Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐBÐ U í K I H 6 U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS IX. árg. 9. tbl. Reykjavík, september 1947 Guöfinnur Þorbjörnsson Skipasmíbastöh í Reykjavík Það hefur verið einkennilega hljótt um hina fyrirhuguðu skipasmíðastöð við Elliðaárvog hin síðustu árin. Af hverju stafar sú þögn? Hefur þetta vandamál, sem fyrir fjórum árum var af meirihluta alþingis, óllum þorra útgerðannanna og flestum hugsandi mónnum talið eitt mest aðkallandi nauðsynjamál, sem þá heið úrlausnar, verið leyst á viöunandi hátt? Það gœtu ókunnugir haldið, en því miZur vantar mikið á að svo sé. Slœmt var ástandið 1943, en verra er það nú. Þá var þó liœgt að slysa á land skipum á stœrð við Esju, og enginn íslenzkur togari var stœrri eða þyngri en svo, að ekki mœtti draga hatm á þurt land. Síðan hafa togararnir stœkkað, en dráttarbrautirnar minnkað, svo að nú er ekki hœgt að taka nema lítinn hluta togaraflotans á latid, hvorugt strandferðaskipanna, ekki varðskipið Ægi og ekki gatnla Selfoss. Oll þessi skip verða dð sigla út úr landinu til þess að fá einfalda hotnhreinsun, hvað þá aðrar viðgerðir. Um stœrri skipin tala ég ekki hér. Lögin um skipasmíðastöð við Elliðaárvog, setn afgreidd voru frá Alþingi 1943, sýndu greini- lega, að háttvirtir alþingismenn geta lagt flokkadrœtti á hilluna, ef þeir vilja. Þessi lög eru tvímœlalaust með því myndarlegasta, sem kotnið hefur þaðan. Með lögum þessum var Alþingi búið að ganga svo frá þessu málefni, að allir hefðu mátt vel, við una, ef framkvœmdir liefðu orðið eftir því, sem þau kváðu á um. Flestir munu hafa búizt við, að hafizt yrði lianda utn verklegar framkvœmdir strax eftir að frumvarpið var orðið að lögutn. Þá var yfirleitt létt yfir öllum viðskiptum og allháar upphœðir uxu mönnum ekki í augum. En þar varð nokkur dráttur á. Hins vegar var fljótlega byrjað að gagnrýna frum-uppdrœtti hittnar þingskipuðu nefndar, sem gekk frá tillögunum, stœrð lands þess, sem hún lagði til að geymt yrði til þessara nota, o. fl. o. fl. Með hverjum tnánuði sem leið magnaðist atidíið sú, sem einstakir menn og félög höfðu á hugmyndinni, svo mikið, að hún snerist beinlínis upp í opinberan áróður, sem varð til þess, að forráðamenn borgarinnar, sem forgöngu áttu dð hafa utn byggingarframkvœmdir, urðu tvíráðir, máluðu allskonar drauga á vegginn og urðu að lokum mótfallnir því, að bcerinn hefði nokkur afskipti af málinu í náinni framtíð. Þegar séð varð dð dráttur yrði á byggingaframkvœmdum samkvœmt áðurnefndum lögum utn skipasmíðastöð, beittu nokkrir áhugamenn sér fyrir félagsstofnun til þess að koma upp dráttar- braut, skipastœðum og nauðsynlegustu tœkjum við Elliðaárvog, og tniðuðu við að þessar fram- VÍKINBUR 247

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.