Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Side 29
í réttinum er mættur sem vitni Steingrímur Bjarnason, stýrimaður á Þórði Sveinssyni, 24 ára, til heimilis í Bolungarvík, og var áminntur um sannsögli. Skýrslan á rskj. nr. 1 var lesin upp fyrir vitninu og sýnd því. Kannast vitnið við undirskrift sína undir skýrslunni og kveður hana sanna, að því er það bezt viti. Vitnið segir, að skipstjóri hafi sjálf- ur verið á verði frá því að farið var frá Reykjavík og til kl. 4 um daginn. Þá kvaðst vitnið hafa komið á vörð til kl. 8 um kvöldið, en þá tók skipstjóri aftur við verði. Vitnið segir, að skipstjóri hafi sagt því að stýra þá stefnu, sem í skýrslunni greinir og kveðst vera viss um, að henni hafi verið haldið allan tímann. Vitnið segir, að skyggni hafi verið gott þangað til fór að dimma. Ekki minnist það þess, hvenær þeir höfðu seinast landsýn. Jökullinn sást ekki, þegar vitnið fór niður. Vitnið kveðst hafa verið búið að vera um hálfan mánuð á skip- inu. Vitnið skýrir á sama hátt frá um dýptarmælir og vegmælir og skipstjóri hafði gert, en segir að áttaviti hafi verið þannig, að stýra hafi þurft einn áttunda úr stryki norðar, en hann hafi sýnt, til þess að vera á réttri útsettri stefnu. Upplesið, játað rétt bókað. Framburður vitnisins tekinn gildur sem staðfestur. Þá er mættur sem vitni Hörður Friðbertsson, há- seti á Þórði Sveinssyni, 20 ára, til heimilis á Súg- andafirði. Áminntur um sannsögli. Skýrslan á rskj. 1 var sýnd vitninu og lesin upp fyrir vitninu, kannast það við undirskrift sína og kveður hana rétta. Vitnið kveðst hafa verið á verði með skipstjóranum, og því verið á verði alla sigl- inguna nema rétt frá kl. 4 til 8 eftir hádegið. Vitnið skýrir eins frá um skyggni og vitnið Steingrímur Bjarnason, stýrimaður, og kveðst ekki hafa neinu við skýrsluna að bæta, en hana telur það að öllu leyti sanna og rétta. Upplesið, játað rétt bókað. Frambuðurinn tekinn gildur sem staðfestur. í réttinum er mættur sem vitni Guðlaugur Guð- mundsson, vélstjóri á Þórði Sveinssyni, 28 ára, til heimilis á Súgandafirði, og var áminntur um sann- sögli. Vitnið hefur ekki skrifað undir skýrsluna á rskj. nr. 1, en skjalið var lesið upp fyrir vitnið og kveð- ur það það vera satt og rétt að því er vitnið viti. Vitnið var á verði um leið og skipstjórinn. Kveður vitnið vél skipsins hafa verið í fullkomnu lagi og kveðst ekki vita um neina galla á siglingatækjum skipsins aðra en þann, að stöðva hafi orðið skipið til þess að nota bergmálsdýptarmælirinn. Upplesið, játað rétt bókað. Framburður vitnis- ins tekinn gildur sem staðfestur. Sjóprófinu lokið. Sjó- og verzlunardómi slitið. Gunnar A. Pálsson ftr. Geir Sigurðsson. Þorgrímur Sigurðsson. Ósltar Halklórsson. Carl Finsen. Torfi Tímóteusson. Ingólfur Jónsson. íf Eg hét Dröfn á yngri árum, átti marga hrausta syni, lék mér glatt á bárum bláum, blöskraði ei, þótt stormur hvini. Enn á ég marga úrvals-drengi, enn er ég í fullri getu, óska ég þeim lánist lengi, að leggja út í fiskisetu. Allt skal mulið undir stefni, ég á að passa mína drengi, loforð flest ég oftast efni, enda mun ég fljóta lengi. Ef að brestur ekki þorið er eg' glíminn við þá bláu, enda ka.nn é'g orðið sporið á öldunum að dansa háu. Kvæði þetta er gert af Hafliða Nikulássyni og lætur hann bátinn mæla fyrir sjálfum sér. Björn- inn 1, eins og segir í kvæðinu, hét Dröfn á yngri árum, er nú orðinn 26 ára gamall og alla tíð ver- ið hin mesta happafleyta, svo að allir sem á skip- inu hafa verið, hafa tekið hinu mesta ástfóstri við það. Rétta útskrift staðfestir. Skrifstofu lögmannsins í Reykjavík 4. jan. 1942. Kr. Kristjánsson, settur. V.b. Þórður Sveinsson var byggður í Noregi árið 1938, en keyptur hingað til lands árið 1941. Skipið hét áður San Toay og var upprunalega leigt hing- að til ísfiskiflutninga. Það var 111 rúmlestir brúttó að stærð og eigendur þess Sameignarfélagið Jarl- inn í Kothúsum í Garði, framkvæmdastjóri Óskar Halldórsson útgerðarmaður. V I KlNGLl R 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.