Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Side 3
Hafnarbótahneykslið á Skagaströnd Enda þótt miklu fjármagni hafi verið varið á undanförnum árum úr ríkissjóði til styrktar hafnargerðum og lendingarbótum, þá vantar þó mikið á að nægilega mikið tillit hafi verið tekið til þarfa sjávarútvegsins, hvað viðkemur þessu nauðsynjamáli hans. Þeir menn, sem mestu hafa ráðið um styrkveitingar úr ríkissjóði á undan- förnum áratugum, hafa látið glepjast af hland- forarstyrkveitingum, að manni virðist, um of. Maður vonar fastlega að á þessu verði breyt- ing nú, og betur að fyrr hefði verið. Hafnar- bætur, og góðar stórar fleytur, ásamt öðrum menningartækjum, eiga að sitja í fyrirrúmi á næstunni. Sjávarútvegurinn á það fyllilega skilið. Það er mjög áríðandi að hafizt verði handa með stórhug og myndarskap á hafnar- bótum, þar sem þörf er brýn og gott til afla- fanga, hvort sem um er að ræða gömul, lítt nothæf mannvirki, sem þurfa endurbóta við, eður ný. Bezt er að halda stanzlítið áfram við það verk sem hafið er, þar til því er lokið, en láta ekki byrjunina eyðileggjast af ellihrum- leik við að bíða framhaldsins eins og stundum hefir átt sér stað. ★ Enginn ætlast til þess, að sóað sé fjármun- um landsmanna í miljóna-hafnargerðir, sem eru á þurru landi um fjöru, og engin tök dýpkunar, þær eiga lítinn rétt á sér. Það hefir borið við, að hreppakritur og atkvæðaveiðar hafa hrundið af stað framkvæmdum á ólíkleg- ustu stöðum, eða þá á hinu leytinu staðið í vegi athafna, þar sem skilyrði eru góð. Póli- tískar hafnir, ónothæfar nema um flóð, eru sjómönnum gagnslitlar, þegar leita þarf skjóls á smáskipum í ofviðri. Ég ætla að nefna hér að þessu sinni tvö dæmi, af mörgum, annað þar sem hálfkák og nirfilsháttur í fjárveitingum hafa staðið í vegi þess, að fyllstu not yrðu framkvæmda, hitt þar sem pólitíkin hefir hlaupið í svínið. Hin bráðnauðsynlegu hafnarmannvirki í Vestmannaeyjum hafa staðið yfir árum saman, og eru þó hvergi nægilega traust og fullkomin. Sjósókn er þar afar erfið, illviðrasamt og haf- áttir tíðar. Höfnin er þó ekki betri enn sem komið er, að þar verða oft stórskaðar á skipum innan garðanna, og náttúrlega ekki hvað sízt þegar verst lætur um há-vertíðina. Þeir sem stunda sjósókn frá Eyjum eiga öðrum fremur heimtingu á að hafa stórar og góðar fleytur til afnota, helst ekki minni skip en 60 tonna, og að höfnin verði bætt eins og nauðsynlegt er, og aðilum samboðið. Þar er ekki í annað hús að venda til úrbóta. Manni virðist að betra og arðsamara hefði verið að fullgera Vestmanna- eyjahöfn heldur en að eyða fleiri hundruðum þúsunda í Ólafsvíkurhöfnina, sem aldrei getur orðið annað en meingölluð trillubátakví, en á- gætishöfn fyrir hvaða skip sem er á næstu grösum. Annað dæmi, sem ég ætla að fara hér um nokkrum orðum, er hneykslissaga hafnargerðar innar á Skagaströnd. Við höfum þar táknrænt dæmi um pólitískan loddaraleik og verkfræðileg afglöp, sem seint munu fyrnast. Gefist tilefni til, þá er ég fús á að ræða þá hlið þessa máls síðar. Áætlun sú, sem upphaflega var gerð um hafnargerð á Skagaströnd, var á síðastliðnu sumri algerlega sniðgengin, en sú áætlun var byggð á óskum fjölmargra skipstjóra og út- gerðarmanna, ásamt búendum kauptúnsins, sem allir álitu að nauðsyn bæri til að bæta, ef hægt væri, úr hafnleysi hins illræmda Húnaflóa — austanverðum. Á sumrum er oft mikil síldveiði á þessum slóðum og liggja þá oft skip í tuga- tali undir Ströndinni, þegar austan og norð- austan-áttir hamla veiðum, og eru þá hverjum manni augljós þau þægindi fyrir þennan skipa- flota að geta leitað öruggs lægis, þar sem allt væri til reiðu, því að oft er ekki hægt að taka vesturhafnirnar, þótt veður breytist og versni, þegar dimmviðri er mikið. Til þess að salta hina stóru og feitu Húnaflóasíld er þetta líka ákjós- anlegur staður, en söltun er alltaf óvinsæl, nema þar sem síldarbræðsla er einnig, svo að hægt sé að losna við allan farminn, þegar svo ber undir. Engum kemur til hugar að byggja þarna síldarbræðslu fyrr en höfnin er orðin örugg. Það er lítið skjól á bak við teikningarnar, þótt fagrar sýnist. Strandferðaskipin verða oft fyrir slæmum töfum við að koma vörum til Blöndu- óss og Skagastrandar, stundum neyðast þau til að hverfa frá, og setja til hafs í áhlaupa- haustveðrum og hríðum. Þetta gæti komið sér illa, ef um síðustu ferð væri að ræða áður en hafís legðist að landi. Það er staðreynd, sem ekki verður mótmælt, að hafnarbæturnar koma að litlum notum eins og þær eru nú, og að það verður að krefjast þess, að haldið verði áfram eins og upphaf- lega var áætlað: að gera höfnina örugga öll- um síldveiðiskipum og minni flutningaskipum. Vitanlega kemur ekki annað til greina en að VlIílNGU R 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.