Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Qupperneq 1
SJÓMANNABLAÐIÐ
UIKIH6UR
ÚTGEFANDl: FARMANNA- OG FIS KIM AN N AS A M B A N D ÍSLANDS
VILórg. 5. tbl. Reykjavík, mai 1945
Asgeir Sigur'Ssson:
Friður í
Dagana 29. apríl—8. maí voru mikil tíðindi
og góð að berast. Heimurinn stóð á öndinni, af
eftirvæntingu. Var það satt, var loksins hinn
langþráði friður að verða veruleiki.
Er vopnahléð hafði verið samið í Evrópu og
samningar um skilyrðislausa uppgjöf Þjóðverja
tilkynntir, önduðu menn léttara. Loksins höfðu
vonir manna um frið orðið að veruleika. Allir
friðelskandi menn hljóta að gleðjast af heilum
hug.
Máske á nokkurs konar hreinsun eftir hin
löngu og grimmu „Ragnarök“ enn eftir að fara
fram, til sefjunar þeim, er ekki hafa fengið sig
fullsadda af mannvígum. Slíkt eftirlátum við
fslendingar öðrum þjóðum, en snúum okkur að
hinum raunverulegu frelsis- og framfaramálum
þjóðarinnar.
Það, sem allar þjóðir, er raunverulega hugsa
um frið og framfarir sem höfuðtakmark lífsins,
gjöra nú, er að sjálfsögðu, að auka og treysta
á allan veg öryggi og velgengni fólksins sem í
viðkomandi landi býr.
Hinni ægilegustu skálmöld er að ljúka. Nú
þurfa allir íslendingar að sýna til hvers þeir
duga. Framfarir á öllum sviðum, örar og mark-
vissar, þurfa að vera ákvörðun allra. Hið unga
lýðveldi þarfnast þess, hver vinnufær maður og
Evrópu
kona verða að gjöra skyldu sína. Sjálfstæði án
markviss starfs og sameiginlegs, verður hjal
um óorðna hluti. Sundrung og flokkadrættir
valda miklum töfum og geta valdið stór slysum,
fyrir hið unga lýðveldi.
Já, við trúum því, að friður sé að komast á í
álfunni, og vonum að hann verði tryggur um
langan tíma. En friður er ekki ávalt hið sama
og hvíld, og því þarf nú að hefjast handa, um
framfarastarfið, sem ætti að verða mun léttara,
ef friðurinn helst.
Við, sem höfum barizt vopnlausir í aldarað-
ir fyrir lífinu og endurheimt frelsisins, við
fögnum því af heilum hug, að þjóðirnar slíðra
sverðin. Við samgleðjumst bræðraþjóðunum á
Norðurlöndum af heilum hug, sem á ný hafa
heimt frelsið eftir 5 ára áþján. Við væntum þess
að þær sýni oss fullkominn skilning á okkar
rétti til þess að vera frjálsir menn í okkar landi.
Sagan hefur fært okkur heim sanninn um það,
liver vá er fyrir dyrum, þegar sundrung og
ófriður er í landinu. Þess vegna metum við að
verðleikum frelsið og friðinn. Við fögnum því
af heilum hug og horfum gunnreifir til tíma
mikilla framfara og aukins þroska með þjóð
vorri.
VÍKINGUR
105