Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2006, Síða 31

Skinfaxi - 01.08.2006, Síða 31
Erlingur Jóhannsson prófessor vann að rannsókn sem laut að lífsstíl og þyngd 9-15 ár barna: Endurskoða þarf íþróttastarfið og gera það fjölbreyttara Erlingur Jóhannsson, prófessor við Kennaraháskóla íslands, sem er forstöðumaður íþróttafræðaseturs á Laugarvatni, vann í samvinnu við fleiri að stórri rannsókn á árunum 2003-04 sem laut að lífsstíl og þyngd 9-15 ára barna. í þessari rannsókn voru skoðaðar margar breytur varðandi hreyfingu og hafa þeir sem að rannsókninni unnu verið að birta gögn að þessu lútandi jafnharðan síðustu misseri. Erlingur var einn fremsti hlaupari landsins hér á árum áður og (slands- met hans í 800 metra hlaupi, sem sett var fyrir hátt í 20 árum, stendur enn óhaggað. Það liggur beint við að spyrja Erling hvað hafi helst komið á óvart iþess- um rannsóknum. „Hvað varðar hreyfingu barna kemur í Ijós að helmingur 15 ára stelpna nær ekki alþjóðaráðleggingum um lágmarkshreyfingu á dag sem er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Sérstaklega í Ijósi þess að þegar gögnin eru skoðuð sést að dræm þátttaka er hjá þessum aldurshópi í íþróttum og fyrir vikið eru þær allt of þungar. Þetta eru orðin orðin tveggja ára gömul gögn og því gæti staðan verið enn verri í dag. Engu að síður eru þessi gögn enn í fullu gildi að mínu mati. I þessu Ijósi finnst mér þurfa að endur- skoða íþróttastarfið og gera það langtum fjölbreyttara, þannig að félögin hafi fleiri möguleika fyrir einstaklinginn. Að mínu mati er íþróttastarf of afrekstengt og það gerist í raun allt of snemma og sérhæfingin verðurtil þess að einstaklingur hættir snemma og fær leið á íþróttinni. Það er líka of mikil samkeppni milli íþróttagreina og markaðssetningin snýst um að vera með allt of unga einstaklinga á æfingum 3-4 vikur sem er alveg út í hött," sagði Erlingur. - Heldur þú að meiri fjölbreytni muni knýja börnin til meiri hreyfingar? „Við sjáum að börnin hreyfa sig ekki síður í almennu skólastarfi og í íþróttastarfi. Það er staðreynd að börn hreyfa sig mikið í í frímínútum og á svæðunum í kringum skólana. Þá spyr maður sig, hvað er að gerast í íþróttastarfinu ef hreyfingin er ekki mest þar? Til að svara spurningunni um hvort það drægi úr hreyfingarleysi barnanna að gera íþróttastarfið fjölbreyttara, þá er það ein leið af mörgum. Það er engin uppskrift fyrir hendi til að leysa þetta flókna lífsstílsvandamál sem við eigum við að etja, það er að segja aukna kyrrsetu, sjónvarpsáhorf og tölvunotkun. Svo má einnig benda á óhollt mataræði sem er mikilvægur þáttur í aukinni þyngd á börnum. Þegar við skoðum í þessum gögnum hreyfivirkni og hreyfi- mynstur barnanna á virkum dögum og um helgar kemur í Ijós að börnin hreyfa sig miklu meira á virkum dögum. Hverjir bera ábyrgð á börnunum um helgar? Það eru foreldarnir og þá er þetta að mörgu leyti foreldra- vandamál. En við finnum líka út á sama tíma að foreldrar, sem hreyfa sig lítið og eru þungir, eiga í mörgum tilvikum börn sem eiga við sömu van- damál að stríða. Þannig að lífstíll foreldranna endurspeglast í lífsstíl barn- anna. Það þarf ekki mikla rannsókn til að komast að þeirri niðurstöðu," sagði Erlingur. Aðspurður hvort ekkiyrði erfitt að vinna á þessu vandamáii svo að allt yrði eins og við vildum hafa það, sagði Erlingur að fjölskylduátak þyrfti til og breytingaryrðu að verða á lífsmynstri okkar. „Fjölskyldan þarf að verðsetja það meira að vera með börnunum sín- um í stað þess að vera telja verðbréf og hugsa um það að græða sem mest. Við verðum að setjast niður og hugsa um önnur veraldleg gæði." - En hvað erþað sem knýrþig til að gera þessa rannsóknir? „Ég lít á það sem hluta af starfi mínu sem forstöðumaður íþrótta- fræðisetursins á Laugarvatni og rannsókna minna á börnum. Ég hef haft mikinn áhuga á því lengi og núna erum við með aðra stóra rannsókn í gangi sem lítur að lífsstíl 7-9 ára barna í Reykjavík. Þar erum við að fara i gang meðfullt af aðgerðum í samvinnu við skólastjórana. Við vinnum þessa rannsókn á tveimur árum og höfum fengið tugi milljóna króna til verkefnisins. Það verður virkilega fróðlegt að sjá hvað sú rannsókn mun leiða í Ijós." Erlingur sagði að beina ætti kastljósinu betur að skólalóðum grunn- skóianna.„Hefur maður nokkurs staðar séð skólalóðir þar sem eru einhver almennileg leiktæki? Ef við stöldrum aðeins við og hugsum aðeins þá er engin skólalóð í Reykjavík með leiktæki. Fullorðna fólkið borgar dýrum dómum árskort til að komast í heilsuræktina en á sama tíma er ætlast til að börnin leiki sér á malbiki í skólanum. Þarna sjáum við nákvæmlega hvernig forgangurinn er hjá fullorðna fólkinu í dag. Það er nýbúið að taka út allar skólalóðir í Reykjavík og þær fá falleinkunn varðandi þetta. Ef sett yrði fjármagn í að bæta aðstöðuna við skólalóðirnar myndi það hiklaust hjálpa börnum við að hreyfa sig í frímínútum/'sagði Erling Jóhannsson. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 31

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.