Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 4
sem líklegt var að sjór gæti komist niður um
og komu síðan fyrir líflínum milli brúar og
masturs, einnig voru líflínur strengdar á milli
bátadekks og vanta, því nú skýldu háu skjól-
borðin ekki lengur.
Að þessu loknu komu þeir inn í stýrishúsið
aftur og var nú ekki annað fyrir hendi en að
láta fara svo vel um sig, sem föng voru á, og
verja skipið fyrir áföllum. Veðurofsinn var
orðinn afskaplegur, 11 til 12 vindstig og svo
þungur að ef maður rak hausinn út um
glugga átti maður erfitt með andardrátt, sér-
staklega þó í hryðjunum.
Á þessu gekk um nóttina, vaktir héldust
óbreyttar. Undir morguninn fór að verða dálít-
ið lengra á milli hryðjanna, en veðurhæðin
hélst hin sama. Þegar bjart var orðið var sem
yfir brimgarð að sjá, og rokið tætti svo sjó-
inn að hann var sem mjöll ryki. Kl. um tíu
á fimtudagsmorgun kom mikill sjór yfir skip-
ið, sleit hann stjórnborðsbátinn lausan og
hvolfdi honum inn að stýrishúsinu þannig, að
hann lá skorðaður á rönd milli stýrishússins og
stólanna, sem hann áður sat í, reynt var að
koma honum á réttan stað aftur, en reyndist
ógerlegt að hreyfa hann, svo fast var hann
klemmdur þarna niður og var því bundinn þar
sem hann var kominn.
Upp úr þessu var hægt að merkja linun á
veðrinu. Um hádegi voru ekki orðin nema 9 til
10 vindstig en sjór var ennþá mikill. Kl. 14 var
farið að skarða það mikið í sjóana að ég taldi
reynandi að gera tilraun til að fara af stað
aftur. Sett var á fulla ferð og þrætt milli
stærstu sjóanna, gekk það ágætlega, því sjór-
inn var svo mikill og þykkur og brotin frem-
ur regluleg eftir því, sem það nær til um út-
hafssjó, og sáust langt til. Vindur fór nú óð-
um minkandi og fór niður í 4 til 5 vindstig;
hélst þetta veður til miðnættis, lyngdi þá alveg
um stund og vorum við farnir að búast við al-
vöru góðviðri.
En Adam var ekki lengi í Paradís, eins og
þar stendur; brátt fór að kula af suðvestri, með
regnskúrum, færðist hann heldur í aukana
jafnframt því, sem hann gekk vestar á og
kólnaði. Klukkan 3 á föstudagsmorgun var
komið ofsarok VNV og illfær sjór. Var skip-
inu þá snúið upp í vind og sjó og vegmælir tek-
inn, sýndi hann þá að farnar höfðu verið um
110.0 sjómílur í viðbót, hægt var á vélinni, öllu
hagað til eins og á fyrri driftinni. Um nóttina
var tunglskin öðru hvoru, élin voru ekki heldur
eins dimm eins og í fyrra veðrinu, og sást
því vel til, en samt var ekki hægt að verja
skipið algjörlega fyrir áföllum, enda fór nú
kössunum í göngunum óðum fækkandi og
236
og lagðist það að mun fram og tók drjúgum
framan yfir. 1 birtingu um morguninn feng-
um við marga sjói yfir skipið, enda var nú
veðurofsinn í algleymingi. 1 einum sjónum
hreinsuðust allir kassarnir úr stjórnborðsgang-
inum, þá hentist og báturinn upp í stólana,
þar sem hann áður var, aftari ,,davíðan“
hafði skuttlast upp úr stétt þeirri er hún
stendur í.
Einnig brotnaði sleðinn undan flekanum og
féll hann niður á þilfarið, en vegna þess hve
flekinn var vel bundinn, þá hékk hann innan-
borðs. Veðurofsi þessi hélst þar til um klukk-
an 16 um kvöldið og mátti varla á milli sjá
hvor hefði betur, bátur eða sjór.
Klukkan 18 fór að draga úr veðrinu og
jafnframt minkaði sjórinn, svo að kl. 19.30
var hægt að fara af stað aftur, farið var með
hægri ferð fyrsta klukkutímann en síðan smá-
hert á eftir því sem skánaði í sjóinn, og kl.
22 var sett á fulla ferð og gekk þá vel, því
að vindur var hagstæður, 6—8 vindstig, tunglið
var komið upp og var því bjart, enda orðið
langt á milli éljanna. Var nú hafist handa um
að iagfæra á- skipinu, var ljótt um að lítast
hvar sem litið var, og höfðu strákarnir við
orð að líkast væri sem við hefðum lent í
strandi, og því ekki sem bestu.
Tapast höfðu fyrir borð um 220 kassar af
fiski, annar báturinn, skjólborðin beggja meg-
in, sá báturinn sem eftir var, svo brotinn
að hann var ósjófær, þilfarið sprungið upp á
tveim stöðum, en ekki samt svo að mikið læki
um það. Þá var og víða „slegið úr“ þilfarinu,
var það þétt eftir föngum með feiti, einkum
lak niður í eldhúsið og búrið, enda mátti sjá
að þar höfðu flestir sjóarnir komið niður á
þilfarið. Mest allur matur hafði skemst af sjó,
og var lítið til matar það sem eftir var ferð-
arinnar annað en fiskur og saltkjöt, kaffi átt-
um við þó óskemt og lítilsháttar af sykri. —
Nú var eftir að vita hvað rétt yrði komið
að landi, eins og hálfs sólarhrings drift i ofsa-
veðri, þó svo að skipinu væri haldið upp í veð-
ur og sjó, hláut að hafa fært skipið eitthvað
afvega. Stefnunni var því breytt um tvö stryk
frá hinni upphaflegu stefnu og stýrt beint suð-
ur.
Eftir því sem vegmælirinn sýndi þegar lagt.
var til drifs í síðara storminum áttum við eftir
ófarnar 242 sjómílur að St. Kilda.
Á sunnudag um hádegi sást austasta eyjan
við St. Kilda, beint fram undan, höfðum við þó
komið um 15 sjómílum austar en venjulega er
siglt. Upp frá þessu gekk allt vel, veðurhæðin
hélst alla leiðina, 5—6 stig, og þótti okkur það
blíðviðri hjá því sem á undan var gengið. —
VÍKINGUR