Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1945, Page 14
Leyndardómcir hafsins Eftir A. R. WETJEN Jed Wilkins skipstjóri á Mattew Andrews, sem er nýkominn frá Port au Prince, segir þessa dagana merkilega sögu um stórt skip, sem hann sá sogast upp með skýjastrók og falla aftur niður spölkorn fyrir ofan ströndina á ó- byggðri smáeyju nálægt Bahamaeyjum. Sand- hólarnir, sem skipið kom niður á, vitanlega ó- skemmt með öllu, voru þess eðlis, að þegar Wilk- ms skipstjóri fór fram hjá eyjunni ári síðar, sá hann, að skipið hafði þokazt með lausasandin- um í áttina til sjávar, og var nú aðeins tæpa 100 metra frá flæðarmálinu. Skipstjórinn leit svo á, að eftir mánaðartínia eða þar um bil, mundi skipið haía aftur komizt á flot af sjálfu sér. Vér litum svo á, að þetta væri atvik, sem nefna megi seiðmagn hins ómælisvíða hafs, og væri tilefni til að hella á glösin að nýju. Því miður hugkvæmdist skipstjóranum ekki að skrifa hjá sér skrásetningarhöfn hins strand- aða skips, svo að hann gæti geíið skýrslu um málið þangað, og menn hefðu viðbúnað tii að taka á móti hinu vegmóða skipi þegar það kem- ur arkandi upp á eigin spýtur. Jed hefur alltaf átt mikið af skemmtilegum sögum í fórum sín- um, jafnvel þegar hann var blaðasölustrákur, eins og okkur gömlu mönnunum mörgum hverj- um er enn í fersku minni. (Ritstjórnargrein í Local Press). Um það bil einu sinni á hverjum tíu árum kemur skip í höfn, með lamaða skipshöfn, skip- stjóra, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð og mn- færslu í dagbókinni um furðulegt atvik, sem varð út á reginhafi, — sem líka kom sér vel, hugsar áheyrandinn, handan við sjóndeildar- hring venjulegra manna. Dagblöðin birta við- töl við skipstjórann, og sagan er ef til vill birt, með viðeigandi lagfæringum og breytingum, til þess að hæfa persónulegum hugsanaferli og efa- girni ritstjórans. Síðan gleymist sagan og er lögð til hliðar með góðlátlegu gamni, sem hver önnur martröð og heilaspuni hjátrúarfullra og ómenntaðra manna undir áhrifum lélegra á- 118 Þeim, sem ekki trúa þessum furðulegu sögum um skip og sjómenn, er aðeins hægt að benda á dagbækur skipanna. fengra drykkja. Er það ekki á allra vitorði, að frá alda öðli hafa sjómenn verið varhugaverðir villimenn, sem voru gefnir fyrir að spinna upp sögur um risaslöngur, hafgúur, hringiður í haf- inu og annað af svipuðu tægi? Auðvitað verður að kannast við það, þótt gert sé með nokkurri tregðu, að kynjasögur um gór- illur og dverga, menn með skott, mikla elda, sem brunnu í hafsbotni, hvíta birni, sem lifðu lífi sínu í hafís, villimenn, sem beizluðu stórar sæskjaldbökur og riðu þeim eins og hestum, fugila, sem hlógu eins og asnar, og eðlur, sem geltu eins og hundar...að allar þessar sögur liöfðu, þótt ótrúlegt sé, reynzt sannar, eins og lygasagan um að jörðin sé hnöttótt og risann, sem dró stálflísar að norðurpólnum. En þessar tilviljanir voru bara tilviljanir, og svo gerðust þær fyrir löngu, löngu síðan, og nú orðið er eig- inlega ekkert nýtt undir sólinni. Söguna, sem heyrist í dag, sem ef bezt lætur er níu daga furðusaga, er óhætt að telja ekkert annað en nýjustu viðbótina við þá keðju af ótvíræðum og hlægilegum heilaspuna, sem vér munum ávalt setja í samband við sjómenn og hafið. Og þess vegna kemur ritstjórinn, sem er öfgalaus nútímamaður, með rauða blýantinn sinn og snyrtir og snurfusar nýjustu kynjasög- una, þangað til hún svarar til fullnustu kröf- um heilbrigðrar skynsemi. Skipstjórinn getur bara bent þegjandi í leiðarbókina, þar sem at- burðirnir eru skráðir á stuttan og gagnorðan liátt á venjulegu sjóaramáli; þegar fram líða stundir yfirgefur skipstjórinn þenna heim, og blöð leiðarbókarinnar verða bleik af elli í skjala- geymslum skrifstofunnar í landi. Og ritstjórinn gengur líka fyrir ætternisstapa með frið í sálu sinni og með þeirri þægilegu vitund, að efa- girni hans hafi verið í alla staði réttmæt, ef hann þá á annað borð man nokkuð eftir því, vegna þess, að lærðu mennirnir hafa blásið ryk- ið af skræðum sínum og komizt enn einu sinni að raun um, að sjómenn séu einfaldar en að vísu torráðnar sálir, að augu þeirra taki að sjá of- VÍKINGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.