Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 12
hans á stjórnpalli. Tókst leiðsögumanni ekki að hafa tal af skipstjóranum úr Rvík fyr en hann kom niður af stjórnpalli, eftir að hafa lagt skipinu að bryggju á Akureyrarhöfn. Taldi hann sig að vísu hafa veitt skipinu leiðsögn inn Eyjafjörðinn en sagðist á hinn bóginn ekki vita hvort það væri nokkuð órétt og taldi að margir fleiri að sunnan gerðu það sama. Hann kvað sér hafa verið kunnugt um komu leiðsögu- mannsins um borð við Hrísey, og hafa vitað að hann dvaldi um borð meðan hann sjálfur veitti skipinu leiðsögu inn Eyjafjörð og að bryggju á Akureyri. Skipstjóri á skipinu kvað sig hafa flautað við Hrísey til þess að hafa tal af bresku eftir- litsskipi, sem hvergi var þó nálægt. Þannig tókst þessum heiðursmanni að ganga í lið með útlendingum og hafa réttmæta atvinnu af leiðsögumanninum í Hrísey, án þess að hafa nokkuð upp úr því sjálfur. Skipstjórinn úr Reykjavík var kallaður fyrir rétt þar nokkru seinna og neitaði þar að hafa veitt skipinu leiðsögn inn Eyjaförð í umrætt skipti. Nafn þessa manns verður ekki getið hér, og sennilega verður máli hans ekki haldið áfram, því það er ekki tilgangurinn að hefna sín á þessum mönnum eða troða illsakir við þá, held- ur aðeins að koma í veg fyrir að leiðsögulögin verði brotin framvegis. Leiðsögumenn eru sjómenn, eða fyrverandi sjómenn. Það eru líka þeir menn, sem taka að sér að veita skipum leiðsögn með ströndum fram. Hér er því um að ræða að menn beita stéttarfélaga sína órétti um leið og leiðsögu- lögin eru brotin. Enginn hagnast á slíku, aðeins vekur það úlfúð og leiðindi. Framvegis verður að ætla að skipstjórar, hvar á landinu sem eru, athugi þecta mál áður en þeir taka að sér leiðsögn skipa með strönd- um fram. Bezta ráðið fyrir þessa menn er að hafa tal af vitamálastjóra eða skrifstofu hans, áður eða um leið og þeir taka þennan starfa að sér, þótt ekki sé nema í eitt skifti í einu. Þar gætu menn fengið nánar upplýsingar um hvernig þeir eigi að haga sér við þetta starf. Eins og áður er að vikið, brjóta menn leið- sögulögin áreiðanlega í flestum tilfellum í hugs- unarleysi. Það ætti því að vera nóg að minna menn á að athuga lögin áður en þeir taka að sér leiðsögn skipa, til þess að þeir hagi sér samkvæmt lögum og rétti. Grein þessi er rit- uð aðeins til þess að „minna menn á“, og koma í veg fyrir að gengið sé á rétt leiðsögumanna um land allt að óþörfu. Hrísey 5. des. 1942. Ungfrú Vidoria Þetta er merkileg saga um feimna og fáorSa pipar- mey, sem býr í húsinu meS gulu hurðina. í gráu skuggalegu umhverfi í Lambeth, einu af verkamannahverfum Lundúnaborgar, stend- ur húsið með gulu hurðina eins og bjartur sól- argeisli á rigningardegi. í húsi þessu búa þrjár piparmeyjar — Drum- mond-systurnar, og meðal nágrannanna eru þær ávalt kallaðar ungfrú Jean, ungfrú Frances og ungfrú Victoria. . Þær eru aðlaðandi og blátt áfram, miklir dýravinir og stunda vel garðinn sinn. Ungfrú Victoria er há vexti með svipmikið og viðfeldið andlit. Hún er lágróma og áberandi feimin og óframfærin. Ungfrúin hefir farið að heiman öðru hvoru, og töldu nábúarnir víst, að hún dveldi þá hjá kunningjum sínum. Dag nokkurn eigi alls fyrir löngu, ráku í- búarnir í Lambeth upp stór augu. Nafn ungfrú Victoríu stóð á forsíðu blaðanna með stórum stöfum. Loyd’s (flokkunarfélagið mikla), hafði veitt henni heiðursmerki — hæstu viðurkenningu, sem veitt er mönnum í verzlunarflotanum brezka, og sem aldrei áður hefir verið veitt kvenmanni. Fyrir sama afrek ætlaði svo kon- ungurinn að veita henni heiðursmerki breska alríkisins. Ungfrú Victoria, sögðu blöðin, er eina konan í brezka verzlunarflotanum, sem hefir vjel- stjóraréttindi. Nágrannarnir áttu næsta erfitt með að trúa því, að þessi feimna og teprulega stúlka hefði dvalið langdvölum í hávaðasömu vjelarúmi á flutningaskipi og í olíusvækju og hita sem þar er. Frá barnæsku hefir ungfrú Victoría haft næstum ókvenlegan áhuga fyrir vélum. Foreldr- ar hennar, sem voru skozk og mjög sæmilega frjálslynd í skoðunum, leyfðu henni því að læra vjelsmíði á verkstæði í Dundee. Því fór fjarri, að starfið við vjelarnar „lækn- aði“ ungfrúna af þessari óvenjulegu ástríðu. Hún fór „til sjós“ að loknu námi, og starfaði um tíma sem þriðji vélstjóri á einu skipi, „Blue Tunnel“- línunnar, sem var í förum til Ástralíu. 12 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.