Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 27
ar innan loftskeytatækninnar. Áður hafði aðeins verið um neistastöðvar að ræða, sem einungis gátu annast „morse“-viðskipti, en hin nýju tæki Poul- sens fólu í sér möguleika til að láta mannsröddina sjálfa berast á öldum ljósvakans frá einum stað til annars. Og draumurinn um það átti bráðlega eftir að rætast. Hinn 11. desember árið 1906 tókst eðlisfræðingn- um Fessenden að „útvarpa" rödd sinni yfir 18 km. vegalengd, og svipaðar tilraunir voru um sama leyti gerðar af Poulsen sjálfum. Þessi dagur — 11. desember — er því raunveru- lega fæðingardagur útvarpsins. Neistastöð frá 1920 (Telefunken). Stöðvar af þessari gerð voru í mörgum íslenzkum skipum. 2. rakstraumsöryggi, 40 amp., 3. rofi fyrir rakstraum, 4. skiptari fyrir voltmæli, 5. voltmælir, 6. ræsir, 7. breytilegt segulsviðsviðnám fyrir rakstraumshreyfil- inn, 8. rakastraumshreyfill, 4 ha., 110 v., snúningshraði 1500, 10—12 öryggi, 13. riðstraumsrafall, 2 kw., 220 v., 500 rið, 15. breytilegt segulsviðsviðnám fyrir rið- straumsrafalinn, 16. riðstraumsöryggi, 30 amp., 17. rofi fyrir riðstrauminn, 18. amp.-mælir fyrir riðstraum- inn, 50 amp, 20. lykill, 21. dafkefli í „primer“-rásinni, 22. spennir 220/8000 volt, 23. neistabraut, 24. þéttir ca. 24 þús. cm., 25. spönukefli í sveiflurásinni (vorio- meter), 26. amp.-mælir fyrir loftnetsrásina, 20 amp., 28. loftnetsspóla (voriometer), 30. þéttar í loftnets- rásinni, 33. viðtæki, 34. „primer“-spóla fyrir viðtækið, 42. heyrnartól. Með uppgötvun þriggja skauta lampans, sem gerð var af Ameríkumanninum Lee de Forrest, 1906 —07, varð gjörbylting á sviði loftskeytatækninnar. Með þeirri uppgötvun var grundvöllurinn lagður að tækni nútímans í þessum efnum — tækni, sem fyllt hefur heiminn undrun og aðdáun. VÍKINGUR Þegar rætt er og ritað um þróun loftskeytatækn- innar verður ekki hjá því komist að minnast jafn- framt þess skerfs, sem tilraunamennirnir svonefndu (amateurs) hafa lagt þar að mörkum. Þeim hafði, árið 1912, verið markaður þröngur bás, að því er talið var, á bylgjunum undir 200 m., eftir að öngþveitiðí ljósvakanum var orðið nær óvið- ráðanlegt af þeirra völdum. Bylgjusviðið frá 300 til 600 m. var notað til viðskipta við skip, en önnur viðskipti fóru að mestu fram á miklu hærri bylgju- lengdum, 2000—25000 m. Lágu bylgjurnar voru taldar ónothæfar til almennra viðskipta og tilrauna- mönnunum því leyft að hagnýta sér þær ótakmark- að. í fyrstu voru þeir mjög gramir þessum ráð- stöfunum valdhafanna og litu á fyrirmælin sem eins konar útlegðardóm frá þeim bylgjulengdum, sem nothæfar væru til raunverulegra viðskipta. En reynslan hefur orðið önnur. Með tilraunum sínum einmitt þarna og á enn lægri bylgjusviðum lögðu þeir grundvöllinn að þeim framförum, sem markverðastar eru á sviði loftskeytatækninnar — stuttbylgjuviðskiptum nútímans. í október 1924 bár- ust þau stórtíðindi út um heiminn, að brezkum til- raunamanni hefði tekizt að ná sambandi á 80 m. bylgjulengd við Nýja Sjáland í Ástralíu, vegalengd er svarar til helmings af ummáli jarðarinnar. Talstöð frá 1910 (Telefunken). Atvik þetta leiddi til þess að alvarlega var hafizt handa um notkun stuttbylgjusviðsins til almennra viðskipta. Og nú á tímum eru það þessar bylgjur, sem brúa lengstu fjarlægðirnar og gefa glæsilegast- ar vonir um að næsta takmarkinu verði náð, sem mannsandinn hefur sett sér í þessum efnum — sjónvarpinu. 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.