnum. Það er þó í bígerð og nokkuð öruggt að ég fari til Kanada og Bandaríkjanna á næstunni. Það hafa opn- ast nokkrir möguleikar sem tíminn mun leiða í Ijós hvort eitthvað verði úr. Það verður ekki annað sagt en það séu spennandi tímar fram undan," sagði Magni Ásgeirsson og hafði greinilega í mörg horn að líta. Magni gaf sér þó tíma og svaraði nokkrum spurningum. Eftirminnilegasta augnablik: Þegar Marinó sonur minn kom í heiminn. Fyrirmynd: Enginn sérstakur. Fleygustu orð: ET'S GO Áhugamál: Tónlist. Hvers gætirðu síst verið án: Gítarsins. Hvað tækirðu með þér á eyði- eyju: Gítarinn og sólarknúinn gemsa. Hvað er ómissanrii: Gítarinn. Ef þú ynnir milijón í happdrætti: Spila ekki íhappdrætti. Hvað gleður þig mest: ÞegarMarínó brosir. Erfiðasti andstæðingurinn: Það erég sjálfur. Besti knattspyrnumaðurinn: Pele. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag: Eiður Smári Guðjohnsen. Besti íþróttamaður í heimi í dag: Ronaldinho. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka: Á fslandi eru allar konur fallegar. Mottó í framtíðinni: Don't panic. Uppáhaldssöngvari: Bono og Eddie Vedder. Fullt nafn: Guðmundur Magni Ásgeirsson. Fæðingarstaður: Egilsstaðir. Maki: Eyrún Huld Haraldsdóttir. Aldur: 28. Starf:Tónlistarmaður. Bifreið: Lexus. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur a la Eyrún. Uppáhaldsdrykkur: Pepsi Max. Besti prentmiðllinn: Q-magazine? Besti Ijósvakamiðillinn: VHl. Uppáhaldssjónvarpsþættir: Lost og Prison break. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Conan og Ellen. Besta íslenska bíómynd sem þú hefur séð: Með allt á hreinu. Besta erlenda bíómynd sem þú hefur séð: Erfitt að segja - Walk the line. Besti leikari íslenskur: Hilmir Snær. Besti söngvarinn í Rockstar Supernova: Josh Logan. Besti leikari erlendur: Anthony Hopkins. Uppáhaldstegund tónlistar: Rokk. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.