Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1944, Síða 22
ekki ætlast til þess að vér sendum yður
áætlanir sem ný ákvörðun framgjalda
yrði byggð á. Ef vér gæfum nú upp tölur
viðvíkjandi afkomu félagsins á yfirstand-
andi ári, sem vér teldum sem næst raun-
verulegar, en svo kæmu reikningar fé-
lagsins út á miðju næsta ári og sýndu
þá aðrar niðurstöðutölur en þær, er vér
hefðum áður gefið upp, eða áætlað sem
nærri sanni, mætti líta þannig á, að vér
hefðum gert slíka áætlun í blekkingar-
skyni. Slíkt viljum vér ekki á nokkurn
hátt eiga á hættu, og heldur láta hjá
líða að gefa upp slíkar tölur.
Það hefur einnig komið fram á opinber-
um vettvangi á síðari tímum að mikil á-
hætta fylgir því fyrir atvinnufyrirtæki hér
á landi að gefa frá sér skýrslur og áætl-
anir, þar sem ekki beinlínis getúr legið
fyrir lögfull sönnun“.
Jafnframt er í þessu bréfi voru, dags. 8.
des. f. á., tekið fram að þareð Viðskiptaráðið
hafi farið svo að, eins og að framan er lýst,
gagnvart upplýsingum frá félaginu í maí f. á.,
og byggt á „öðrum upplýsingum, er aflað var
sérstaklega", en ekki á áætlunum og skýrslum
vorum, þá telji félagið þýðingarlítið að láta
ráðinu í té upplýsingar um málefni félagsins.
En þrátt fyrir það að málið lá þannig fyrir
segist Viðskiptaráðið, í greinargerð sinni, hafa
búist við nýjum upplýsingum frá félagi voru
og segir að félaginu hafi hlotið ,,að hafa verið
orðin Ijós afkoma ársins 1943 í aðalatriðum“
þegar fyrgreint bréf var skrifað 8. des. síð-
astliðinn.
Jafnframt segir þó Viðskiptaráðið að það
hafi ekki látið löggiltan endurskoðenda, eða
annan trúnaðarmann „sækja umbeðnar upp-
lýsingar í bækur“ félagsins — meðfram vegna
þess að „myndi slík rannsókn hafa orðið ýms-
um erfiðleikum bundin, meðal annars vegna
þess, að nokkur liluti reikningshalds fer fram
á skrifstofu félagsins í New York“. Virðist
ekki vera gott samræmi í því að átelja félagið
fyrir að leyna upplýsingum, sem ekki má
búast við að löggiltur endurskoðandi geti náð
vegna þess að félagið hafi ekki upplýsingarnar.
Ennfremur segir Viðskiptaráðið í greinar-
gerð sinni að „þær breytingar, sem lang mestu
munu hafa valdið um hinn mikla óeðlilega
ágóða 1943 urðu mjög seint á árinu“. Samt
treystir Viðskiptaráðið sér til þess að saka
félag vort um vísvitandi launung á þessum
ágóða þegar bréfið var skrifað 8. des. síðastl.,
þó það jafnframt, eins og að ofan segir, skýri
frá því að nokkur hluti reikningshaldsins væri
í New York og því augljóst að ekki var hægt
á þeim tíma að vita um ágóða, sem varð vegna
breytinga, er „urðu mjög seint á árinu“.
Þetta dæmir sig vitanlega sjálft.
Frh. í næsta blaði.
Sví þjóöarbátamÍT
í framhaldi a ftilkynningu atvinnum.ráðu-
neytisins frá 11. maí síðastl., um smíði fiskiskipa
i Svíþjóð, vill ráðuneytið gefa almenningi eftir-
farandi upplýsingar um þetta mál.
Sendiráð fslands í Stokkhólmi hefir undan-
farna mánuði starfað að öflun fjölda tilboða
frá sænskum skipasmíðastöðvum í smíði téðra
fiskiskipa, svo og tilboða í aðalvélar og hjálpar-
vélar. Fyrir nokkrum- dögum hafa tilboð borist
í þá 45 báta, sem nú er leyfi fyrir að byggðir
verði. Fiskifélag íslands hefur haft tilboð þessi
til athugunar og er það álit þess, að tilboð
Föreningen Sveriges mindre Varv í Gautaborg
sé lang hagkvæmast í smíði bátanna, og hag-
kvæmasta vélatilboðið sé frá A/b. Atlas Dissel
í Stokkhólmi.
Verð skipa og véla verður ca. í sænskum
krónum sem hér segir:
50 rúml. bátar:
Skipsskrokkar með tilheyrandi kr. 145.000.00.
Aðalvél og hjálparvél kr. 67.000.00.
80 rúml. bátar:
Skipsskrokkar með tilheyrandi kr. 193.000.00.
Aðalvél og hjálparvél kr. 73.000.00.
Við þessa kostnaðarliði bætist ca. 5% til þess
að standa straum af eftirliti með smíði og ann-
ar óhjákvæmilegur kostnaður.
Framangreint skipasmíðasamband hefur
skuldbundið sig til að afhenda alla bátana 45
að tölu innan 12 mánaða frá undirskrift samn-
ings, en afgreiðslutími véla verður allt að 10
mánuðir.
I þessu sambandi vill ráðuneytið láta þess
getið, að gerðar hafa verið ítarlegar tilraunir
til þess að fá togara smíðaða í Englandi og Sví-
þjóð. Enn sem komið er hafa þessar tilraunir
ekki borið árangur, en þeim verður haldið
áfram.
Lækkað um einn eyri!
Hinn 4. ágúst s.l. lagði stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins til við atvinnumálaráðherra, að verð á síld-
armjöli innanlands yrði ákveðið kr. 52,20 pr. sekk,
í stað kr. 51,15 í fyrra. Eftir þóf milli stjórnar
verksmiðjanna og ráðherra í nærri þrjár vikur,
ákvað atvinnumálaráðherra loks að verðið skyldi
verða kr. 52,19 eða einum eyri lægra en verksmiðju-
stjórnin lagði til.
254
VtKINGUR