Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.2007, Side 15

Skinfaxi - 01.12.2007, Side 15
 til styrktar Á síðasta Unglingalandsmóti UMFl, sem haldið var um verslunar- mannahelgina á Hornafirði, var haldið spilamót í Hornafjarðar- manna til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Vegna áheita frá sjávarútvegsfyrirtækinu Skinney/Þinganesi söfn- uðust alls 200 þúsund krónur. Albert Eymundsson, svokallaður„útbreiðslustjóri"Hornafjarð- armanna, vildi að mótið hefði æðri og meiri tilgang en aðeins þann að vera góð dægrastytting. Útgerðarfyrirtækið Skinney/ Þinganes á Hornafirði hét á þá sem spiluðu og með þátttöku 250 spilara tókst að safna 200 þúsund krónum. Fyrirkomulagið byggðist á þeirri hugmynd að íslensk ung- menni, sem búa við betri aðstæður en jafnaldrar þeirra víða ann- ars staðar, legðu sitt af mörkum til barna sem hvað verst eru sett í heiminum. Það var því viðeigandi að keppendur á mótinu, þau Siggerður Aðalsteinsdóttir og Maríus Sævarsson, bæði 11 ára, afhentu styrk- inn á skrifstofu Barnahjálparinnar ásamt Aðalsteini Ingólfssyni, framkvæmdastjóra Skinneyjar/Þinganess. Maríus aðstoðaði auk þess Albert afa sinn við mótshaldið og kenndi fólki leikreglurnar fyrir keppnina. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNIŒF á Islandi, veitir gjafabré- finu móttöku fyrir höndþeirra barna sem munu njóta góðs af. Mynd: Horn.is Nám í íþróttalýðháskóla í Danmörku: Þroskandi dvöl María Björg Þórhallsdóttir er 22 ára gömul og kemur úr Mos- fellsbæ. María Björg fór utan til náms í haust í [þróttalýðháskólann í Árósum en hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti um jólin 2006. Frekara nám var ekki ákveðið að sinni og fór María Björg þá að vinna. Það var í haust sem hún ákvað að skella sér í íþróttalýðháskóla eftir ábendingu frá vinkonu sinni sem hafði verið á slíkum skóla í Danmörku. María Björg hefur mikinn áhuga á íþróttum og æfði um tíu ára skeið knattspyrnu með Fjölni og Fylki. „Ég ráðfærði mig við námsráðgjafa í FB og hún hvatti mig eindregið til að fara. Mér líst mjög vel á skólann í Árósum og ég er búin að kynnast mörgum krökkum. Það var erfitt að skilja dönskuna í byrjun en sumir hverjir hafa náð ágætis tökum á henni. Það eru margir Englendingar í skólanum og því bjarga margir sér á ensk- unni," sagði María Björg en 21 íslendingur hefur verið við nám í skólanum í vetur. María Björg sagði að fyrir utan hið hefðbundna nám væri margt skemmtilegt gert. Búið væri að fara í tvær óvissuferðir. f annarri ferðinni hefðu nemendur verið sendir upp í sveit án peninga og síma. Nemendum hefði verið skipt í hópa og þeir einungis haft kort og vasaljós meðferðis. Fyrir hópana hefðu verið lagðar ýmsar þrautir og þetta hefði verið ofsalega gaman að sögn Maríu Bjargar. „Við erum ennfremur búin að fara tvær hjólreiðaferðir og ein ferðin var farin til Stetten en þar er að finna tærasta vatn Dan- merkur. Þar er líka næsthæsta fjall Danmerkur sem er 147 metrar María Björg Þórhallsdóttir skellti sér í lýðháskóla í Danmörku í haust. að hæð og vorum við tíu mínútur að ganga á toppinn." Áður en haustönninni lýkur munu nemendur fara í vikuferð til Kanaríeyja og sagðist María Björg hlakka mikið til. Aðspurð sagðist hún hiklaust mæla með námi í íþróttalýðháskóla. Þetta væri góður skóli upp á framtíðina að gera. María Björg ætlar að koma heim fyrir jól og býst við að fara að vinna eftir áramótin.„Mig langar í skóla í haust en ég veit ekki hvað verður ofan á í þeim efnum," sagði María Björg Þórhallsdóttir. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.