Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 20
CAPITANA
Núverandi skipstjóri á m.s. Capitana kom fyrir nokkr-
um dögum á skrifstofu blaðsins og barst meðal annars
í tal ýmislegt í sambandi við skipið. Sagði hann, að sér
og fleirum, sem til þekktu hefði þótt það óhugsuð um-
mæli, er einn greinarhöfundur hefði fyrir nokkru í Vík-
ingnum, er hann var að ræða um skip, hafði talið Capi-
tönu í hópi lielztu fúa- og forneskjukláfa.
Við, sem á skipinu erum, saglði skipstjórinn, höfum
allt aðra sögu að segja. Capitana er hyggð í Englandi
1927 fyrir amerískan miljónamæring, sem lystiskip og
kostaði á þeim tíma um 90 þús. stpd. eða um 2 milj.
ísl. króna (til gamans má geta þess að „Fossarnir okk-
ar hafa verið talsvert ódýrari).
Magnús Andrjesson útgerðarmalður keypti skipið hing-
að til lands í apríl 1941, af portúgölum, sem þá áttu
það, og höfðu notað það til vöruflutninga frá Ameríku
til Portúgal.
Eftir að hún kom hingað voru rifnar úr henni allar
„Iuxus“-íbiil5ir, sem notaðar höfðu verið fyrir farþega
miljónamæringsins, en íbúðunum haldið óbreyttum aft-
ur í fyrir skipshöfnina, og má fullyrða, að það séu með
betri íbúðum, sem gerðist fyrir skipverja á íslenzkum
skipum. Miðstöðvar upphitun er I öllum íbúðum skips-
ins og skipið allt raflýst og rafmagnsgeymar, svo að
hægt er að hafa Ijós, þó að skipið liggi yfir lengri tíma
í höfn og engin ljósvél í gangi. Á dekkinu eru raf-
magnskoppar til þess að hífa upp seglin, þannig a|ð
einn eða tveir menn geta mjög fljótlega og erfiðislítið
komið þeim upp.
Skipið er afar sterkbyggt frá byrjun og vel við haldið,
enda hvergi rústblettur finnanlegur utanborðs eða inn-
an, sem er meira en segja má um mörg önnur af okkar
járnskipum. Skipið er 288 smálestir og hefir 240 hest-
afla nýtísku dieselvél. Rárnar, sem sjást á meðfylgj-
andi mynd hafa verið teknar af, en nú aðeins notuð
5 segl, en voru 21, enda þá skipshöfn 24 manns en nú
11. Mótor skipsins drífur það um V/2 mílu ferlð í góðu
veðri. En með seglum og að jafnaði undir eðlilegum
kringumstæðum gengur það um 9 mílur.
Stýrimaður, Guðmundur Jónsson, er í 18 ár hefir siglt
á verzlunarskipum, hælir skipinu á hvert reipi fyrir hve
gott sjóskip það sé og kann hið prýðilegasta við það
á allan veg. — Skipið er útbúið með dýptarmæli, tal-
stöð og miðunarstöð.
Af því sem að framan segir, er það augljóst, að ekki
verður með neinum rökum hægt að gera samanburð á
Capitönu og t. d. Hamonu eins og gert var í áður-
nefndri grein, þar sem Hamóna hefir verið talin lítt
sjófær síðan hún kom til landsins, þar til stórkostleg
endurbygging hefir farið fram, sem kostað hefir ærið fé
og mun nú nýlokið. Hins vegar má lengi um það deila,
hvort Capitana eða slík skip eru hagkvæmur viðauki
við íslenzka fiskiflotann, en það er atriði út af fyrir
sig. Þó má geta þess að á síðasta ári gengu isfisks-
flutningar hennar greiðlega.
20
VÍKINGUR