Skinfaxi - 01.12.2007, Blaðsíða 26
fréttir affveSmaMðu HSK:
HSK með fréttir á nýrri
útvarpsstöð á Suðurlandi í
hverri viku
(A, Suðurland FM er ný útvarpsstöð á Suðurlandi og hóf hún útsending-
ar 12. nóvember sl. á tíðninni FM 96,3. Forráðamenn stöðvarinn-
\£) ar höfðu samband við HSK og óskuðu eftir samstarfi við sam-
HSkJ bandið um fréttafluttning af íþróttum af sambandssvæðinu.
Að sjálfsögðu var þessu þoði tekið fagnandi og Engilbert fram-
.s4j£> kvæmdastjóri sambandsins hefur þegar farið í nokkrar útsend-
ingar og sagt frá starfi sambandsins og helstu íþróttaviðburðum á
svæðinu. Útsending HSK-frétta í útvarpinu verður framvegis alla þriðju-
daga um kl. 15:00 og sem fyrr segir á tíðninni FM 96,3. Rétt er að geta þess
að útsending stöðvarinnar næst ekki um allt sambandssvæðið.
Taekwondodeild stofnuð
innan Umf. Selfoss
Stofnfundur taekwondodeiidar Umf. Selfoss var haldinn fimmtudaginn 8.
nóvember sl. Stjórn deildarinnar skipa Ófeigur Ágúst Leifsson, formaður,
Katrín Hjálmarsdóttir, gjaldkeri, og Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, Pétur Jens-
son og Daníel Jens Pétursson meðstjórnendur. Á fundinum kom fram að
stórt TSH-mót verður haldið í Iðu á Selfossi laugardaginn 2. febrúar 2008.
Búist er við 150-200 keppendum alls staðar að af landinu.
Þrír valdir í landsliðshóp FRÍ
af sambandssvæði HSK
Iþrótta- og afreksnefnd FRl hefur valið 63 manna landsliðshóp FRl fyrir
árið 2008,30 karla og 33 konur. Þrír einstaklingar eru í hópnum af sam-
bandssvæði HSK. þau eru Örn Daviðsson, Selfossi, ÁgústaTryggvadóttir,
Selfossi og Vigdís Guðjónsdóttir, Umf. Skeiðamanna.
égj*1*15 ára afmæli Garps
Iþróttafélagið Garpur í Rangárþingi hélt upp á 15 ára
afmæli félagsins á Laugalandi sunnudaginn 28. október sl.
Þar áttu félagsmenn og velunnarar félagsins góða stund saman.
Afmælinu lauk með hástökkskeppni þar sem Páll Sigurðsson og Harpa
Jónsdóttir kepptu í hástökki. Keppnin var óhefðbundin, en Páll, sem er 53
ára, stökk án atrennu og Harpa, sem er 14 ára og efnilegur hástökkvari,
keppti með atrennu. Þau stóðu sig vel og stukku bæði 1,40 m. Guðni Guð-
mundsson á Þverlæk fékk sérstaka viðurkenningu frá félaginu, en hann hefur
verið mjög stórtækur í fjáröflun fyrir félagið. Hann hefur safnað dósum fyrir
félagið undanfarin ár með góðum árangri og er svo komið að dósasöfnun
Guðna er orðinn stærsti tekjuliðurinn í starfi félagsins.
Sréitw UMSK:
UMSK átti 85 ára afmæli
19. nóvember
Ungmennasamband Kjalarnesþings átti 85 ára afmæli 19. nóvem-
ber sl., en sambandið var stofnað þann sama dag1922. Þau félög
sem stóðu að stofnun sambandsins voru Umf. Afturelding, Umf.
Drengur, Umf. Miðnesinga og Umf. Reykjavíkur. Umf. Akraness
gekk í sambandið 9. apríl 1923. Fyrsti formaður sambandsins var kjörinn
Guðbjörn Guðmundsson og voru félagsmenn innan aðildarfélaganna
fyrsta starfsárið 370. Núverandi formaður er Valdimar Leó Friðriksson.
Breytingar á skrifstofu UMSK
Birgir Ari Hilmarsson, framkvæmdastjóri UMSK um árabil, hefur látið af
störfum hjá sambandinu. Birgir hóf störf á nýjum vettvangi 1. desember
hjá fslenskri Getspá. Ekki hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri og mun
Birgir líta við á skrifstofu UMSK og annast daglega hluti þar til nýr maður
hefur verið ráðinn. Þeim sem eiga erindi við UMSK er bent á að senda
tölvupóst á umsk@umsk.is og verður honum svarað við fyrsta tækifæri
eða hringja á skrifstofuna. Birgir hefur starfað hjá UMSK í 16 ár en hann
hóf störf sem framkvæmdastjóri 1. desember 1991.
Prétt af fvetmaM^u Kejlamhiw:
Víkurfréttir hlutu
Fjölmiðlagyðjuna
Víkurfréttir hlutu„Fjölmiðlagyðju" knattspyrnudeildar Keflavíkur fyrir
árið 2007 en félagið hefur verðlaunað þann fjölmiðil á íslandi sem
hefur staðið sig best í umfjöllun um knattspyrnu með þessum glæsilega
grip. Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, afhenti Páli Ketils-
syni, ritstjóra Víkurfrétta, Fjölmiðlagyðjuna í sérstöku hófi í félagsheimili
Keflavíkur fyrir stuttu.
Við þetta tækifæri afhenti Rúnar mörgum öðrum góðum stuðnings-
aðilum sem stutt hafa félagið viðurkenningu. Hann fór einnig yfir árangur
liðsins í ár sem allir voru sammála um að hefði getað verið betri. Rúnar
læturaf störfum sem formaðurfélagsins um áramót en hann hefur sinnt
því starfi í áratug og á þeim tíma hefur Keflavík meðal annars unnið til
tveggja bikarmeistaratitla.
Prétt af fveSmaM^u UFA:
Metþátttaka í fyrsta vetrar-
hlaupi UFA
Laugardaginn 27. október sl. fór fyrsta vetrarhlaup vetrar-
ins fram, en vetrarhlaupin samanstanda af sex hlaupum sem
fara fram síðasta laugardag I mánuði frá október til mars. Hlaupið fór fram
í blíðskaparveðri og mættu 34 hlauparar tii leiks sem er metþátttaka frá
upphafi vetrarhlaupanna og lofar góðu fýrir veturinn. Það er greinilega
uppgangur í hlaupaíþróttinni í bænum og gaman var að sjá hve margir
nýir hlauparar voru með. Hlaupinn var 10 km hringurfrá Bjargi. I karla-
flokki varð BjartmarÖrnuson fyrstur á 36:31, Bjarki Gíslason annará 41:59
og Halldór Halldórsson þriðji á 42:11.1 kvennaflokki varð Rannveig Odds-
dóttir fyrst á 39:20, Sigriður Einarsdóttir önnur á 42:56 og Birgitta Guðjóns-
dóttir þriðja á 49:23.
26 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands