Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.2007, Page 22

Skinfaxi - 01.12.2007, Page 22
Skemmtilegt og lærdómsrikt Ég fór á Kulturweekend í Noregi helgina 9.-11. nóvemberásamt tveim öðrum stelpum og stór- skrítni Daninn Jörgen var okkur sam- liða sem fararstjóri. Ég var rifin upp klukkan 4 um nótt af kolbrjálaðri móður minni, hent í föt og skutlað út í bíl. Við brunuðum af stað og sóttum Katrínu góðvinkonu mína sem var okkur samferða upp á flug- völl en hún ætlaði einmitt líka á Kulturweekend. Á flugvellinum hittum við Jörgen og Söru og voru þá allir íslensku liðarnir mættir. Þegar til Oslóar var komið kom upp sá vandi að klukkan var aðeins 11 fyrir hádegi og rútan átti ekki að koma að sækja okkur fyrr en um 6 um kvöldið. En vandamál eru til þess að leysa þau svo að Sara dró upp spil, við afþökkuðum kurteislega og ákváðum frekar að kíkja á vöru- úrval í búðum Osló. Um kvöldið á hótelinu tókum við því bara rólega og fórum í ýmsa samhristingsleiki. Morguninn eftir var maður rifinn eldsnemma á fætur og hent í morg- unverð og svo á námskeiðið. Við komum auðvitað of seint eins og sönnum (slendingum sæmir. Engum datt auðvitað í hug að nota alþjóðatungumálið enskuna heldur böbluðu allir á samansettu tungu- máli úr norsku, dönsku og sænsku. Þar vorum við látin hafa blað og blýant og punktuðum niður það sem kennarinn skrifaði upp á töflu. En þetta varð mér ekki til mikils gagns vegna þess sem áður var þetta allt á norsku. Seinnipartinn var okkur hent út í ratleik, ég lenti í liði með eintómum Norðmönnum en meðal þeirra var þó einn ensku- mælandi. Var ég hoppandi glöð yfir því, annars hefði þetta orðið eintómt vesen. Þessi umræddi aðili varsvo elskulegur að þýða allt fyrir mig því að annars hefði ég staðið þarna eins og einfættur hundur, í ótíma- bærri óvissu. Um kvöldið var síðan sundlaugarpartý en þar sem listinn yfir það hvað ætti að taka með var allur á norsku tók ég sundfötin auð- vitað ekki með en skellti mér bara ( kjól og svamlaði í barnasundlaug- inni. Seinna um kvöldið var svo hljómsveit að spila og ég og Katrín tókum nokkur spor á dansgólfinu, vægast sagt, og á endanum voru allir Norðmennirnir búnir að sleppa sínu vanalegu, ofæfðu hreyfingum og tóku undir frjálsu danssporin okkar Katrínar. Við fórum þreyttar og sáttar í rúmið þetta kvöld, ánægðar með daginn. Morguninn eftir var svo alvöru- undirbúningur fyrir leiksýninguna sem átti að verða seinna um daginn. Frá íslandi átti einn að vera leikari og hinir tveir baksviðs. Ég treysti mér ekki í leikarann vegna þess að sem áður átti allt að fara fram á norsku. Katrin lenti þá í leikaranum en hún talar reiprennandi norsku. Ég skellti mér hins vegar í búninga og smink. Leiksýningin var Ijómandi skemmtileg. Eftir hana borðuðum við góðan mat á hótelinu og svo var öllum smalað saman upp í rútu. Lokainnkaupin voru svo gerð í frí- höfnunum í Noregi og Danmörku, við þurftum sem sagt að hoppa á milli. Ég kom þreytt og úfin heim um eittleytið á sunnudagskvöldið. Þetta var skemmtileg ferð. Ég hafði einstaklega gaman af Norð- mönnunum, þeir geta verið svo stórskemmtilega stífir. Ég þakkafyrirmig. Sunna Rut Garðarsdúttir 22 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.