Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 19
JvknAr í Saswjerðí Það hefur verið líf og fjör hjá krökkunum í Flott án fíknar í Sandgerði frá því að klúbburinn var stofnaður. Krakkarnir hittast tvisvar í mánuði og hafa farið í ratleik, borðað pizzur, púslað og margt fleira. Farið var í Reykjanesbæ í heimsókn í 88-húsið, þar sem krakkarnir spiluðu billjarð, horfðu á sjónvarp og fóru í Svartholið þar sem eru þrautir fyrir línuskauta og hjólabretti. Sú ferð var mjög skemmtileg. Nú er búið að baka laufabrauð með hjálþ góðra mæðra og í næstu viku stendur til að fara í bíó á góða og skemmtilega jólamynd. Foreldrar hafa verið duglegir að bjóða fram aðstoð eins og við akstur á milli staða og krakkarnir eru mjög hugmyndaríkir við að finna skemmtileg viðfangsefni. Klúbbsstjóri er Anna Lára Guðjónsdóttir. Ungmennafélag Islands Ungmennafélag Islands Þessi glæsilega bók er nú komin út og fæst í nokkrum helstu bóka- verslunum landsins. Einnig er hægt að kaupa bókina í þjónustu- miðstöð UMFI á Laugavegi 170, hjá öllum héraðssamböndum og flestum félögum með beina aðild. Verð í lausasölu er 9.900 kr. en hjá UMFÍ og sambands- aðilum kostar bókin 8.500 kr. Bókin er 717 blaðsíður, prýdd meira en 800 ljósmyndum. I henni er að finna sögu UMFI frá upphafi ásamt ítarlegum frásögnum af landsmótum, unglinga- landsmótum og sögu Þrastaskógar. Bókin er skemmtileg og fróðleg lesning og gott uppsláttarrit um ungmennafélags- hreyfinguna. Ungmennafélagar. Lálið ekki happ úr hendi sleppa, eignist bókina og gefið hana vinam ykkar. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.