Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1947, Blaðsíða 16
Prófessorinn, sem lagði regnhlífina varlega í rúmið, en
hengdi sjálfan sig upp á snaga.
Árni Jónsson verzlunarstjóri Ásgeirsverzlunar á Isa-
firði gat verið einkar orðheppinn. Nokkru eftir að vélar
fóru að tíðkast í fiskibátum eignaðist Ásgeirsverzlun
slíka báta, sem keyptir voru frá Danmörku. Bátarnir
reyndust vel, en voru fremur gangtregir. Formannin-
um á einum bátnum þótti sinn bátur ganga allt of
lítið og sagði Árna Jónssyni, verzlunarstjóra Ásgeirs-
verzlunar, að hann hætti formennskunni, ef hann fengi
ekki nýja og kraftmeiri vél í bátinn. Árna var ekki
um að kosta til vélaskiptanna, en vildi ekki missa for-
manninn, sem hafði aflað vel, og játaði því að panta
nýja vél i bátinn. Kom hún innan skamms og reyndist
vel, en þá brá svo við, að formanninum gekk miklu
ver að fiska en áður og drógst aftur úr hinum bát-
unum með gömlu vélarnar. Eitt sinn að vorlagi kom
báturinn með nýju vélina úr róðri seint um kvöld, og
hafði aflað lítið, en margir aðrir höfðu fengið sæmi-
legan afla. Formaðurinn taldi að ekki væri hægt að
ná sjóferð með sæmilegu lagi daginn eftir og tilkynnti
skipverjum, að ekki yrði farið í sjóferðina.
Það var háttur Árna Jónssonar að líta daglega eftir
öllu, úti og inni, og einkum í fiskimóttökuhúsunum og
í grútarhúsinu, þar sem lýsisbræðslan var. í fiskhúsi
Ásgeirsverzlunar í Miðkaupstaðnum hitti hann verk-
stjórann, Sveinbjörn Kristjánsson og segir við hann:
Jú, annars, Sveinbjörn; hvaða bátur er þarna í Sund-
unum?
Sveinbjörn segir Árna hver báturinn sé og jafnframt,
að hann hafi komið svo seint úr smferð í gærkvöldi,
að formaðurinn hafi ekki ta'lið sig ná sjóferð í dag
með sæmilegu lagi.
Árni þegir við um stund, en segir svo: Jú, annars,
Sveinbjörn; þetta er allt mér að kenna. Ég sé það
núna, að ég hefði líka þurft að panta nýja skrúfu í
formanninn.
★
Björn, sonur Björns prest Hjálmarssonar, bjó á
Klúku í Tungusveit. Hann var maður stilltur, og prýði-
lega hagmæltur og laginn við að koma fyrir sig orði.
Oddvitinn var granni hans, og .mun Birni hafa þótt
hann áleitinn um beitingar. Þá kvað hann:
Allt sér notar ágirndin
og ’inn handarsterki;
yfir potar oddvitinn
okkar landamerki.
Einu sinni sat Björn á rúmi sínu að kvöldlagi og
borðaði mjólkurysting. Þegar hann hafði matazt kvað
hann:
Klappar á kviðinn sinn
kútfullur hrikinn,
afmælisystinginn
át hann svo mikinn.
Þegar kona hans heyrði vísuna þótti henni miður,
er hún hafði gleymt afmælisdeginum hans, því alltaf
fór vel á með þeim hjónum.
★
Guðmundur hét faðir Jóns, fyrrum bónda í Þorpum.
Bjó Guðmundur þar í æsku Jóns og átti Jón að smala
kvíám. Þótti bónda seint ganga smalamennskan og segir:
Ætlar að brjóta af sér tær,
er það ljótur skaðinn.
Jón bætir við:
Þessa njóta þínar ær,
Það er bót í staðinn.
★
Kona nokkur var að bjóða til gamalmennafagnaðar.
Kom hún þá að venju til Karolínu gömlu og segir:
Þú gerir svo vel að koma til okkar, Lína mín, eins og
vant er.
— Ég. Nei, ég fer ekki fet. Það er sagt að við
gamla fólkið séum skríll og bara til athlægis.
— Hver segir það?
— Hún Lauga segir það.
— Og dettur þér í hug, góða Lína, að fara eftir því
sem hún Lauga segir; hún sem kom í öfugri upphluts-
skyrtunni á skemmtunina í fyrra og varð að fara heim
aftur til þess að snúa henni við.
Þessi röksemd dugði. Lína tók venjulega gleði sína
V í K I N G U R
262