Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1943, Page 31
M
Asgeir Pétursson,
útgerðarmaður látirm
Ásgeir Pétursson, hinn merki norðlenzki út-
gerðarmaður, andaðist hér í bænum 5. desem-
ber s. 1., 67 ára að aldri. Með honum er í val-
inn fallinn einhver stórbrotnasti athafnamað-
ur, sem vér fslendingar höfum eignast á þess-
ari öld.
Hvað snertir margvíslegar framkvæmdir Ás-
geirs, höfðinglegan yfirbrag og allan skör-
ungsskap, má helst líkja honum við nafna hans,
Ásgeir G. Ásgeirsson, brautryðjandann í sjáv-
arútvegsmálum á Vestfjörðum og sem tilheyrði
kynslóðinni á undan.
Ásgeir Pjetursson var og brautryðjandi síns
tíma í sjávarútvegsmálum, hvað síldveiðar
snertir. Þótt síldin hafi vaðið hér við land frá
ómunatíð, og verið talin einhver haldbezta og
lostætasta fæða allra tíma, þá höfðu landsmenn
annaðhvort ekki árætt það, eða komið sér að
því, að hagnýta sér þessa afbragðsvöru á er-
lendum markaði að neinu ráði, fyr en hann
braust út í því að salta niður síld og senda
út til reynslu.
Auðvitað voru útlendingarnir þá búnir að
koma auga á þessa auðsuppsprettu og voru
farnir að teygja arma sína í síldaráttina, en
Ásgeir sá strax möguleikana sem þarna lágu
fyrir landsins eigin sonu.
Þetta var dálítið eftir síðustu aldamót Síld-
in var þá spakari og nærgöngulli, en hún er nú
og óð inn um alla firði. Þá var það ekki sjald-
gæft, að sjá hafsíld vaða inn á Akureyrarpolli.
Menn voru þá farnir að veiða síldina í land-
nætur, svokallaða lása. Nótin var ekki snurpuð,
heldur varð hún að ná í botn og þannig var
henni læst í kringum síldina. Síldina var svo
hægt að geyma lifandi í lásnum um lengri tíma,
og sækja í hann það sem þurfti eftir hendinni,
meðan síldin entist. Slík veiðiaðferð á sér stað
sumstaðar, sérstaklega þegar síld er veidd til
beitu.
Sú reynsla, sem Ásgeir fékk af þessari fyrstu
tilraun sinni til síldarsölu, vai’ð til þess, að
hann helgaði sig þessum avinnuvegi upp frá
því.
Lengi vel fyrst framan af, var ekki að ræða
um annan markað en á norðurlöndum, og var
Ásgeir lengstum stærsti útflytjandi íslenzkrar
síldar, og mun hann alla tíð hafa notið óskorð-
aðs traust þeirra, sem hann átti viðskipti við.
Þegar íslendingar byrjuðu að flytja út létt-
saltaða síld, sá Ásgeir strax hversu mikið skil-
yrði það var, að þessi vara gæti að öllum frá-
gangi verið sambærileg við hliðstæða vöru, sem
hinir erlendu keppinautar höfðu á boðstólum.
Hann varð því fyrstur til að taka upp rétta
verkun á Matjes-síld og átti fyrstu síldarsend-
inguna, sem var það vel verkuð, að hægt var á
erlendum markaði að sýna kaupendunum í báða
enda tunnanna, án þess að þurfa að blygðast
sín fyrir fráganginn. Og glaður var Ásgeir
þegar hann fékk skeyti um að þessi síld hefði
selst hæzta verði á markaðnum í Hamborg og
fyrirhöfnin þannig borgað sig.
Saltendur höfðu þá fyrir nokkru verið byrj-
aðir að verka léttsaltaða síld, sem þeir kölluðu
þessu nafni, og hafði verið vel þegin á nýja
markaði vegna stærðar sinnar og gæða, en
skorti þó mikið að verkun hennar og frágangur
væri sambærilegur við erlenda Matjessíld er
þar var fyrir. Einnig komu fram miklar skemd-
ir á þessari síld, vegna þess að landsmenn höfðu
þá ekki þekkingu á að fara með svo viðkvæma
vöru. En með aukinni þekkingu og fullkom-
inni vandvirkni var hin léttsaltaða síld gerð
að dýrmætri útflutningsvöru, með nýjum og
margvíslegum framtíðarmöguleikum.
Þegar hraðfrystihúsin komu til sögunnar,
réðist Ásgeir fljótt í að reisa frystihús til að
frysta síld til beitu, og mikill er sá þorskur,
sem veiðst hefir á beitu frá Ásgeiri, bæði sunn-
anlands og norðan.
Fyrir utan síldarverzlunina rak hann um-
fangsmikla útgerð. Eignaðist hann mörg skip
um dagana og sum þeirra stór. Þegar lítið var
um skipakost, og erfitt um aðflutninga til lands-
ins í fyrri heimsstyrjöld, keypti hann gufu-
skipið Kristján X og hafði í förum hingað.
Skip þetta mun þó ekki hafa verið skrásett
innanlands. Síðar eignaðist hann annað haf-
skip, Nonna ,,stóra“. Hann átti og togarann
VlKINGUR
31