Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 18
alla brúna, allt niður að dekki, þar sem loft-
skeytaklefinn er niðri, í stað þess að sand-
pokaþunginn kom allur á þakið, þá mun engu
skipi vera ofvaxið að bera þá yfirvigt sem
þannig skapast. Að minnsta kosti er alveg
vorkunnarlaust að láta í skipin þá kjölfestu,
sem fyllilega vegur upp á móti henni, án þess
að hafa um of áhrif á burðarmagn skipanna.
Fyrir tilstilli manna þeirra, sem unnu að
þessum rannsóknum, en þeir voru fyrst og
fremst Sigurður Sigurðsson skipstjóri og Kon-
ráð Gíslason kompásasmiður, var sett öryggis-
reglugerð af hendi ríkisstjórnarinnar og upp
í hana voru m. a. tekin fyrirmæli um að bryn-
verja skyldi stýrishús og loftskeytaklefa skipa
þeirra, sem sigla á áhættusvæðinu milli landa,
á þann hátt, sem mest öryggi gæfi.
Þegar til framkvæmdanna kom um að fram-
kvæma þessar nauðsynlegu öryggisráðstafanir,
kom annað hljóð í strokkinn hjá þeim, sem stóð
það næst að sjá um slíkt, þ. e. yfirmönnum
skipanna, sérstaklega skipstjórum og svo auð-
vitað útgerðarmönnum, þá var jafnvel það auð-
veldasta ógerningur. Skipin sigldu eftir sem
áður við sama öryggisleysi og verið hafði, en
um borð í hverju skipi státaði stjórnskipuð
reglugerð, sem var ekki framkvæmd nema að
litlu leyti víðasthvar, svona rétt til þess að
minna á, að „mikil eru verkin mannanna“.
Ekki er þó svo að skilja, að allir eigi hér
sama hlut að máli. Þegar að aflokinni þeirri
rannsókn, sem fyrr getur um, var sett upp
fullkomin brynvörn samkvæmt reglugerðinni,
á tvö skipanna, togarann Geir og Max Pember-
ton. Geir, sem hafði næga kjölfestu fyrir, bætti
engri við, og ber brynvörnina án þess nokkur
munur verði fundinn á að hann sé verri í
sjó að leggja en áður. Max Pemberton hafði
aftur á móti tæplega nægilega kjölfestu fyrir,
þar sem hún hafði verið minnkuð allmikið fyrir
nokkrum árum og var því nokkuð krankur áð-
ur en þessi yfirvigt kom til, einkanlega með
þeirri hleðslu, sem nú tíðkast. Skipstjóranum
var því vel ljóst, að ekki yrði aukið við yfir-
vigtina án þess að auka kjölfestuna um leið,
enda lét hann steypa 5 smálestum í botn skips-
ins til þess að vega upp á móti hinni auknu
yfirvigt, með þeim árangri, að skipið er betra
í sjó að leggja eftir að það fékk brynvörnina,
en áður.
Auk þeirra togara, sem að framan getur,
hafa brynvarið stýrishús þeir Óli garða, Vörð-
ur og Gylfi, aftur á móti hafa þeir ekki bryn-
varinn loftskeytaklefa. Allir aðrir togarar eru
gersamlega óvarðir, og engum manni koma nú
lengur sandpokar í hug. Um mótorbáta veit
ég ekki með vissu, en ég hygg að minnsta kosti
að Búðaklettur og Stella hafi brynvörn og má-
ske einhverjir fleiri. Um brynvörnina á Búða-
klett hefi ég orð eiganda hans, Sigurjóns Ein-
arssonar skipstjóra, fyrir því að skipið beri
hana ágætlega, eftir sögusögn skipstjóra þess.
Á tvo togara, þá Garðar og Júpíter, voru
settar fullkomnar brynvarnir, þó ég hyggi að
steypan á brúarþökunum hafi verið með öðru
fyrirkomulagi, og þyngri, en á Max Pember-
ton og Geir, á báðum þessum skipum var bryn-
vörnin rifin af aftur, eftir að skipstjórnarmenn
höfðu dæmt skipin ósjófær með henni, en þeim
kom ekki í hug að aukin kjölfesta gæti breytt
því neitt til þess betrsí. Það má kalla það
kaldhæðni örlaganna, að dæmin hafa sannað,
að það var ekki brynvörnin sem olli þessu,
heldur aðeins ofhleðsla. Má á það benda, að
togarinn Geir var eitt sinn samskipa togar-
anum Júpíter austan af Selvogsbanka inn í
Faxabugt í slampanda veðri, Geir hafði sína
brynvörn, en brynvörn Júpíters hafði þá verið
rifin af. Geir gat haldið fullri ferð, Júpíter
ekki, hvorum um sig vantaði 200 körfur á
fullfermi. Annað dæmi var, er Max Pemberton
var samferða Garðar frá Englandi til íslands,
Max Pemberton með brynvörn, Garðar með
enga, hafði verið rifin af, eins og fyr segir.
Bæði skipin voru samferða upp undir Portland,
þar sem þau töpuðu hvort af öðru í dimmviðri
og roki. Max Pemberton kom 25 tímum á undan
Garðari til Reykjavíkur, og mun þó enginn
halda því fram, að Max Pemberton sé meira
skip en Garðar. Mergurinn málsins er, að það
má ofbjóða öllum skipum, bæði með ofhleðslu
og kjölfestuleysi.
Þegar tekinn var upp sá siður, að hausa all-
an fisk í skipin, og draga bæði úr ísun og hill-
un, þannig, að nú nota menn frá 1. 2. hillum
í stíu, en áður frá 3. til 4., allt upp í átta, þegar
fiskurinn var hillaður, þá varð það auðvitað
til þess að þyngja skipin mjög að framan, eins
og skiljanlegt er, þar sem fiskur hefir t. d.
meiri eðlisþunga heldur en ís og tré. Um leið
og skipin urðu þyngri að framan, léttust þau
auðvitað að sama skapi að aftan. Þetta varð
til þess að skipin misstu að langmestu leyti
flot-magnið að framan, aftur á móti höfðu
þau of mikið flotmagn að aftan, og þegar illt
var í sjóinn, reið afturparturinn slig á fram-
partinn, þannig að skipin köstuðust á hliðina
og lágu þar, þar til tekist hafði að snúa þeim
upp í vind til þess að fá þau til að rétta sig við.
Er þess skemmst að minnast, er togarinn Sur-
prise var um sólarhring að komast heim af
Eldeyjarbanka, (8 tíma stím undir venjuleg-
VÍKINGUR
18