Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2006, Side 30

Skinfaxi - 01.08.2006, Side 30
Baldur Daníelsson, formaður Unglingalandsmótsnefndar á Laugum: Að loknu Unglinga- landsmóti Jæja, mikið er nú gott að þetta er búið. Eitthvað á þessa leið voru örugglega fyrstu hugsanirnar sem liðu í gegnum svefnvana kollinn á manni mánudagsmorguninn 7. ágúst. En þráttfyrir þreytumerkin var ánægjutilfinning samt ríkjandi þennan morgun. Stærstur hluti mótsgesta var enn á tjaldsvæðinu og dundaði sér við að taka niður viðlegubúnað eða gerði sig líklega til þess að skella sér í sund. Veðrið var frábært og geðslag manna í samræmi við það.„Frábært mót hjáykkur, alveg til fyrirmyndar." Viðbrögðin voru öll á eina lund. Þeir sem höfðu ábendingar um hvað betur hefði mátt fara héldu sig til hlés, kannski um annað að hugsa í veðurblíðunni, eða nenntu því ekki bara akkúrat á þessu augnabliki. Allt að einu er Ijóst að allflestir gestir á Unglingalands- mótinu á Laugum yfirgáfu svæðið með sól í sinni eftir minnisstæða lokadagskrá á íþróttavellinum kvöldið áður. Ég legg hér með til að mótshaldarar hverju sinni sjái til þess að það verði ávallt sól á mánu- degi eftir Unglingalandsmót. Þegar frá líður og maður lítur til baka eru nokkur atriði sem vert er að huga að fyrir næsta, já og næstu mót. Hingað að Laugum kom umtalsvert meira af fólki með kep- pendum heldur en við bjugg-umst við, með hliðsjón af fyrri mót- um, já og einnig var á þessu móti mikið af fólki með börn og ungl- inga sem voru ekki skráðir kepþ- endur á mótinu en voru hér sam- an á hátíð sem ætlað er að brúa kynslóðabil þótt hún sé kennd við unglinga. Hátíð þar sem peninga- plokk víkur fyrir lífsgildum ung- mennahreyfingarinnar.Tjaldsvæð- in sprungu, eða næstum því. Og það var ekki bara fleira fólk, heldur þarfnast viðlegubúnaður nútíma- mannsins sífellt fleiri fermetra. Er það álit flestra að þessi þróun hafi verið mjög ör frá móti til móts. Því þarf að reikna með stærra og stærra plássi fyrir tjaldbúðir í fram- tíðinni, sem og allri þeirri þjónustu sem fylgja þarf. Þetta þýðir að vísu mikil útgjöld fyrir mótshaldara, sem menn verða hins vegar að mæta með einum eða öðrum hætti, hugsanlega aukagreiðslu fyrir tjaldsvæði. Þá var og áberandi munur á nýtingu tjaldsvæða og getur mað- ur sér þess til að tjaldbúðastjórar hafi verið misstjórnsamir. Á að skipuleggja tjaldsvæði þannig að fólk geti tjaldað tvist og bast og haft rúmt pláss í kringum sig og jafnvel fortjöld eða á að vera mark- viss stjórnun af hálfu héraðssam- BRafhönnun © bandanna hvað þetta varðar? Um leið og menn velta þessu fyrir sér þarf að leiða hugann að því á hvað forsendum fólk sækir Unglinga- landsmót. Er fólk á vegum ung- mennafélaga og héraðssambanda eða fyrst og fremst sem fjölskyldur á eigin vegum? f framhaldi þarf síðan að leiða hugann að skráningarmálum og hvernig haldið er utan um þau. Á fólk að skrá sig í gegnum héraðs- samböndin sem einstaklingar eða á að bjóða áfram upp á báða þessa möguleika? Hvernig vill ung- mennafélagshreyfingin tryggja að öll börn og unglingar, sem áhuga hafa á að taka þátt, geti það, jafn- vel án milligöngu ungmenna- eða íþróttafélags? Hvert svo sem svarið verður við þessum spurningum er Ijóst að endurskoða/-bæta þarf þessi mál gaumgæfilega í vetur enda algjörforsenda fyrir því að framkvæmd íþróttahluta mótsins gangi hnökralaust fyrir sig. Sitthvað fleira mætti tína til en þessi atriði eru a.m.k. þau sem mér eru efst í huga þegar maður fer yfir framkvæmd mótsins, atriði sem vert er að fara yfir fyrir næsta mót og laga. En aðalatriðið er hins vegar það að mótið tókst vel og var mínu mati ungmennafélag- shreyfingunni til mikils sóma. Sjáumst hress á Höfn. 9.UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ /mAktm Skagafjörður Bi oddL © 1 H JD A G U R g rou p Landbúnaöarráðuneytið 30 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.