Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 8
Þegar komið hefir verið auga á kafbát, en ekki tekist að sökkva honum, var miskunnar- laust reynt að rekja slóð hans neðansjávar, með því að reyna að geta sér til hvaða leið hann hefir valið sér, og vel vaktaður sá staður, sem búist er við að hann komi aftur upp á yfirborðið, þar eru alltaf einhverjar flugvélar á lofti, og eru þær látnar leysa hvor aðra af verðinum. Á nóttunni var varpað niður blysum og sér- stök leynitæki, sem flugvélarnar eru útbúnar með, eru notuð til að hafa upp á kafbátunum. Á hinn bóginn hefir andstæðingunum tekist Breskur flugmaður að snæða „sandwichs" horfir undr- andi er þýzkur kafbátur birtist snögglega á yfirborðinu. að finna upp nýjar aðferðir sér til verndar. Hinir nýju kafbátar geta stungið sér á bóla kaf á minna en 30 sekundum. Þegar kafbátur kemur upp á yfirborðið á Biscayaflóa-svæðinu, eru undir eins fjórir menn sendir upp í turninn og þar snúa þeir bökum saman hver með sinn sjónauka, og skifta á milli sín að hafa gætur á himinhvolfinu. Stund- um hafa kafbátar stungið sér í ofboði sam- kvæmt aðvörun frá þessum mönnum, og þeir skildir eftir spriklandi í sjónum. Ef engin ský eru á lofti, er það oft sem kaf- báturinn sér flugvélina löngu áður en hún sér hann. En hvort sem er, þá gefa þrjátíu sek- undur flugmanninum ekki mikið svigrúm til að komast í árásar-aðstöðu, ef til vill úr fimm eða sex mílna fjarlægð. En samt sem áður hefir sá ávinningur, sem náðst hefir, í viðureignum flugvéla og kafbáta, verið nægilegur til að koma Þjóðverjum til að gera róttækar gagnráðstafanir. Þeir urðu að grípa til þess að láta kafbáta sína sigla undir flugvélavernd. Á því svæði, sem helzt mátti búast við að brezku flugvél- arnar færu um á leiðinni fram og til baka, urðu þeir að hafa eltingarflugvélar á sveimi, til þessa notuðu þeir hinar kraftmiklu orrustuflugvélar sínar Me. 110. Lengra til hafs beita þeir Junkers 88 og Ai'odo sjóflugvélum. Þó þessar Arodo-flugvélar séu fremur hægfleygar, láta þær sérstaklega vel að stjórn og eru mjög vel vopnum búnar. Þessar þýzku flugvélar hafa verið brezku flugvélunum alvarlegt áhyggjuefni, og til að vega á móti þeim hafa Beaufigthers flugvélar verið sendar Sunderlandsbátunum og sprengju- flugvélunum til styrktar. En það vantar til- finnanlega langferða orrustuflugvélar til þess- ara hluta, alveg eins og það vantar langferða- sprengjuflugvélar .vopnum búnar. Fyrir utan aðaltilganginn, sem er auðvitað að koma kafbátunum fyrir kattarnef, hafa þess- ar sífelldu árásir á kafbátana líka annað mark- mio, en það er að reyna að draga kjarkinn úr áhöfnum þeirra. Með því að neyða þær til að vera í kafi mik- inn hluta leiðarinnar fram og til baka, og með því að láta kafbátsmenn aldrei fá stundarfrið, til að jafna sig, þá verður þeim lífið í kafbát- unum að hreinustu plágu. Það er mjög nauðsynlegt fyrir kafbátana og áhafnir þeirra að koma upp á yfirborðið á nóttunni til að hlaða rafmagnsgeymana, og endurnýja andrúmsloftið. Þegar kafbátarnir eru á heimleið, eftir langa og harða útivist, eru kafbátaáhafnirnar venjulega orðnar mjög heimfúsar. Þá óska kafbátsforingjarnir einskis frekar en mega halda áfram á fullri ferð ofan- sjávar. Kafbátsmenn, sem teknir hafa verið til fanga, kvarta sárann yfir eltingarleiknum og hvað það sé þreytandi að vera í sífelldu kafi, það bæði dragi úr þeim kjarkinn og drepi við- námsþrótt þeirra. Eftirlifandi áhöfn af kafbát, sem landsett var á vesturströnd Englands, var átakanlegt dæmi um þetta. Áður en það tókst að eyði- legga kafbát þeirra með djúpsprengju, höfðu þeir verið neyddir til að vera í kafi í heilan sólarhring með kafbátsforingjann liggjandi höfuðlausann við stigann á uppganginum. Daginn áður hafði kafbátur þessi lent í orr- ustu við Whitley sprengjuflugvél, sem hafði eytt öllum sprengjum sínum, og foringinn, sem stjórnaði skyttunum um borð hjá sér, hafði lent fyrir framan hlaupið á sinni eigin byssu. Líkami hans hafði oltið niður um hleraopið rétt í því að gert var aðvart um að önnur flugvél, sem kallað hafði verið á, væri komin til sögunnar, og var þá ekki til setu boðið, heldur kafað undireins. í tuttugu og fjórar 8 V ÍKINGU R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.