Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Síða 4
byggja hafnargavðiim svo rammgeran og lang-
an, að hans verði full not. Hvaða stefnu garð-
urinn verður látinn taka hér eftir, geta verið
skiptar skoðanir um. Að líkindum myndi reyna
minna á garðinn, væri hann látinn stefna meira
til austurs, hann er til lýta hlykkjóttur hvort
sem er, og það standa út úr honum klappirnar
að þarflausu, en öllum til óþurftar, sem annars
gætu haft stubbsins not. Það verður ekki kom-
izt hjá því að dýpka innan garðsins, hvaða
stefnu sem framhaldið verður látið taka. Þær
óbanpaframkvæmdir, sem þarna var byrjað á
í sumar, eru beinlínis svik við hafnarmál Skag-
strendinga. Þarna stendur til að eyða hundruð-
um þúsunda til að fylla upp stór svæði af höfn-
inni í stað þess að dýpka hana. Ég get ekki
skilið að þessi bátadokkufors'mán, sem til stend-
ur að byggja þarna, hefði ekki mátt bíða betri
tíma. Þau margvíslega bættu skilyrði, sem
þarna sköpuðust þorpsbúum með byggingu
góðrar hafnar, mundi fljótlega fæða af sér báta-
höfn, ef nauðsynlegt reyndist, sem ég dreg mjög
í efa að til kæmi. Þessi grandi, eða fjandi, sem
þarna er verið að glíma við, er víst framkvæmd-
ur íyrir atbeina hafnarnefndar og ég held að
hún hefði gott af því að ígrunda þessa ljóð-
línu Þorsteins: ,,Þá leistu aftur vinur, — það
var þín dauðasynd“. Það gæti þá hugsast að
hún sæi sóma sínum bezt borgið með því að
beiðast lausnar, og „betra er seint en aldrei“,
segir máltækið. Það er annars torskilinn sam-
setningur, sú hafnarnefnd, og ekki von að
vel fari: afdalabóndi, framsóknarmangari og
útlendingur. Ennfremur er, að fróðra manna
sögn, enginn stafur til á fjárlögum, sem heim-
ilað gat þetta hliðarhopp, og er það fullkomið
rannsóknarefni, hvort þarna hefir ekki verið
farið út fyrir það teygjanlega í fjárgreiðslum
úr ríkissjóði og á hvern hátt því hefir verið
fyrir komið. Ég hefi heyrt frá góðum heim-
iidum, að þetta hafi verið í ráðist, gegn vilja
vitamálastjóra. Þingmaður kjördæmisins er ekki
hrifinn af þessu víxlspori, eða þeir af búend-
um kauptúnsins, sem ég hefi átt tal við um
þetta mál. Til þessara aðila skýt ég máli mínu
og skora á þá að taka höndum saman til þess
að hrinda verkinu áleiðis í.rétta átt.
Ég læt svo útrætt um þetta að sinni, en
eitt ber þeim að hafa hugfast, sem framhalds-
fjárveitingu til þessarar hafnargerðar hafa
með höndum, að þeir peningar, sem eytt hefir
verið norður þar, verða aldrei endurgoldnir
ríkissjóði, hvorki beint eða óbeint, verði ekki
baldið áfram að fullgera verkið þannig, að öll
síldveiðiskip og minni flutningaskip eigi þar
öryggis að vænta. Steindór Árnason.
4
Hermenn Islands
Heimurinn blikar af báli,
böðlar með eldi og stáli
eru á eilífu rjáli
meö eitt og þaö sama í hug:
Er óvinar tortíming tefur
og tilgang á jöröunni hefur
vilja þeir vinna á bug.
íslenzka þjóðin er orðin
ein þeirra er horfir á moröin,
stórvelda styrjaldarkoröinn
er stilltur á hérlenda menn.
Harmfregn af hafsins átum
oft hljómar í vorum sálum.
Nú hljómar hún eitt sinn enn.
„Jón Ólafsson“ er nú farinn,
áhöfnin týnd í marinn.
Skörulegur er skarinn,
er skjól á % votri gröf.
Hljótt er um byggðir og bæi
er bætazt fórnir viö Ægi.
— íslenzk gimsteinagjöf.
Sjómenn um höfin halda
hugpruöa liöiö valda
veit aö hver úthafsins alda
í iörum sér dauöann ber.
Þó hopa þeir hvergi, en hugur
heröizt, og þrek og dugur
einkenna íslenzkan her.
Ingólfur Kris tjánsson,
frá Hausthúsum.
MÓTBYR:
Brunar há sunnan bára,
byrstur Kári sig hristir.
Geðleiður Grímur élja,
gránaða ýfir báru.
Her þessum móti heldur,
háreistur knörr fer geystur,
sinnir sízt þó rjúki,
sæ hvíta drif yfir.
G. E.
V ÍKIN G U U