Skinfaxi - 01.12.2007, Side 13
45. SamJpaAiMjHJUj UÁÁft
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir
kjörin formoður UMFÍ
Helga Guðrún Guðjónsdóttir var einróma kjörin
formaður Ungmennafélags íslands á þingi þess
á Þingvöllum. Fráfarandi formaður, Björn B. Jóns-
son, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann
hafði gegnt formennsku í sex ár. Helga Guðrún
var ein í kjöri og er þetta í fyrsta skipti í 100 ára
sögu UMFÍ sem kona er formaður í hreyfingunni.
Birni voru þökkuð vel unnin störf í þágu hreyfing-
arinnar og var hann sæmdur gullmerki UMFÍ. Við
þingsetninguna á laugardag var hann sæmdur
gullmerki fSÍ. Anna R. Möller var einnig sæmd
gullmerki UMFI', en hún hafði setið í stjórn hreyf-
ingarinnar í tíu ár. Anna gaf ekki kost á sér áfram
og voru henni þökkuð frábær störf í þágu hreyf-
ingarinnar
„Á þessari stundu eru mér efst í huga þakk-
læti, gleði, ánægja og væntingar. Það er bjart
fram undan í hreyfingunni og mikill hugur. Þetta
þing var mjög starfssamt og góður andi ríkti á
því. Það er mikið í gangi I hreyfingunni á næst-
unni og má í því sambandi nefna Play the Game-
ráðstefnuna sem við höldum í samstarfi við Sam-
tök íþróttafréttamanna og er liður í 100 ára
afmæli UMF(. Svo að fylgja eftir öllum þeim góðu
tillögum sem samþykktar voru á Sambands-
þinginu um helgina. Bygging nýrra aðalstöðva
stendur fyrir dyrum þannig að það er í nógu
að snúast," sagði Guðrún Helga Guðjónsdóttir,
nýkjörinn formaður UMFÍ. Nýkjörinn formaður UMFl, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, ásamt Birni B. Jónssyni fráfarandi formanni.
Björn B. Jónsson sæmdur gullmerki UMFÍ og ÍSI
Ólafur Rafnsson, forseti fSl, sæmir Björn gullmerki ISl.
Björn B. Jónsson, fyrrum formaður UMFÍ, var sæmdur gullmerkjum UMF(
og (Si á 45. sambandsþingi UMFÍ á Þingvöllum. Ólafur Rafnsson, forseti
(þrótta- og Ólympíusambands (slands, sæmdi Björn gullmerki (Sl við þing-
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFf sæmir Björn gullmerki UMFÍ
setninguna í Almannagjá. Björn var síðar á þinginu sæmdur gullmerki
UMF(. Anna R. Möller var einnig sæmd gullmerki UMFÍ fyrir frábær störf í
þágu hreyfingarinnar en hún gaf ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 13