Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Síða 10
KÚTTER BJÖRGVIN
Það voru skip af þessu
tagi, sem ruddu veginn að
fjárhagslegu sjálfstæði
íslenzku þjóðarinnar.
tímabil íslerizku þjóðarinnar. Þegar hann var í
heiminn borinn, á sjöunda tug síðustu aldar,
voru Islendingar miðaldaþjóð í hugsun og at-
vinnuháttum. Á þessu ári, 1945, er hann varð
áttræður, hafa þeir tekið tæknina í þjónustu
sína á flestum sviðum, og stórhugur þjóðarinnar
er slíkur, að mörgum þykir nóg um.
Ellert tók að stunda sjó frá Njarðvíkum
þegar hann var innan við fermingu. Þá reri
hann nokkrar ferðir á hverju hausti alla leið
inn í Hvalfjarðarbotn til að sækja krækling í
beitu fyrir vertíðina, því að um aðra beitu var
tæpast að ræða. Sjóleiðin frá Njarðvíkum inn í
botn á Hvalfirði er nálægt 40 sjómílum, eða
áttatíu sjómílur fram og til baka. Þegar komið
var með kræklinginn, var hann settur í fjöru
heima við og tekið til hans jafnóðum og á
þurfti að halda fyrir hvern fiskiróður.
Frá Njarðvíkum stundaði Ellert sjóinn að
mestu fram undir tvítugt, á útvegi fósturföður
sins. Þá var hann nokkur sumur á Seyðisfirði.
Útræði var þar langt, svo að hver róður tók
16—18 klukkustundir. Allan þann tíma sátu
þeir undir árum, sem voru í andófi. Seinasta
sumarið, sem hann var þar, var fjörðurinn full-
ur af ís allan júnímánuð og langt fram í júlí.
Þá var tæpast um sjósókn að ræða, en reynt
var að þræða milli jakanna, stundum til að afla
í soðið. Lítið var orðið eftir af nauðsynjum
þegar skip kom loks inn fjörðinn, en það var
í ágústmánuði.
Eftir þetta úthald átti hann 100 krónur. Auk
þess átti hann inni 60 krónur hjá Þórði Thor-
oddsen, lækni, þar sem hann hafði verið vinnu-
maðui’, og var það árskaup.
Með þessar 160 krónur lagði hann inn á
stýrimannaskóla Markúsar Bjarnasonar, og tók
114
þaðan burtfararpróf vorið 1889. Markús kenndi
námsgreinar allar sjálfur, annað en dönsku.
Kennslan var ókeypis og auk þess nokkrar bæk-
ur á dönsku, sem nemendurnir urðu að notast
•við, hvort sem þeir kunnu nokkra dönsku eða
enga. Með Ellert útskrifuðust 3 aðrir nemend-
ur, þeir Magnús Magnússon, er síðar varð kenn-
ari við stýrimannaskólann, Marteinn Teitsson
og Finnur Finnsson.
Þótt lítið hafi Ellert átt f jármuna þegar nám-
ið hófst, skuldaði hann engum neitt eftir þessa
tveggja vetra skólavist. Réðst hann fljótlega í
skiprúm að náminu loknu, fyrst háseti á 30 rúm-
lesta skonnortu, er Seltirningar áttu og hét
Agnes. Síðar réðst hann háseti á kútter Mar-
gréti, en hana átti Geir Zoega. Hún var fyrsti
kutterinn, sem hingað kom, 80 rúmlestir og
þótti þá geysilegt skip.
Ellert fór fyrstu ferð sína til útlanda á því
skipi, og var ferðinni heitið til Spánar með fisk,
sem var sumarafli skipsins. Það þótti mikið
ævintýralegt ferðalag í þá daga. Skipstjóri var
Guðmundur Kristjánsson, en stýrimaður var
danskur. Fyrst var farið til Skotlands til að fá
fyrirmæli um það, til hvaða hafnar á Spáni fisk-
urinn átti að fara, því að ekki var hægt að senda
skeyti.
Ferðin frá Reykjavík til Skotlands tók sextán
daga. Fyrstu fimm sólarhringarnir fóru í það,
að komast fyrir Reykjanes, — í þá daga þóttu
áhöld um hvort æskilegra væri, afspyrnurok
eða logn. Þegar til Skotlands kom, fékk skip-
stjóri fyrirmæli um að lialda með farminn til
Bilbao. Þótti skipshöfninni það skemmra ferða-
lag en vonir stóðu til, því að mikið af íslenzk-
um fiski var flutt til Barcelona.
Frá Bilbao fór kútter Margrét til franskrar
VlKINGUR