Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Side 22
það nú eigi nóg, því að eigi er séð fyrir það ennþá, hve lengi stríðið varir, og gæti því orðið langt að bíða. En hinsvegar er fjárhagur lands- ins það góður nú, að auðvelt ætti að vera að greiða margfalt meira til þessara nauðsynlegu menningar- og öryggismála. Það er sem sé mjög vafasamt, að það geti aukið hróður þjóðar vorrar, að um landið þvert og endilangt er ill- fært fyrir gaddavírsgirðingum, en víða ófært við strendur landsins í skammdeginu sakir vita- leysis. Eigi er heldur nein vissa fyrir því. að ríkissjóði veitist léttar að greiða alla þá fúlgu í einu, er hér um ræðir að stríðinu loknu. ★ Hafist er nú handa um byggingu hins nýja sjómannaskóla. Margir áhugasamir sjómenn horfa með eftirvæntingu til þess dags, er hann kemst upp. Er vonandi að svo ríflega verði fénu veitt til byggingarinnar, að engar stöðvanir þurfi að eiga sér stað af þeim sökum að fé skorti. Það er óhætt að fullyrða, að auk sjó- manna, munu allir vinir þeirra og velunnarar óska þess að skóli þessi verði ekki aðeins til þess að auka menntunaráhuga þeirra, er þar njóta kennslu, heldur og að hann megi verða til þess að auka á hróður þjóðarinnar á marg- víslegan hátt. ★ Einhver vinur okkar suður í Englandi hefir verið að heita á okkur eftir stríðið um góðar(!) móttökur, er samkeppnin hefst að nýju um siglingar til austurstrandarinnar. Mun það vera vegna stöðvunar þeirrar, sem átt hefir sér stað um siglingar til Bretlands, eftir að eigi mátti lengur sigla til vesturstrandarinnar. Enda þótt sú rödd, sem hér um ræðir, sé rödd hinna fáu, sé með öðrum orðum mjög hjáróma, þá er því ekki að leyna, að slíkar óviðeigandi og miður réttmætar getsakir í garð íslendinga geta haft sín áhrif hjá auðtrúa lýðnum, og má eigi ómót- mælt vera. Fullyrðingar þær, er þar eru fram settar, sýna að til eru menn í hinu mikla heims- veldi, sem einungis líta á málin frá sínu hags- munasiónarmiði, en hafa að engu sjónarmið okkar íslendinga. Allir, sem siglt hafa til Bret- lands með fisk, og þeir einnig, sem viðskipt- in hafa, vita, að það er vilji allra þeirra, er höfðu með afgreiðslu skipanna að gera á vest- urströndinni, að siglingar þangað héldust, og að brevting sú, er krafist er, verður til þess að draga úr því fiskmagni, sem til landsins kemur. Með tilliti til þessa og annars sem þetta hefir í för með sér, er eigi nema eðlilegt, að at- hugaðir séu allir möguleikar á leiðréttingu. Án þess að fara út í einstök atriði í þessu sam- bandi, þá er það að dómi okkar íslendinga svo mikið af mönnum og skipum, sem við höf- um misst við þessar umgetnu siglingar, þótt þar yrði eigi á bætt. Mannfórnir þær, sem við höfum fært á þessum leiðum, eru víst eigi minni, að tiltölu við mannfjölda, en þær fórnir sem Bretar hafa fært í orrustunni um Atlantshafið, og skipatjón okkar mun meíra. hlutfallslega, miðað við þeirra skipastól, við höfum því eigi ástæðu til þess að bera kinn- roða fyrir okkar þátt í þessum siglingum, en miklu frekar þeir, sem bera oss þeim sökum, að við viljum fá mikið fyrir lítið. Þess væri aftur á móti nú mikil þörf, að oss yrði bætt skipatjón það, er við þegar höfum orðið fyrir. Óskandi væri, að ríkisstjórn þeirri, er nú situr, auðnaðist að greiða svo úr þessum málum, sem og öðrum vandamálum þjóðarinnar, að til heilla yrði fyrir land og þjóð. Til þess að geta tekið þátt í kapphlaupinu um auðlyndir hafsins, að stríðinu loknu, þurfum við mörg skip, góð skip, nýtízku skip. Margt er það, er úrlausnar bíður með þjóð vorri, mörgum þeim málum, sem nú eru á dag- skrá, og sérstaklega varða siglingar og sjávar- útveg, munu sjómenn enn fylgjast með af at- hygli. Vonandi tekst svo að greiða úr vandan- um. að hagsmunum allra sé gætt. Síldarútvegs- málin hafa verið mjög á dagskrá nú upp á síð- kastið, og er það að vonum, þar sem um svo stóran lið í lífsbaráttu þjóðarinnar er að ræða. Sjómennirnir, sem þær veiðar stunda. hafa gert kröfu til þess að fá meiri áhrif á stjórn þeirra mála, með því að fá kjörinn mann í stjórn verksmiðjanna, munu og óskir útgerðarmanna hníga í sömu átt. Virðist þetta miög sanngjarnt, að þeir menn, sem hráefnanna afla, og viðskipti hafa við verksmiðjurnar, fái þátttöku í stjórn þeirra, þar eð þetta eru fyrirtæki, er rekin skulu með hag og heill alþjóðar fyrir augum, enda mun ráðstöfun þessi eflaust verða til þess að skapa frekari skilning og varanlegan frið um þessi mál. ★ Fvrsta skilyrði til þess að mark sé tekið á lítilli þjóð í viðskintum við stórþjóðirnar, er það að hver einstaklingur hinnar litlu þjóðar sýni drengilega og heiðarlega framkomu í hví- vetna, eigi hvað sízt er þess nú þörf, þegar augu svo margra hvíla á okkur. Meðal frjálsra þióða hafa allir jafnan rétt til að túlka mál sitt. ef það er gert á drengilegan hátt, án ó- þarfa orðahnippinga. Gagnvart hinum erlendu þjóðum, er við nú höfum viðskipti við, gegnir 22 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.